Hleð......

Fundi frestað!

 
 
Vegna slæms veðursfars og tilmælum nokkurra trúnaðarmanna sem hafa haft samband við mig, hef ég ákveðið að fresta trúnaðarmannafundinum sem átti að vera í dag, þar til í næstu viku og vona það besta.
 
Fundurinn verður, ef veður leyfir,
á miðvikudaginn 29.janúar kl.14:00- 15:30

Miðar áfram en engin niðurstaða um vaktavinnu

 

Stórir hópar innan BSRB, til dæmis sjúkraliðar, vinna á sólahringsvöktum og mikil áhersla hefur veri…
Stórir hópar innan BSRB, til dæmis sjúkraliðar, vinna á sólahringsvöktum og mikil áhersla hefur verið á að stytta vinnuviku þeirra og draga þannig úr álagi.

Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hjá vaktavinnufólki hélt áfram í húsnæði ríkissáttasemjara alla helgina. Verkinu miðaði hraðar áfram en áður en niðurstaða er ekki í sjónmáli.

Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein af stærstu kröfum BSRB í kjarasamningsviðræðunum. Þegar hefur náðst áfangi með samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu en eftir stendur útfærsla hjá vaktavinnufólki. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í byrjun apríl 2019 og mikillar óþreyju farið að gæta hjá forystu og félagsmönnum vegna þess hversu lengi samningar hafa dregist.

Nú munu fulltrúar BSRB og viðsemjendur bandalagsins á fundum helgarinnar hitta sitt bakland og fara yfir stöðuna eftir fundartörnina. Næsta fundarlota um styttingu vinnuvikunnar mun hefjast á fimmtudag og líklegt að unnið verði að útfærslu út næstu helgi.

Samhliða verður unnið að öðrum stórum málum sem enn er ósamið um, svo sem jöfnun launa milli markaða og launaþróunartryggingu. Þá þurfa aðildarfélögin að ræða launahækkanir, en umboðið til að ræða um launaliðinn er hjá hverju félagi fyrir sig, ekki á sameiginlegu borði BSRB.

Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning

Fyrir helgi bárust fréttir af því að Félag íslenskra flugumferðarstjóra, eitt af aðildarfélögum BSRB, hafi undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Samningar félagsins höfðu verið lausir frá því í upphafi árs 2019 og gildir nýr samningur út árið 2020. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og í kjölfarið borinn undir atkvæði félagsmanna.

SDS boðar til trúnaðarmannafundar!

Trúnaðarmannafundur SDS verður 22.janúar kl.14:00 – 15:30

Á skrifstofu félagsins, Borgarbraut 1a Grundarfirði

Fundarefni; Staða kjaraviðræðna.

Umræða um aðgerðir til að þrýsta á viðsemjendur ríkis og bæja.

- leitað eftir samþykkt fundar til að fara í þrýstiaðgerðir

- leitað eftir samþykki fundar til að boða til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir.

 

F.h. stjórnar SDS og átaks- og vinnudeilusjóð.

Helga Hafsteinsdóttir

Formaður SDS

Aðildarfélög ræða aðgerðir vegna kjaraviðræðna

 

Fjallað var um stöðuna í kjaraviðræðunum og mögulegar aðgerðir á fundi samningseininga BSRB í dag.
Fjallað var um stöðuna í kjaraviðræðunum og mögulegar aðgerðir á fundi samningseininga BSRB í dag.

Rætt var um hvort og þá hvenær grípa eigi til aðgerða til að þrýsta á viðsemjendur um gerð kjarasamnings á fundi samningseininga BSRB sem nú er nýlokið. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í apríl 2019 og viðræður gengið afar hægt.

Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðunum í heild sinni, en þar er enn mikið á milli samningsaðila og ekkert sem bendir til þess að samningar muni nást á næstunni.

„Okkur þykir skorta verulega upp á samningsvilja viðsemjenda okkar og ljóst að við þurfum að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Niðurstaða fundarins var að formenn aðildarfélaga munu ræða við sína félagsmenn og koma saman á nýjan leik til að taka ákvörðun um hvort boða eigi aðgerðir, og þá hvernig aðgerðir og hvenær.

„Samstaðan hefur verið besta vopn launafólks í gegnum árin og hefur verið lykillinn að flestum þeim kjarabótum sem opinberir starfsmenn telja sjálfsagðar í dag. Ef við þurfum að grípa til aðgerða enn á ný til að viðsemjendur okkar átti sig á alvörunni á bak við kröfur okkar þá veit ég að okkar fólk mun taka þátt í þeim af heilum hug,“ segir Sonja.

Mörgum málum enn ólokið

Meðal þess sem deilt er um við kjarasamningsborðið er krafa BSRB um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Náðst hafa drög að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki en enn hefur ekki tekist að ná samkomulagi um meiri styttingu hjá vaktavinnufólki. Þá hefur ekki tekist að ná saman um jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og fleiri mál sem BSRB hefur lagt áherslu á í viðræðunum.

Launaliðurinn er ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra aðildarfélaga, og því lítill sem enginn skriður kominn á þær viðræður.

Dánarfregn

Okkar góða samstarfskona til fjölda ára, Guðmunda Wíum er látin eftir stutt veikindi.

Munda var ein af stofnendum SDS og var formaður þess í eitt ár. Kom svo aftur til starfa fyrir félagið, bæði í stjórn og öðrum nefndum á vegum þess sleitulaust s.l. 15 ár. 

Hún var allan tímann trú sínu félagi og veitti okkur hinum mikinn stuðning og innblástur, með sínu innsæi, einurð og gleði.

Munda var okkur ekki síður sönn vinkona og fyrir það erum við þakklát.

Minningin lifir  

F.h.stjórnar SDS

Helga Hafsteinsdóttir

Upp