Hleð......

Rútan fer stundvíslega frá hverjum stað!

 

Ágætu SDS- félagar

Hér koma tímasetningarnar fyrir rúturnar vegna aðalfundarins sem haldinn verður í

Skerinu  Ólafsvík, laugardaginn 5.október  kl.17:00.

Einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst; dalaogsnae@gmail.com  og tilgreina nafn og stað.  Viðburðurinn er líka á Facebook, https://www.facebook.com/pg/dalaogsnae/events/?ref=page_internal  og auðvelt að merkja þar við að mæta.

Athugið! Skráningu líkur frá og með þriðjudeginum 1.október! 

Rútan fer frá; 

  • -  Kjörbúðinni Búðardal kl.14:00
  • - Bennsó Stykkishólmi kl.15:30
  • - Kjörbúðinni Grundarfirði kl.16:15

Komutími í Skerið um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

Með von um góða þátttöku!

Stjórn SDS

Aðalfundur SDS 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn Í veitingarhúsinu Skeri, Ólafsvík

laugardaginn 5.október frá kl.17:00

Skráið ykkur í netfang; dalaogsnae@gmail.com 

 

Athugið! Skráningu líkur frá og með þriðjudeginum 1.október!

Rútan fer frá -  

 -  Kjörbúðinni Búðardal kl.14:00

- Bennsó Stykkishólmi kl.15:30

- Kjörbúðinni Grundarfirði kl.16:15

Komutími í Skerið um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

Með von um góða þátttöku!

Stjórn SDS

 

 


Meira

Þokast hægt áfram í kjaraviðræðum

Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.

Kjaraviðræður BSRB við viðsemjendur hafa haldið áfram undanfarið. Viðræður hafa heldur þokast í rétta átt þó hægt hafi gengið. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.

Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis sérmál. Viðsemjendur eru þrír; ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.


Meira

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

 

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 18. september næst komandi.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. 

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið en leitast er við að bæta við námskeiðum fari skrásetning fram úr áætluðum sætafjölda.

B deild - LsRb - LSK  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30 

Skráning hér

Við bjóðum Sigríði Ingibjörgu velkomna til liðs

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hóf störf í dag sem hagfræðingur BSRB.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hóf störf í dag sem hagfræðingur BSRB.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið ráðin í stöðu hagfræðings BSRB og tók hún til starfa í dag. Sigríður hefur víðtæka þekkingu af málefnum verkalýðshreyfingarinnar og stjórnsýslunnar og mikla reynslu af greiningarvinnu og stefnumótun.

„Það er afar ánægjulegt að bætast í hóp starfsmanna BSRB og vinna að hagsmunum um 22 þúsund félagsmanna bandalagsins,“ segir Sigríður. „Þetta eru spennandi tímar, kjaraviðræður í fullum gangi og mikil vinna fram undan hjá bandalaginu. Ég hlakka til að takast á við verkefnin og kynnast öllu því góða fólki sem starfar hjá aðildarfélögum BSRB.“

Sigríður starfaði áður á hagdeild ASÍ, sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sem sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar og hefur því víðtæka þekkingu og reynslu af greiningarvinnu á sviði kjara-, velferðar-, skatta- og ríkisfjármála.

Þá sat hún á Alþingi í sjö ár og var formaður fjárlaganefndar en lengst af formaður velferðarnefndar þingsins. Sigríður hefur nýlokið meistaranámi í stjórnun og opinberri stefnumótun við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Fyrir var hún með meistaragráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.

„Við erum afar heppin að hafa fengið svo öfluga konu til liðs við okkur. Hennar víðtæka reynsla mun nýtast okkur vel í yfirstandandi kjaraviðræðum og í öðrum stórum verkefnum sem eru fram undan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Upp