Hleð......

Metoo umræðan

  Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir nýverið.

Í skýrslu sem unnin hefur verið upp úr ábendingum fundargesta, sem komu úr fjölmörgum #metoo hópum kvenna, kemur fram sú krafa að allir taki þátt í því að laga samfélagið.


Meira

Orlofsblað 2018

Við viljum vekja athygli ykkar á því að orlofsblað Samflots 2018 er komið hérna á síðuna, undir Orlofsmál- Orlofsblað. Það er því orðið tímabært að skoða hvað er í boði og ákveða út frá því hvað skal gera í sumarfríinu sem er hjá okkur flestum handan við hornið. 


Meira

Aðalfundur SDS 2018

Félagar athugið!

Aðalfundur SDS verður haldinn, laugardaginn 14.apríl í Búðardal. 

Rútuferðir verða frá Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Dagskráin verður auglýst síðar. Eftir að dagskrá aðalfundar hefur verið tæmd, verður tveggja rétta kvöldverður borinn fram. Að honum loknum mun Páll Rósinkranz ásamt undirleikara mæta á svæðið og heilla okkur með söng og gleði. 

Takið endilega daginn frá og fjölmennum nú sem fyrr á fundinn, félaginu okkar til framdráttar. 

 


Meira

Samflotvefurinn - Orlof að eigin vali 2018

Kæru félagar!

Nú er búið að opna aftur fyrir möguleikana á að sækja um ,,Orlofi að eigin vali”

Styrkurinn í ár 23.000 kr. Félagsmenn geta sótt um niðurgreiðslu á sínum orlofsútgjöldum, t.d. flugi, gistingu og/eða leigu farartækja, svo eitthvað sé nefnt.


Meira

Velheppnað námskeið fyrir stuðningsfulltrúa SDS

1 af 2

 Starfsmenntunarsjóður SDS stóð fyrir námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa í leik og grunnskólum í síðustu viku. Við fengum með okkur í lið, hana Brynju Mjöll hjá Símenntun Vesturlands og hún fann fyrir okkur þennan líka frábæra leiðbeinanda hana Ástu Björk Björnsdóttur sérkennararáðgjafa með meiru.


Meira
Upp