Hleð......

Umsóknafrestur rennur út 1.ágúst!

Orlof að eigin vali  

Félagsmönnum gefst kostur á að sækja um styrk sem er kallaður „Orlof að eigin vali“.

Sækja þarf um styrkinn inn á bókunarsíðu orlofsvefs undir „STYRKIR“.

Ekki er hægt að sækja um á skrifstofum félaganna.

Í boði eru 120 styrkir hver að upphæð kr. 23.000.

Hver félagsmaður getur fengið styrk annað hvert ár.

Styrkur er greiddur út að dvöl eða ferð lokinni og framvísa þarf löglega númeruðum vsk.-reikningi sem gefinn er út á umsækjanda styrksins.

Orlof að eigin vali gildir fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2019 og sækja þarf um á tímabilinu                        1. apríl og í síðasta lagi fyrir 1. ágúst.

Dæmi um orlofsdvöl að eigin vali geta verið dvöl á hóteli, orlofsferð innanlands eða erlendis (sólarferð eða annað), leiga á ferðavögnum, eða hvað annað sem félagsmaður kýs að gera í sumarfríinu.

Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir þjónustu sem Samflot, eða stéttarfélög innan Samflots, bjóða sínum félagsmönnum. Aldrei er greitt hærra en 50% af útlögðum kostnaði.

Þeir sem fá úthlutað styrk þurfa að skila inn kvittun fyrir útgjöldum og staðfestinguna frá Samfloti á skrifstofu síns aðildarfélags og fá þá styrkinn greidda að uppfylltum áður greindum skilyrðum.

Ekki er hægt að fá úthlutað „orlofi að eigin vali“ og vikudvöl í íbúð eða orlofshúsi á sumar-orlofstíma á sama árinu. 

Upp