Hleð......

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið fara af stað í haust

Kæru félagar! SDS greiðir fyrir trúnaðarmenn sína gistingu, akstur og annan útlagðan kostnað ef þið ákveðið að skella ykkur suður á námskeiðið. Ég vil í leiðinni hvetja þá trúnaðarmenn sem þegar hafa farið á fyrstu stigin að halda áfram á þeirri góðu braut. Eflum okkar félag enn frekar! 

Trúnaðarmannanámskeiðin fara fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89.

Trúnaðarmannanámskeiðin hjá Félagsmálaskóla alþýðu halda áfram í haust. Trúnaðarmannanámskeið I verður kennt í þremur þrepum. Fyrsta þrepið í september, annað í október og það þriðja í nóvember.

Á námskeiðunum fá þátttakendur fræðslu um hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Þá verður farið í lestur launaseðla og launaútreikninga, samskipti á vinnustað, starf og stöðu trúnaðarmannsins. Einnig verður fræðsla um uppbyggingu og innihald kjarasamninga, réttindi í sjóðum stéttarfélaga og fleira.

Fyrsta þrepið verður kennt dagana 18. til 20. september.

Annað þrepið verður kennt dagana 16. og 17. október.

Þriðja þrepið verður kennt dagana 13. til 15. nóvember.

Kennslan fer fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 og stendur frá klukkan 9:00 til 15:45.

Nánari upplýsingar má fá á vef Félagsmálaskóla alþýðu. Þar er einnig hægt að skrá sig á námskeiðin.

http://www.felagsmalaskoli.is/namskeid/#?id=1111

Upp