Hleð......

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018. 

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018. 

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB


Meira

Minni vinna allir vinna

Ef við ættum að takast á við það verkefni í dag að ákveða hvernig fyrirkomulag vinnu eigi að vera eftir hálfa öld, árið 2067, er augljóst að hvað sem við ákveðum mun ekki standast tímans tönn. Það er engin leið að sjá fyrir þá þróun sem verður á vinnumarkaði á næstu 50 árum. Það besta sem við gætum gert væri að miða út frá stöðunni í dag og aðlaga okkur að breytingum.

Í því ljósi getum við horft á nærri hálfrar aldar fyrirkomulags 40 stunda vinnuviku. Alveg eins og við í dag eigum engan möguleika á að sjá fyrir stöðuna 2067 gátu þingmenn og aðrir sem rökræddu kosti þess að stytta vinnuvikuna árið 1971 ekki gert sér í hugarlund þær öru tæknibreytingar sem áttu eftir að verða og áhrif þeirra á vinnuumhverfið. Hins vegar á umræðan á þeim tíma og í dag að hluta til það sammerkt að sumir sjá henni allt til foráttu. Þá voru til dæmis ýmsir þeirrar skoðunar að enginn ávinningur væri af því að hætta að vinna á laugardögum. Þær skoðanir hafa ekki elst vel.


Meira

Stuðningsfulltrúar. Takið eftir!

Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa SDS 

Námskeiðslýsing;

Námskeiðið er fyrir stuðningsfulltrúa í leik- og grunnskólum um stuðning við nemendur með einhverfu. Markmið námskeiðsins er að gefa stuðningsaðilum í skólum innsýn í æskileg vinnubrögð til að efla heildstæða nálgun í kennslu nemenda með einhverfu og raskanir

Farið verður yfir helstu einkenni einhverfu og ólíkar hömlur sem nemendur geta búið við vegna hennar. Rætt verður um helstu leiðir sem nýttar eru til stuðnings nemendum í leik og kennslu. Rætt verður um kosti og galla ólíkra kerfa og gefin dæmi um hvernig stuðningsaðilar í skólum geta stutt við þá vinnu sem kennarar leggja upp með.

Áhersla verður lögð á samræður og sameiginlega lausnaleit. 


Meira

STARFSTENGD NÁMSKEIÐ METIN TIL LAUNA

Starfsþróunarnefnd birtir hér reglur um framkvæmd gr. 10.2.1 og bókana um mat á starfstengdu námi með kjarasamningum frá 2015 til 2019 og lista yfir starfstengt nám sem nefndin staðfestir að uppfylli skilyrði um ávinnslu persónuálags skv. fyrrnefndu ákvæði kjarasamninga.

Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum.

Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið  2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest.


Meira

Raunfærnimat styttir leið í lokapróf hjá Keili

Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir ætla að bjóða félagsmönnum aðildarfélaga BSRB upp á raunfærnimat í nokkrum greinum sem kenndar eru í Háskólabrú Keilis í vor. Þeir sem standast raunfærnimatið geta stytt sér leiðina til lokaprófs.

Umsækjendur þurfa að vera 23 ára eða eldri með samtals þriggja ára starfsreynslu. Þá þurfa þeir að hafa lokið að lágmarki 70 einingum í framhaldsskóla.

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar hjá Starfsmennt í Skipholti 50b í Reykjavík. Aðgangur að fundinum er öllum opinn en skrá verður þátttöku fyrirfram. Opnað verður fyrir skráningar á morgun, 1. febrúar, á vef Starfsmenntar


Meira
Upp