Hleð......

Komin aftur til vinnu

Góðan dag, kæru félagar!

Þá er ég mætt aftur úr góðu sumarfríi og ég hlakka til að sjá og heyra frá ykkur.

Næg vinna framundan og verkefnin misstór sem við leysum úr með góðum vilja og þéttri samheldni, sem áður. 

Sumarleyfislokun skrifstofu SDS 2018  

 Skrifstofan verður lokuð frá 9.júlí - 13.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi.

                                                               Með sólarkveðju, Helga

 

Fjögur stór sveitarfélög stytta vinnuvikuna

Fjögur af stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík, Akranes, Akureyri og Reykjanesbær, vinna nú að því að stytta vinnuviku starfsmanna, ýmist með tilraunaverkefnum eða með öðrum hætti.

Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg hefur þegar gefið góða raun og munu Akranes, Akureyri og Reykjanesbær fylgja góðu fordæmi höfuðborgarinnar. Sveitarfélögin eru öll í hópi tíu stærstu sveitarfélaga landsins og í þeim býr rúmur helmingur landsmanna.

Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg og ætla framsýnir stjórnendur fleir…
 
Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg og ætla framsýnir stjórnendur fleiri sveitarfélaga að fylgja í kjölfarið.

Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt af stærstu baráttumálum BSRB lengi og því afar ánægjulegt að nú virðist kominn skriður á málið. Auk sveitarfélaganna sem vinna að styttingu vinnuvikunnar er ríkið með tilraunaverkefni í gangi í samvinnu við BSRB sem hefur gefið afar góða raun.


Meira

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

 

Elín Björg Jónsdóttir tók við embætti formanns BSRB á þingi bandalagsins árið 2009.
Elín Björg Jónsdóttir tók við embætti formanns BSRB á þingi bandalagsins árið 2009.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings bandalagsins.

Elín Björg var kjörin formaður á þingi bandalagsins í október 2009 og mun því hafa gegnt embættinu í níu ár þegar hún lætur af störfum á 45. þingi BSRB. Það fer fram dagana 17. til 19. október næstkomandi.

„Verkefnin undanfarin ár hafa verið bæði gefandi og krefjandi og það hefur verið mér mikil ánægja að hafa fengið að sinna þeim fjölbreyttu störfum sem mér hafa verið falin,“ segir Elín Björg.

„Bandalagið hefur á undanförnum árum tekist á við mörg stór og mikilvæg mál og það hefur verið ánægjulegt að sjá þann árangur sem við höfum náð. Það er mín skoðun að það sé hollt fyrir bandalagið að endurnýja forystuna reglulega og í því ljósi tók ég þá ákvörðun að stíga til hliðar á þinginu okkar í haust,“ segir hún.

Réttur til símenntunar og starfsþróunar félagsmanna

Félagar athugið! 

Mig langar að benda á þessi ákvæði í okkar kjarasamning frá 2015. Í grein 10.1.  er vissulega um heimild að ræða, en ekki skilyrðislaus réttur, en á samt að virða sem viðurkenndur valkostur sem yfirmönnum ber að vinna eftir og koma þannig til móts við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. 
Æskilegast er að hver stofnun sé með símenntunaráætlun þar sem grunnurinn er lagður að símenntun starfsmanna. Er slíkt símenntunarákvæði  til á þínum vinnustað? Kynnið ykkur málið!


Meira
Upp