Hleð......

Almennir félagsfundir haust 2018

Ágætu SDS félagar!

Almennir félagsfundir verða haldnir á

félagssvæði SDS sem hér segir:

 

Búðardalur:   Þriðjudaginn 30.okt. kl.17:15  í Dalakoti

Grundarfjörður: Miðvikudaginn 31.okt. kl.17:15 á skrifstofu SDS

Snæfellsbær:  Þriðjudaginn 6.nóv. kl.17:15 í Átthagastofu

Stykkishólmur: Miðvikudaginn 7.nóv. kl.17:15 á Foss-hóteli 


Meira

Opið fyrir desember á orlofsvef Samflots

ORLOFSPAKKINN

Búið að opna fyrir útleigu í desember og jól og áramót. 

Um jól og áramót eru tvær vikur í boði í íbúðunum í Reykjavík þ.e. frá 20. til 27. des. fyrri vikan og svo frá 27. des. til 3. jan. seinni vikan. Þessar tvær vikur eru á vikuleigu en aðra daga í desember gildir helgarleiga.

Í bústöðunum er helgarleiga í boði allan desembermánuð.

Um næstu mánaðarmót verður svo opnað fyrir janúar til og með mars 2019.

Núna á næstu dögum kemur tölvupóstur til félagsmanna aðildarfélaga að orlofspakka Samflots um húsið okkar á Spáni. Við biðjum félaga að skoða þann póst vel því það er hægt að komast til Alicante á Spáni þar sem húsið er fyrir lítinn pening ef pantað er tímanlega.

Bestu kveðjur

 f.h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður

Baráttudagur kvenna 2018

Ólafsvík

Baráttufundur verður haldinn í Ólafsvík.

Í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október ætlum við að hittast á Skerinu þennan dag klukkan 15:00. Þar getum við keypt okkur kaffi og með því, spjallað saman og hlustað á pistil frá Ester Gunnarsdóttur. Vonandi koma sem flestar.

Til að fá nánari upplýsingar og til að aðstoða við undirbúning, hafið samband við Sóleyju Jónsdóttur, soley(@)gsnb.is

Grundarfjörður

Samstöðufundur í samkomuhúsinu, Grundarfirði 24.október 2018 kl.15:30

Við ætlum að hittast við víkingasvæðið kl.15:15 og ganga fylktu liði í samkomuhúsið þar sem sterkar og dugmiklar konur úr héraði verða með ávörp.

Kvenfélagið Gleymérei verður með vöfflusölu og kaffi í samkomuhúsinu. Látum þetta berast, allar konur og velunnarar

Stykkishólmur

Konur í Stykkishólmi ætla að standa fyrir samstöðufundi í bakaríinu Nesbrauð 24.okt. Kl.15-16:00 Allar konur hvattar til að mæta og sína samhug!

Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!

Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er nýr formaður BSRB, en kjöri til stjórnar bandalagsins er nýlokið á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica.

Tveir voru í framboði og hlaut Sonja 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn Valgarðsson 13,7 prósent. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

„Ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Hér á þingi BSRB höfum við mótað í sameiningu skýra sýn í stefnu og ályktunum sem við munum fylgja kröftuglega eftir,“ sagði Sonja þegar hún ávarpaði þingið eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég er sannfærð um að saman munum við stuðla að breytingum og betra samfélagi fyrir okkar félagsmenn, í vinnu sem einkalífi.“

Þing BSRB kaus einnig tvo varaformenn og sex meðstjórnendur í níu manna stjórn bandalagsins. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var kjörinn 1. varaformaður og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu var kjörin 2. varaformaður. Meðstjórnendur eru þau Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Helga Hafsteinsdóttir, formaður Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu, Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélaga Hafnarfjarðar, Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna og Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands. 

Þá voru kjörnir fjórir varamenn í stjórn BSRB, þau Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins, Rita Arnfjörð, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, og Birna Friðfinnsdóttir, formaður Tollvarðafélags Íslands.

Upp