Hleð......

Aðalfundur SDS 2019

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn Í veitingarhúsinu Skeri, Ólafsvík

laugardaginn 5.október frá kl.17:00

Rútur fara frá; Búðardal, Stykkishólmi og Grundarfirði.

Nánari tímasetningar og skráning á þátttöku auglýst síðar.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

-Skýrsla orlofsnefndar

-Skýrsla starfsmenntunarsjóðs

-Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs

Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn til tveggja ára.

Samkvæmt 6.grein laga SDS

Stjórn og stjórnarstörf:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum; Formanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnendum 2 varamönnumKosið er til 2ja ára í senn. Við kosningu skal ávallt leitast við að hafa sem jöfnust hlutföll á félagssvæðinu.

Formann skal kjósa sérstaklega á 3ja ára fresti, en meðstjórnendur skulu kosnir þannig að tveir eru kjörnir ár hvert og

varamenn.

Önnur mál.

Skoðunarkönnun félagsmanna SDS og Samflots.

Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um að fara í sameiningarviðræður við Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FOS.Vest.)

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá tveggja rétta veislumáltíð að hætti Skersins og þá mun gleðigjafinn frá Rifi, Dóri Gylfa skemmta okkur, sem kætir og bætir meltinguna.

Rúturnar fara svo heim á leið kl.21:00

Og munið! Félagið er aldrei virkara en meðlimir þess,

Sjáumst! ;-) 

Rútan fer stundvíslega frá hverjum stað!

 

Ágætu SDS- félagar

Hér koma tímasetningarnar fyrir rúturnar vegna aðalfundarins sem haldinn verður í

Skerinu  Ólafsvík, laugardaginn 5.október  kl.17:00.

Einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst; dalaogsnae@gmail.com  og tilgreina nafn og stað.  Viðburðurinn er líka á Facebook, https://www.facebook.com/pg/dalaogsnae/events/?ref=page_internal  og auðvelt að merkja þar við að mæta.

Athugið! Skráningu líkur frá og með þriðjudeginum 1.október! 

Rútan fer frá; 

  • -  Kjörbúðinni Búðardal kl.14:00
  • - Bennsó Stykkishólmi kl.15:30
  • - Kjörbúðinni Grundarfirði kl.16:15

Komutími í Skerið um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

Með von um góða þátttöku!

Stjórn SDS

Þokast hægt áfram í kjaraviðræðum

Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.

Kjaraviðræður BSRB við viðsemjendur hafa haldið áfram undanfarið. Viðræður hafa heldur þokast í rétta átt þó hægt hafi gengið. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.

Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis sérmál. Viðsemjendur eru þrír; ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.


Meira

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

 

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 18. september næst komandi.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. 

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið en leitast er við að bæta við námskeiðum fari skrásetning fram úr áætluðum sætafjölda.

B deild - LsRb - LSK  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30 

Skráning hér

Við bjóðum Sigríði Ingibjörgu velkomna til liðs

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hóf störf í dag sem hagfræðingur BSRB.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hóf störf í dag sem hagfræðingur BSRB.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið ráðin í stöðu hagfræðings BSRB og tók hún til starfa í dag. Sigríður hefur víðtæka þekkingu af málefnum verkalýðshreyfingarinnar og stjórnsýslunnar og mikla reynslu af greiningarvinnu og stefnumótun.

„Það er afar ánægjulegt að bætast í hóp starfsmanna BSRB og vinna að hagsmunum um 22 þúsund félagsmanna bandalagsins,“ segir Sigríður. „Þetta eru spennandi tímar, kjaraviðræður í fullum gangi og mikil vinna fram undan hjá bandalaginu. Ég hlakka til að takast á við verkefnin og kynnast öllu því góða fólki sem starfar hjá aðildarfélögum BSRB.“

Sigríður starfaði áður á hagdeild ASÍ, sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sem sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar og hefur því víðtæka þekkingu og reynslu af greiningarvinnu á sviði kjara-, velferðar-, skatta- og ríkisfjármála.

Þá sat hún á Alþingi í sjö ár og var formaður fjárlaganefndar en lengst af formaður velferðarnefndar þingsins. Sigríður hefur nýlokið meistaranámi í stjórnun og opinberri stefnumótun við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Fyrir var hún með meistaragráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.

„Við erum afar heppin að hafa fengið svo öfluga konu til liðs við okkur. Hennar víðtæka reynsla mun nýtast okkur vel í yfirstandandi kjaraviðræðum og í öðrum stórum verkefnum sem eru fram undan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Upp