Hleð......

Sumarorlof 2020

 

Opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots fyrir sumartímabilið 29.maí-11.sept.,

 þriðjudaginn 7.apríl og úthlutað verður 14.apríl. Þá lokar umsóknarvefnum þar til 24.apríl.

Í millitíðinni fá  þeir sem  hafa fengið staðfestingarbréf í tölvupósti frest til 20.apríl til að greiða fyrir úthlutaðan bústað eða íbúð. Ef ekki hefur verið gert upp fyrir þann tíma, fellur úthlutunin út.

Það verður opnað fyrir umsóknir aftur 24.apríl fyrir lausar vikur sem eftir standa og þá gildir reglan, fyrstur kemur fyrstur fær. Fram að því er það punktastaða, með tillit til úthlutanna frá árinu áður.

 Orlofsblaðið hefur verið sent á þá félagsmenn sem við höfum netfang hjá og hérna er linkur inná það; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/41/

Umsóknin er rafræn eins og undanfarin ár. Það krefst þá innskráningar með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þið farið inná heimasíðu https://sds.is/ eða beint inná þennan link; https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

Flettið vel yfir orlofsblaðið, þar eru mjög ítarlegar upplýsingar og eins eru nánari upplýsingar á orlofsvefnum sjálfum. Þá er vert að minnast á fleira sem stendur ykkur til boða eins og orlof að eigin vali, gistimiða, veiði- og útilegukortin.  

 Ferðumst innanlands og jafnframt því tökum við fullt tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu.

Upp