Hleð......

Málþingið um kulnun og álag

Málþingið um kulnun og álag var gríðarlega vel sótt, hvert sæti skipað og fullt út úr dyrum í salnum…
Málþingið um kulnun og álag var gríðarlega vel sótt, hvert sæti skipað og fullt út úr dyrum í salnum.

Nýjar rannsóknir á bata þeirra sem greinst hafa með kulnun sýna að erfitt getur reynst að ná fullum bata og því gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum áður en í óefni er komið. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Jónsdóttur, forstöðumaður Institute of Stress Medicine í Svíþjóð og prófessor við Gautaborgarháskóla, á málþingi BSRB um kulnun og álag í starfi í morgun.

Málþing BSRB um kulnun og álag í starfi var haldið á Reykjavík Natura hótelinu og var afar vel sótt. Um 250 manns komu á málþingið og fræddust um hvernig hægt sé að bregðast við kulnun og öðrum afleiðingum álags í starfi.

Rannsóknirnar sýna að um þriðjungur þeirra sem kominn var með alvarlega kulnun var enn með einkenni eftir sjö ár og hafði ekki náð að snúa aftur til vinnu. „Þetta segir mér að forvarnir eru eini möguleikinn, það er ekkert annað í boði,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu.

Hún benti á að ýmsar aðferðir sem hafa gefið góðan árangur í því að koma í veg fyrir að fólk finni einkenni kulnunar, til dæmis hugræn atferlismeðferð, hreyfing og ýmislegt fleira, séu ekki nothæf tæki í að takast á við ástand þeirra sem eru lengst leiddir. Þar þurfi að beita öðrum aðferðum, enda geti alvarleg kulnun haft bein áhrif á heilastarfsemi sjúklinga.

Það er því langsamlega hagkvæmast fyrir bæði einstaklingana og samfélagið að vera með öflugar forvarnir frekar en að reyna að takast á við vandann eftir að fólk hefur þróað með sér sjúkdóma vegna kulnunar.


Meira

Drögum úr ójöfnuði

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuð ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið.

Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu

Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana.


Meira

SDS óskar eftir að koma upp netfangalista félagsmanna

Ágæti SDS félagi

Til að við sem störfum í forystu- og við önnur trúnaðarstörf innan félagsins getum gert enn betur, þá er stór þáttur þess, að vinna að því að koma á enn betri tengslum við almenna félagsmanninn innan SDS í netheimum. Það gerum við nú þegar með því að halda uppi heimasíðu  https://sds.is/index.php/en/   og Facebook   https://www.facebook.com/dalaogsnae/  . En til að tryggja að við getum komið til ykkar áríðandi skilaboðum og upplýsingum þá langar okkur að gera átak í netfanga- listanum.

Við erum m.a. að skoða þann möguleika að standa fyrir netkönnun vegna væntanlegra kjarasamningavinnu og um leið viðhorfskönnun félaganna til félagsins. Til að slík könnun geti verið marktæk, þurfum við að ná til meirihluta félagsmanna. Af tæplega 400 félagsmönnum, eru við bara með um 150 netföng sem hafa verið samþykkt af félagsmönnum.  

Ég vil því biðja ykkur sem þetta sjáið að senda á netfangið ; dalaogsnae@gmail.com , með meldingunni, samþykkt netfang. Og vekja athygli annarra félagsmanna á þessari beiðni okkar.

Með von um að þú aðstoðir okkur í þessu átaki, félagi okkar til heilla

Eingreiðsla 1.febrúar 2019

Félagar athugið!

1.2        Eingreiðslur á samningstímanum

Í síðasta kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, var samið um sérstaka eingreiðslu, kr. 42.500, sem greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf, sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Á sama hátt var í samningi við Ríkið samið um sérstaka eingreiðslu, 55.000 kr., sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

 

 

Öll helstu áherslumálin í nýrri stefnu BSRB

 
 

Kæru félagar!

Óskum ykkar gleðilegs árs og friðar, um leið og við birtum á okkar samfélagsmiðlum, stefnu heildarsamtaka okkar til næstu þriggja ára, sem samin var á síðasta þingi BSRB í október s.l.  

Staðfesta, -samvinna, -markmið, -hugsjónir og eftirfylgni koma okkur áleiðis til betri kjararéttinda og kjarabóta. Með von um að nýja árið færi okkur enn nær okkar markmiðum sem lesa má hér. Stefnan er okkar leiðarljós til betri samfélags, með okkar áherslum og kröfum sem við munum fylgja eftir.  Það gerum við með okkar þátttöku, virkni og samvinnukrafti sem við tökum með okkur inní nýja árið.

F.h.stjórnar SDS

Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.
Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.

Almannaþjónustan sem félagar aðildarfélaga BSRB sinna gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins, tryggir aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun og öryggi. Fjallað er um áherslur BSRB um almannaþjónustuna og fjölda annarra málaflokka í stefnu bandalagsins sem nú er komin á netið eftir breytingar sem gerðar voru á 45. þingi bandalagsins.

Stefna bandalagsins er mótuð á þingum sem haldin eru þriðja hvert ár og er leiðarvísirinn í starfsemi bandalagsins á milli þinga. Stefnan var endurskoðuð og uppfærð á 45. þingi BSRB dagana 17. til 19. október 2018.


Meira
Upp