Hleð......

Starfsloka námskeið hjá Brú

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar miðvikudaginn 17. janúar næst komandi. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. 

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.


Meira

Ný heimasíða SDS

Við erum búin að opna nýja og snjallvæna heimsíðu!

Það var kominn tími til, segja sumir og svo sannarlega er það rétt.

Nú getur þú farið inná síðuna okkar í hvað nettengdu tæki sem er og fylgst með nýjustu fréttum af félaginu og leitað þér helstu upplýsinga um þín réttindamál. Svo getur þú farið inná orlofsvef Samflots og panta bústað, gistimiða og margt fleira sem í boði er þar. 


Meira

Nám trúnaðarmanna gert hnitmiðaðra

Nám trúnaðarmanna BSRB hefur nú verið stokkað upp.

Nám trúnaðarmanna við Félagsmálaskóla alþýðu hefur verið endurskoðað, námsefnið stokkað upp gert hnitmiðaðra. Námsskrá fyrir vorið hefur nú verið gefin út.

Námskeiðin sem sumir af okkar trúnaðarmönnum gætu kannast við, Trúnaðarmannanámskeið I og Trúnaðarmannanámskeið II, hafa verið sameinuð í eina námskrá, sem kallast einfaldlega Nám trúnaðarmannsins.

Eins og fram kemur á vef Félagsmálaskóla alþýðu er námið í heild sinni 96 kennslustundir og hefur verið stytt umtalsvert því það var áður 142 kennslustundir. Það var gert með því að fara vandlega yfir námsefnið og ábendingar frá trúnaðarmönnum sem setið hafa námskeiðin til að taka út endurtekningar og gera námið allt hnitmiðaðra.


Meira

Innskráning á orlofsvef Samflotsfélaga

Þann 1. janúar 2018 verður breyting á innskráningu á orlofsvef aðildarfélaga Samflots.
Þá þarf að vera með rafræn skilríki, https://www.skilriki.is/, eða ná sér í íslykil.


Meira

Orlofshús Spáni

Í dag 1. des. n.k. opnum við fyrir leiguna á flotta Spánar orlofshúsinu okkar, Mosfelli sem við höfum verið með aðgang að s.l. ár við góðar undirtektir.


Meira
Upp