Hleð......

Níu verkefni í vinnslu eftir samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðins

Níu verkefni sem rædd hafa verið á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins eru enn í vinnslu en þremur hefur verið lokið. Þetta kemur fram í yfirliti sem forsætisráðuneytið hefur birt.

Stjórnvöld boðuðu aðila vinnumarkaðarins til fyrsta samráðsfundarins í desember 2017, fljótlega eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Alls hafa verið haldnir tíu sambærilegir fundir síðan.

Þau þrjú verkefni sem leitt hafa af samtalinu og telst lokið eru hækkun atvinnuleysistrygginga, hækkun hámarksgreiðslna Ábyrgðarsjóðs launa og niðurlagning kjararáðs.

Þau níu mál sem forsætisráðuneytið telur upp og segir í vinnslu eru eftirfarandi:

 1. Endurskoðun tekjuskattskerfis
 2. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa
 3. Hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald
 4. Úttekt á Fræðslusjóði
 5. Starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga
 6. Upptaka launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd
 7. Skattlagning greiðslna úr sjúkrasjóðum
 8. Yfirlýsing vegna kjarasamninga við BHM
 9. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
Dagskrá og gögn opin öllum

Meira

Skipting ellilífeyrisréttinda

Sjóðfélagi og maki geta gert samkomulag um að skipta ellilífeyrisréttindum. Skiptingin tekur ekki til örorku-, maka- eða barnalífeyris. Skiptingin þarf að vera gagnkvæm og jöfn.

Hægt er að skipta ellilífeyrisréttindum með þrenns konar hætti;

 • Skipta þeim ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.
 • Skipta áunnum ellilífeyrisréttindum, enda sé það gert í síðasta lagi áður en sjóðfélaginn hefur náð 65 ára aldri.
 • Skipta framtíðarréttindum, þ.e. þeim ellilífeyrisréttindum sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

Báðir aðilar þurfa að undirrita samning, leggja þarf fram sambúðar og/eða hjúskaparvottorð sem staðfestir það tímabil sem skipta ber samkvæmt samningi auk þess sem báðir aðilar þurfa að leggja fram læknisvottorð. Læknisvottorðin eru send trúnaðarlækni sjóðsins til yfirferðar.


Meira

Vert að kynna sér!

 

Námsvísirinn er kominn 2018-2019 

Námsvísir Starfsmenntar 2018-2019 er farinn í prentun og verður í kjölfarið sendur í pósti til félagsmanna aðildarfélaga fræðslusetursins og á skrifstofur stéttarfélaga í lok þessarar viku. 

Námsvísirinn er nú þegar aðgengilegur á rafrænu formi á www.smennt.is  og hér; http://online.fliphtml5.com/axzi/vomt/#p=1 

Komin aftur til vinnu

Góðan dag, kæru félagar!

Þá er ég mætt aftur úr góðu sumarfríi og ég hlakka til að sjá og heyra frá ykkur.

Næg vinna framundan og verkefnin misstór sem við leysum úr með góðum vilja og þéttri samheldni, sem áður. 

Sumarleyfislokun skrifstofu SDS 2018  

 Skrifstofan verður lokuð frá 9.júlí - 13.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi.

                                                               Með sólarkveðju, Helga

 

Upp