Hleð......

Fjárhagslegir hvatar tengdir atvinnuleysi ofmetnir

FRÓÐLEIKUR

BSRB hefur kallað eftir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og að þær fylgi launahækkunum kjara…
 
 
BSRB hefur kallað eftir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og að þær fylgi launahækkunum kjarasamninga.

Of mikið hefur verið gert úr því að fólk sem missir vinnuna þurfi fjárhagslega hvata til að snúa aftur á vinnumarkaðinn þegar nýtt starf býðst. Aðrir hvatar spila einnig hlutverk, sem þarf að hafa í huga þegar rætt er um hvort hækka þurfi atvinnuleysisbæturnar.

Atvinnuleysi hefur aukist mikið undanfarið vegna afleiðinga heimsfaraldurs kórónaveiru. Enn er mikil óvissa um framhaldið, en flestir spá því að atvinnuleysi muni aukast eitthvað áfram inn í haustið og veturinn. BSRB hefur kallað eftir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og að þær fylgi launahækkunum kjarasamninga.

Síðustu vikur hefur verið töluverð umræða um fjárhæð bótanna og lengd tímabils tekjutengingar. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á lofti að fólk þurfi fjárhagslega hvata til þess að halda út á vinnumarkaðinn að nýju, og þess vegna megi bætur ekki vera of háar og að ekki eigi að hækka þær núna. Þetta sjónarmið kemur úr klassískum hagfræðikenningum, um að fólk stjórnist nær eingöngu af fjárhagslegum hvötum, við séum öll homo economicus, hinn hagsýni maður.

Eflaust er það rétt upp að einhverju marki, en síðustu ár og áratugi hafa rutt sér til rúms nýjar rannsóknir og kenningar á mannlegu eðli, á mörkum hagfræði og sálfræði, sem benda til þess að veruleikinn sé mun flóknari. Fólk stjórnist ekki bara af fjárhagslegum hvötum heldur af alls kyns innri hvötum, sem jafnvel hafa meiri áhrif en þeir fjárhagslegu. Til dæmis finnst fólki skipta máli að vera samfélaginu og öðru fólki til gagns, að sýna heiðarleika og réttsýni. Þá viljum við flest starfa við hluti sem við höfum áhuga á og veita okkur gleði. Þetta endurspeglast einnig í áhugamálum fólks. Af hverju ætli fólk klífi til dæmis á fjöll eða hlaupi maraþon, eða sinni sjálfboðastarfi? Þar eru engir fjárhagslegir hvatar að verki.


Meira

Þolendur áreitis og ofbeldis leiti sér aðstoðar

Atvinnurekendum ber skylda til að vernda starfsmenn fyrir áreiti.
 
 
Atvinnurekendum ber skylda til að vernda starfsmenn fyrir áreiti.

Allt of algengt er að þolendur kynbundins áreitis og ofbeldi á vinnustað hiki við að leita sér aðstoðar. Því er mikilvægt að bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna á áreitni og ofbeldi og vinna markvisst í því að fyrirbyggja ofbeldið og bregðast rétt við ef tilvik koma upp.

Eitt af þeim grundvallaratriðum sem verða að vera í lagi á vinnustöðum er að starfsfólkið þarf að upplifa öryggi á vinnustaðnum og á viðburðum tengdum vinnunni. Launafólk á skilyrðislausan rétt á því að búa við gagnkvæma virðingu í samskiptum við yfirmenn og samstarfsfólk. Það þýðir að starfsfólk á rétt til að njóta skilyrðislausrar verndar fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Ef brotið er á fólki á það að geta leitað til síns yfirmanns til að fá úrlausn sinna mála. Ef það ber ekki árangur getur starfsfólkið leitað til síns stéttarfélags.


Meira

Samið verði við lögreglumenn án frekari tafa

 

Lögreglumenn hafa nú verið án kjarasamnings í rúmlega 15 mánuði.
 
 
Lögreglumenn hafa nú verið án kjarasamnings í rúmlega 15 mánuði.

Viðræður Landssambands lögreglumanna við samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning hafa enn engan árangur borið og verður næsti samningafundur í kjaradeilunni ekki haldinn fyrr en þann 19. ágúst. BSRB kallar eftir því að gengið verði til kjarasamnings við lögreglumenn án frekari tafa.

Landssambandið er eina aðildarfélag BSRB sem ekki hefur náð samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning, en kjarasamningur landssambandsins rann út í byrjun apríl 2019. Síðasti samningafundurinn í kjaradeilunni fór fram þann 25. júní, en hlé var gert á viðræðunum vegna sumarleyfa hjá Ríkissáttasemjara. Þó var rætt um að boðað yrði til fundar þrátt fyrir sumarleyfi hjá sáttasemjara ef einhverjar hreyfingar yrðu í átt að samkomulagi, en af því varð ekki.

„Við höfum engin viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins að okkar tillögum að lausn deilunnar,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB kallar eftir því að ríkið semji við lögreglumenn án frekari tafa. „Það er fráleit staða að lögreglumenn sitji eftir þegar samið hefur verið við aðra hópa innan BSRB. Lögreglumenn eru framlínustétt og hafa ítrekað þurft að leggja heilsu sína í hættu við sín skyldustörf í heimsfaraldrinum sem nú geisar,“ segir Sonja. „Ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að ganga þegar í stað til kjarasamninga við lögreglumenn og tryggja þeim þar með þær kjarabætur sem aðrir hópar njóta nú þegar.“

Sumarlokun skrifstofu SDS 2020

 

Skrifstofan verður lokuð 

frá og með mánudeginum 6. júlí og  

fram að mánudeginum 10.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi. 

                                                              Kveðja með sól í hjarta, Helga :0) 

                                                      

 

Sjúkrasjóður og forvarnir!

Til að sækja um styrki t.d. vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar- og nudds, tannlækninga, krabbameinsleitar, fæðingarstyrkja, líkamsræktar, gleraugnakaupa,  o.s.fr. getið þið núna farið inná heimasíðu Styrktarsjóðs BSRB og sótt um rafrænt. Þar finnið þið umsóknareyðublaðið og síðan þurfið þið að taka myndir af kvittununum fyrir útgjöldunum og senda sem fylgiskjal.  Þetta er tiltölulega einfalt og aðgengilegt umsóknarferli, það er bara að gefa sér smá tíma til að skrolla sig áfram og allt gengur upp https://styrktarsjodur.bsrb.is/forsida/

Ath. Til að geta sótt um í þessu umhverfi, þá þarf að eiga rafræn skilríki eða íslykil. Þeir sem ekki eiga slík skilríki geta prentað út umsóknareyðublaðið og sent það útfyllt ásamt kvittununum til sjóðsins.

Heimilisfangið er: Styrktarsjóður BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík

Umsóknareyðublaðið í PDF formi.

Upp