Hleð......

Þjóðin kýs almannaþjónustu!

 

 

Vilja heilbrigðiskerfi í opinberum rekstri

Landsmenn eru almennt hlynntir því að hið opinbera reki almannaþjónustu. Í könnuninni var spurt sérstaklega um heilbrigðisþjónustu og sögðu um 81 prósent að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús, um 68 prósent voru þeirrar skoðunar þegar kom að heilsugæslustöðvum og um 58 prósent þegar spurt var um hjúkrunarheimili.

Meirihluti landsmanna er einnig hlynntur því að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki menntakerfið. Alls vilja um sex af tíu að hið opinbera reki leikskóla, um 75 prósent vilja að grunnskólar séu reknir af hinu opinbera og 67 prósent eru þeirrar skoðunar þegar kemur að framhaldsskólum. Meira að segja þegar kemur að háskólum er meirihlutinn, um 52 prósent, þeirrar skoðunar að starfsemin eigi fyrst og fremst að vera starfrækt af hinu opinbera.

Þessi dæmi sýna það traust sem almenningur ber til almannaþjónustunnar og hversu mikilvæg þessi störf eru.

 

Upp