Hleð......

Sumarúthlutanir orlofsbústaða 2019

Ágætu félagsmenn

Nú fer að styttast í umsóknartímabilið fyrir orlofsbústaðina okkar. Það hefst 6. apríl og stendur til 13. apríl, en þá verður úthlutað umsóknum. Umsækendur munu fá tilkynningu, hvort heldur af eða á um úthlutun. 

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins.

Sumarorlofstímabilið er frá 24. maí til 13. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði verður í orlofsblaðinu okkar sem fer í póst í næstu viku.

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

F. h. orlofsnefndar Samflots
Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Upp