Hleð......

Vaktavinnufólk þarf styttri vinnuviku

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
 

Eitt af stóru málunum í þeim kjarasamningsviðræðum sem nú eru í gangi hjá opinberum starfsmönnum er stytting vinnuvikunnar. Eftir tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu sem hafa sýnt fram á ótvíræða kosti bæði fyrir launafólk og atvinnurekendur er ekki eftir neinu að bíða.

Í tilraunaverkefnunum hefur vinnuvikan verið stytt um allt að fimm klukkustundir án þess að laun skerðist. Krafa BSRB er 35 stunda vinnuvika og að vinnuvika vaktavinnufólks sé stytt enn meira.

Á flestum vinnustöðum er hægt að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum með því að skipuleggja vinnutímann betur. Það sýna tilraunaverkefnin okkur svart á hvítu. Það á þó ekki við um vaktavinnustaði þar sem manna þarf störf allan sólarhringinn. 
En málið er ekki svo einfalt. Þurfi að leggja í einhvern kostnað til að manna vaktir eftir styttingu vinnuvikunnar getur hann komið til baka með öðrum hætti. Starfsfólk í vaktavinnu upplifir gjarnan mikið álag í sinni vinnu. Álagið hefur margvísleg áhrif, til dæmis hærri veikindatíðni en hjá dagvinnufólki og fleiri vinnuslys. Þá veldur álagið einnig einkennum kulnunar hjá sífellt stærri hópi. Þess vegna þurfum við að stytta vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku annarra.

Það tapa allir á auknum veikindum og kulnun. Starfsfólkið tapar heilsunni, atvinnurekendur tapa peningum og samfélagið allt verður fyrir miklum kostnaði. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks getur dregið úr álaginu og minnkað veikindin og einkenni kulnunar. Því ættu atvinnurekendur að líta á hana sem fjárfestingu í sínu góða starfsfólki og leið til að efla vinnustaðinn, ekki hreinan kostnað sem engu skilar.

Stjórnvöld verða að taka skrefið

Álag í starfi og einkenni kulnunar eru alvarlegt vandamál í almannaþjónustunni. Þeir sem sinna almannaþjónustu eru í mörgum tilvikum í miklum samskiptum við fólk. Þar má nefna heilbrigðisstéttir starfsfólk í skólum, í löggæslu og fleiri. Rannsóknir sýna að hættan á veikindum og kulnun er mun meiri meðal fólks í þjónustustörfum vegna þess álags sem fylgir því að vera í nánum samskiptum við fólk alla daga og oft í krefjandi aðstæðum.

Í ljósi þessa starfsumhverfis þurfa opinberir atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög, að ganga fram með góðu fordæmi. Þau þurfa að spyrna niður fæti og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr álagi og kulnun. Þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi munu skera úr um hvort stjórnvöld eru tilbúin til að taka skrefið. Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi með því að stytta vinnuvikuna og auka þar með lífsgæði og bæta heilsu launafólks.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Greinin birtist fyrst í Mannlífi.

Aukin lífsgæði og betri líðan með styttri vinnuviku

Þátttakendur í tilraunaverkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar gátu eytt meiri tíma með fjölsky…
Þátttakendur í tilraunaverkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar gátu eytt meiri tíma með fjölskyldu og vinum.
 

Þátttakendur í tilraunaverkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar upplifðu aukin lífsgæði og leið betur bæði í vinnunni og heima fyrir eftir tólf mánuði af styttingu vinnuvikunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem unnin var í tengslum við tilraunaverkefnið.

Niðurstöðurnar passa vel við aðrar niðurstöður úr þessu og öðrum tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar. Þær byggja á eigindlegri rannsókn þar sem gögnum var safnað með rýnihópum og viðtölum á vinnustöðum sem tóku þátt í tilraunaverkefninu.

Í skýrslu þar sem niðurstöðurnar eru teknar saman er einnig vitnað í stjórnendur á þeim vinnustöðum sem tóku þátt í tilraunaverkefninu. Að þeirra mati vann starfsfólkið hraðar, lagði meira af mörkum og tók styttri pásur eftir að vinnuvikan var stytt. Þá var það upplifun stjórnenda að meira væri um samstarf og samhjálp á vinnustöðunum.

Tíminn eftir vinnu nýttist starfsfólkinu betur til að sinna fjölskyldum, vinum og tómstundum. Sérstaklega var mikil ánægja með tilraunaverkefnið hjá þeim sem hættu snemma á föstudögum og fannst þeim muna mikið um að lengja helgarfríið á þennan hátt.

Þegar makar starfsmannanna voru spurðir um áhrifin sögðu þeir að styttingin hafi létt álagi af fjölskyldum þeirra, sér í lagi þar sem ung börn voru á heimilinu. Upplifun makanna var almennt sú að dregið hafi úr streitu á morgnana og seinnipartinn og makinn væri ekki eins þreyttur eftir vinnudaginn.


Meira

Umsóknafrestur rennur út 1.ágúst!

Orlof að eigin vali  

Félagsmönnum gefst kostur á að sækja um styrk sem er kallaður „Orlof að eigin vali“.

Sækja þarf um styrkinn inn á bókunarsíðu orlofsvefs undir „STYRKIR“.

Ekki er hægt að sækja um á skrifstofum félaganna.

Í boði eru 120 styrkir hver að upphæð kr. 23.000.

Hver félagsmaður getur fengið styrk annað hvert ár.

Styrkur er greiddur út að dvöl eða ferð lokinni og framvísa þarf löglega númeruðum vsk.-reikningi sem gefinn er út á umsækjanda styrksins.

Orlof að eigin vali gildir fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2019 og sækja þarf um á tímabilinu                        1. apríl og í síðasta lagi fyrir 1. ágúst.

Dæmi um orlofsdvöl að eigin vali geta verið dvöl á hóteli, orlofsferð innanlands eða erlendis (sólarferð eða annað), leiga á ferðavögnum, eða hvað annað sem félagsmaður kýs að gera í sumarfríinu.

Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir þjónustu sem Samflot, eða stéttarfélög innan Samflots, bjóða sínum félagsmönnum. Aldrei er greitt hærra en 50% af útlögðum kostnaði.

Þeir sem fá úthlutað styrk þurfa að skila inn kvittun fyrir útgjöldum og staðfestinguna frá Samfloti á skrifstofu síns aðildarfélags og fá þá styrkinn greidda að uppfylltum áður greindum skilyrðum.

Ekki er hægt að fá úthlutað „orlofi að eigin vali“ og vikudvöl í íbúð eða orlofshúsi á sumar-orlofstíma á sama árinu. 

Sumarlokun skrifstofu SDS 

 

Skrifstofan verður lokuð frá 29. júlí - 26.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í sumarleyfinu. 

                                                              Með sólarkveðju, Helga

Starfsmenn í hlutastörfum eiga rétt á kaffitímum

Réttur til að taka kaffihlé á vinnutíma er til staðar í réttu hlutfalli við starfshlutfall fólks í h…
Réttur til að taka kaffihlé á vinnutíma er til staðar í réttu hlutfalli við starfshlutfall fólks í hlutastörfum.
 

Starfsmenn í hlutastörfum eiga sama rétt og aðrir starfsmenn til að taka kaffihlé á vinnutíma. Réttindin haldast þó í hendur við starfshlutfall þannig að kaffitímarnir verða styttri hjá þeim sem eru í litlu starfshlutfalli.

Almennt er ákvæði í kjarasamningi opinberra starfsmanna þess efnis að á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og skuli þeir teljast til vinnutíma. Þannig eru kaffitímar daglega 35 mínútur fyrir fullt starf í dagvinnu. Matartími getur verið 30 til 60 mínútur en almennt telst sá tími ekki til vinnutíma.

Þegar starfsmaður vinnur í hlutastarfi getur verið ágreiningsmál milli hans og vinnuveitanda hvernig skuli fara með kaffitíma. Til eru dæmi þess að starfsmaður í 50 prósent starfi sem þó vinnur heila vinnudaga hafi einungis fengið 17,5 mínútur í kaffihlé hvern vinnudag, en ekki 35 mínútur samkvæmt kjarasamningi. Í þessu sambandi skal hafa í huga að orðalag ákvæðisins í kjarasamningi gerir ráð fyrir því að réttur til 35 mínútna kaffitíma miðast við hvern vinnudag fyrir sig.


Meira
Upp