Hleð......

Um 85 prósent vilja meira fé til Landspítalans

 

 

Fréttablaðið segir frá því að almennt séu konur hlynntari auknum fjárveitingum til reksturs Landspítalans en karlar. Þannig vilja 64 prósent kvenna verja miklu meira fé til rekstursins samanborið við um 50 prósent karla. Lítill sem enginn munur er á afstöðu fólks eftir búsetu eða menntun. Þegar svörin eru skoðuð eftir launum þeirra sem svara sést að fólk með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun er líklegra til að vilja halda fjárframlögunum óbreyttum en fólk með lægri tekjur.

Meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka vill að meira fé verði varið til reksturs Landspítalans. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokk skera sig þó úr í því að 52 prósent þeirra vilja að fjárframlögin hækki en 42 prósent þeirra vilja að þau verði óbreytt.

Könnunin var gerð dagana 17. til 23. ágúst í könnunarvagni Prósents, svarhlutfall var 52 prósent og 1.251 tók afstöðu til spurningarinnar.

Upp