Hleð......

Af aðalfundi okkar!

Sem haldinn var s.l. laugardag í glæsilega veitingarhúsinu Skeri, Ólafsvík.

Fundargestir komu af öllu félagssvæðinu og voru um 60 manns og eins og áður voru sætaferðir frá öðrum þéttbýlisstöðunum. Samhugur og gleði endurspeglar alltaf andrúmsloftið þegar að SDS félagar eru saman komnir. 

Auk venjubundinna dagskráliða aðalfundar kynntum við skoðanakönnun sem við stóðum að ásamt okkar Samflotfélögum s.l. vetur. Í henni kom skýr vilji félagsmanna fram á helstu kröfum og -öðrum áhersluatriðum  sem spurt var eftir er varðar félagsstarfið utan sem innan þess. Almenn ánægja kom m.a. fram hvað varðar okkar innra félagsstarf og þjónustu. 

Kröfugerð okkar inní viðræður á endurnýjun kjarasamninga var unnin samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Helstu þrjú atriðin voru í fyrsta lagi hækkun launa, í öðru lagi hækkun lægstu launa og í þriðja lagi stytting vinnuvikunnar.  Áhersluatriðin voru samskonar innan Samflots og á BSRB vísu. Samninganefndirnar við ríki og bæ, fylgja kröfum okkar eftir inná samningaborðin.

Í skoðanakönnuninni var líka spurt um viðhorf félagsmanna á sameiningu við önnur félög. Skilaboðin voru líka mjög afgerandi þar, 43 % svarenda voru hlynntir, 46% hvorki né og einungis 11 % andvígir. Á þessu má draga þá ályktun að 89% félagsmanna eru tilbúnir að skoða þann möguleika.

Út frá því leituðum við til okkar nær félags sem er Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FOS.Vest.) til að kanna áhuga þeirra á sameiningarviðræðum félaganna. Þau tóku því vel og á þeirra aðalfundi í vor var tillagan samþykkt og núna á okkar aðalfundi með einróma samþykkt. Stjórnir félagana eru því komin með umboð til að fara í þessar viðræður með þeim formerkjum að við færum í  faglega úttekt félagana og í góðri samvinnu við félagsmenn. Kostir og gallar vegnir og metnir og þeirri vinnu fylgt eftir í  kynningum út í félögunum sem munu svo greiða atkvæði með eða á móti sameiningu á aðalfundum félagana í vor. Verkefnið er stórt og vandasamt, en jafnframt spennandi.

         F.h. stjórnar SDS vil ég færa öllum sem komu að aðalfundinum á einn eða annan hátt, okkar bestu þakkir og vil ég þar nefna sérstaklega starfsmenn Skersins sem tóku vel á móti okkur með þvílíkri gestrisni og fyrsta flokks veitingum.

                                                                                                              Helga Hafsteinsdóttir

formaður SDS

Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara

 

Ákveðið var á fundi samningseininga BSRB að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.
Ákveðið var á fundi samningseininga BSRB að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Samningseiningar BSRB funduðu í dag í kjölfar þess að það slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. „Fulltrúar aðildarfélaga BSRB eru einhuga um að næsta skref er að vísa deilunni gagnvart ríkinu til ríkissáttasemjara,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Fundurinn í dag var gagnlegur og mikil samstaða ríkti þar. „Viðræðurnar við ríkið hafa ekkert þokast undanfarið og því lítið eftir að gera en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Á fundinum kom skýrt fram að fyrirliggjandi tilboð ríkisins er með öllu óásættanlegt. Það er ekki neinn að fara að ganga að þessu tilboði,“ segir Sonja.

Helst er deilt um kröfu BSRB um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar, með meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Í tilboði ríkisins var miðað áfram við 40 stunda vinnuviku en opnað á möguleika á að samið yrði um að stytta vinnuvikuna á einstökum vinnustöðum með því að sleppa kaffitímum og gefa eftir fleiri kjarasamningsbundin réttindi. Þá á enn eftir að taka til umræðu jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn.

„Tilboð ríkisins felur í raun í sér að opinberir starfsmenn eiga að borga fyrir styttinguna og gott betur. Ætlunin er að taka meira af kjarasamningsbundnum réttindum en okkar félagsmenn myndu fá í staðinn og það sjá allir að það gengur einfaldlega ekki upp,“ segir

Slitnaði uppúr kjaraviðræðum

„Þetta er algjörlega óásættanlegt tilboð,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
„Þetta er algjörlega óásættanlegt tilboð,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Upp úr slitnaði í kjaraviðræðum BSRB við ríkið á fundi í dag og hefur formaður BSRB boðað samningseiningar bandalagsins til fundar á morgun. Á fundinum verður lögð fram tillaga um að kjaradeilunni verði vísað til ríkissáttasemjara.

„Viðræður okkar við ríkið hafa ekkert þokast undanfarið og við munum gera því þá tillögu á fundi samningseininga BSRB á morgun að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Á fundi samninganefndar BSRB með samninganefnd ríkisins í dag lögðu fulltrúar ríkisins fram tillögu að lausn deilunnar sem bandalagið telur algjörlega óaðgengilega.

„Tilboð ríkisins var í raun það sama og samninganefndin lagði upp með við upphaf kjaraviðræðna í vor. Formaður samninganefndarinnar gerði okkur endanlega ljóst á fundinum að nefndin hefði ekki umboð til að ganga lengra,“ segir Sonja.


Meira

Rútan fer stundvíslega frá hverjum stað!

 

Ágætu SDS- félagar

Hér koma tímasetningarnar fyrir rúturnar vegna aðalfundarins sem haldinn verður í

Skerinu  Ólafsvík, laugardaginn 5.október  kl.17:00.

Einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst; dalaogsnae@gmail.com  og tilgreina nafn og stað.  Viðburðurinn er líka á Facebook, https://www.facebook.com/pg/dalaogsnae/events/?ref=page_internal  og auðvelt að merkja þar við að mæta.

Athugið! Skráningu líkur frá og með þriðjudeginum 1.október! 

Rútan fer frá; 

  • -  Kjörbúðinni Búðardal kl.14:00
  • - Bennsó Stykkishólmi kl.15:30
  • - Kjörbúðinni Grundarfirði kl.16:15

Komutími í Skerið um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

Með von um góða þátttöku!

Stjórn SDS

Aðalfundur SDS 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn Í veitingarhúsinu Skeri, Ólafsvík

laugardaginn 5.október frá kl.17:00

Skráið ykkur í netfang; dalaogsnae@gmail.com 

 

Athugið! Skráningu líkur frá og með þriðjudeginum 1.október!

Rútan fer frá -  

 -  Kjörbúðinni Búðardal kl.14:00

- Bennsó Stykkishólmi kl.15:30

- Kjörbúðinni Grundarfirði kl.16:15

Komutími í Skerið um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

Með von um góða þátttöku!

Stjórn SDS

 

 


Meira
Upp