Hleð......

Réttur til símenntunar og starfsþróunar félagsmanna

Félagar athugið! 

Mig langar að benda á þessi ákvæði í okkar kjarasamning frá 2015. Í grein 10.1.  er vissulega um heimild að ræða, en ekki skilyrðislaus réttur, en á samt að virða sem viðurkenndur valkostur sem yfirmönnum ber að vinna eftir og koma þannig til móts við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. 
Æskilegast er að hver stofnun sé með símenntunaráætlun þar sem grunnurinn er lagður að símenntun starfsmanna. Er slíkt símenntunarákvæði  til á þínum vinnustað? Kynnið ykkur málið!


Meira

Ávinningi af framförum verði skipt á réttlátan hátt

 

Formenn bandalaga launafólks á Norðurlöndunum skrifuðu grein um áhrif tækniframfara á vinnumarkaðinn…
Formenn bandalaga launafólks á Norðurlöndunum skrifuðu grein um áhrif tækniframfara á vinnumarkaðinn. 

Skipta verður ávinningi af tækniframförum með réttlátum hætti með jöfnuð að leiðarljósi segja formenn norrænna bandalaga launafólks sem eiga aðild að Norræna verkalýðssambandinu, NFS.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, er ein fimmtán formanna aðildarfélaga NFS sem skrifuðu grein sem birtist í Fréttablaðinu nýverið um áhrif stafrænnar tækni á vinnumarkaðinn og kjör launafólks.

Í greininni er farið yfir fjögur atriði sem skipta munu máli þegar kemur að þeim miklu samfélagsbreytingum sem ný tækni mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Formennirnir nefna aðkomu launafólks að þróuninni, fjárfestingu í menntun og færniþróun, umræðu um fjárfestingar og nauðsynlega áherslu ríkisstjórna á atvinnu fyrir alla og skoðanaskipti við aðila vinnumarkaðarins.

„Samstarf og skoðanaskipti aðila vinnumarkaðarins, samræður og samningar milli stéttarfélaga, atvinnurekanda og stjórnmálanna eru leiðin til að ræða og leita lausna á því hvernig skipta skuli ávinningi af aukinni framleiðni,“ skrifa formennirnir.

Einskismannsland í netheimum

„Þegar atvinnulífið verður fyrir áhrifum og skipulag þess breytist að einhverju leyti af völdum stafrænnar tækni og aukinnar sjálfvirkni, þarf að ræða fyrirbæri eins og verktöku sem ekki er af fúsum og frjálsum vilja, svonefnda falska verktöku. Það er ótækt að starfsfólk í nethagkerfinu starfi í vinnuréttarlegu einskismannslandi. Við þurfum einnig að ræða skattareglur, bæði í löndunum og á alþjóðavettvangi, til að sporna gegn skattaundanskotum. Alþjóðlegum fyrirtækjum ber einnig að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,“ segir jafnframt í greininni.

Lesa má grein formannanna í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Bjarg íbúðafélag opnar fyrir skráningu á biðlista

 

Umsóknir sem berast fyrir lok júlí verða settar í pott og dregið um röð á lista.
Umsóknir sem berast fyrir lok júlí verða settar í pott og dregið um röð á lista.

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða.

Skráningum á biðlista verður almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Skráðu þig á bjargibudafelag.is, þar sem jafnframt má finna nánari upplýsingar um íbúðafélagið og hverjir eiga rétt á úthlutun. Íbúðirnar verða á nokkrum stöðum, þær fyrstu verða tilbúnar í Spönginni og í Úlfarsdal.

BSRB hvetur félagsmenn sem hafa áhuga á að skoða þennan möguleika að nýta sér reiknivél á vef Bjargs og skila inn umsóknum fyrir lok júlí.

1.maí samkomur 2018

1.maí samkomur 2018 á Snæfellsnesinu og í Búðardal

Þrjú stéttarfélög á nesinu, SDS, SFR og Verk.Snæ.  og í Búðardal, SDS, SFR og Stétt.Vest.

sanda saman að fjórum samkomum á eftirtöldum stöðum undir yfirskriftinni;

STERKARI SAMAN

 


Meira

GLEÐILEGT ORLOFSSUMAR

 

 

 

Nú er frágangur vegna sumarumsóknartímabilsins liðinn og í dag, 20. apríl verður opnað fyrir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Það þýðir að félagsmenn geta farið inn á orlofsvefinn og pantað sér hús, íbúð eða kort og hótelmiða og gengið frá pöntun og borgað strax.

Opnað verður fyrir helgarleigu í íbúðum á Reykjavíkursvæðinu en vikuleiga verður áfram í orlofshúsum annars staðar.

Rétt er að benda á að ennþá eru laus tímabil í okkar flotta orlofshúsi á Torrevieja á Spáni og geta félagsmenn pantað beint á netinu í gegnum orlofsvefinn.

Orlofsnefnd Samflots óskar félagsmönnum aðlildafélaga Samflots gleðilegs sumars og vonar að það verði okkur öllum gott og afslappað.

 

f.h. orlofsnefndar  

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Upp