Hleð......

Orlofsblað 2018

Við viljum vekja athygli ykkar á því að orlofsblað Samflots 2018 er komið hérna á síðuna, undir Orlofsmál- Orlofsblað. Það er því orðið tímabært að skoða hvað er í boði og ákveða út frá því hvað skal gera í sumarfríinu sem er hjá okkur flestum handan við hornið. 


Meira

Aðalfundur SDS 2018

Félagar athugið!

Aðalfundur SDS verður haldinn, laugardaginn 14.apríl í Búðardal. 

Rútuferðir verða frá Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Dagskráin verður auglýst síðar. Eftir að dagskrá aðalfundar hefur verið tæmd, verður tveggja rétta kvöldverður borinn fram. Að honum loknum mun Páll Rósinkranz ásamt undirleikara mæta á svæðið og heilla okkur með söng og gleði. 

Takið endilega daginn frá og fjölmennum nú sem fyrr á fundinn, félaginu okkar til framdráttar. 

 


Meira

Samflotvefurinn - Orlof að eigin vali 2018

Kæru félagar!

Nú er búið að opna aftur fyrir möguleikana á að sækja um ,,Orlofi að eigin vali”

Styrkurinn í ár 23.000 kr. Félagsmenn geta sótt um niðurgreiðslu á sínum orlofsútgjöldum, t.d. flugi, gistingu og/eða leigu farartækja, svo eitthvað sé nefnt.


Meira

Velheppnað námskeið fyrir stuðningsfulltrúa SDS

1 af 2

 Starfsmenntunarsjóður SDS stóð fyrir námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa í leik og grunnskólum í síðustu viku. Við fengum með okkur í lið, hana Brynju Mjöll hjá Símenntun Vesturlands og hún fann fyrir okkur þennan líka frábæra leiðbeinanda hana Ástu Björk Björnsdóttur sérkennararáðgjafa með meiru.


Meira

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018. 

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018. 

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB


Meira
Upp