Hleð......

Eingreiðsla 1.febrúar 2019

Félagar athugið!

1.2        Eingreiðslur á samningstímanum

Í síðasta kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, var samið um sérstaka eingreiðslu, kr. 42.500, sem greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf, sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Á sama hátt var í samningi við Ríkið samið um sérstaka eingreiðslu, 55.000 kr., sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

 

 

Öll helstu áherslumálin í nýrri stefnu BSRB

 
 

Kæru félagar!

Óskum ykkar gleðilegs árs og friðar, um leið og við birtum á okkar samfélagsmiðlum, stefnu heildarsamtaka okkar til næstu þriggja ára, sem samin var á síðasta þingi BSRB í október s.l.  

Staðfesta, -samvinna, -markmið, -hugsjónir og eftirfylgni koma okkur áleiðis til betri kjararéttinda og kjarabóta. Með von um að nýja árið færi okkur enn nær okkar markmiðum sem lesa má hér. Stefnan er okkar leiðarljós til betri samfélags, með okkar áherslum og kröfum sem við munum fylgja eftir.  Það gerum við með okkar þátttöku, virkni og samvinnukrafti sem við tökum með okkur inní nýja árið.

F.h.stjórnar SDS

Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.
Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.

Almannaþjónustan sem félagar aðildarfélaga BSRB sinna gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins, tryggir aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun og öryggi. Fjallað er um áherslur BSRB um almannaþjónustuna og fjölda annarra málaflokka í stefnu bandalagsins sem nú er komin á netið eftir breytingar sem gerðar voru á 45. þingi bandalagsins.

Stefna bandalagsins er mótuð á þingum sem haldin eru þriðja hvert ár og er leiðarvísirinn í starfsemi bandalagsins á milli þinga. Stefnan var endurskoðuð og uppfærð á 45. þingi BSRB dagana 17. til 19. október 2018.


Meira

Frestur umsókna og fylgigagna 2018

 

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2018 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 18. desember nk. 

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk að hámarki  23.000 kr. á ári samkvæmt reikningi frá eftirtöldum aðilum. Líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum eða íþróttafélagi Einnig heilsurækt sem telst sambærileg að dómi sjóðstjórnar. Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á gatakortum.

Sækja um

Mosfell á Spáni

Ágæti félagsmaður

 

Í dag opnum við fyrir leiguna á orlofshúsinu okkar, Mosfelli á Spáni, sem við höfum verið með aðgang að s.l. ár við góðar undirtektir.  

Húsið er á Torrevieja rétt hjá Alicante. Við bjóðum upp á tveggja vikna leigutímabil yfir sumartíma, en utan þeirra er hægt að panta sér eina viku í senn.

Félagmenn eru beðnir að skoða það vel að skiptidagar eru þriðjudagar og á tímabilinu frá 30.  apríl - 21. maí er hægt að panta eina eða tvær viku.


Meira

Desemberuppbót / persónuuppbót 2018

 

Persónuuppbótinmiðastvið 100% starfshlutfall

og greiðst út 1.des. 2018

 

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

Á árinu 2016  Kr. 113.000

 

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

Á árinu 2016 Kr. 89.000

Upp