Hleð......

Sjúkrasjóður og forvarnir!

Til að sækja um styrki t.d. vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar- og nudds, tannlækninga, krabbameinsleitar, fæðingarstyrkja, líkamsræktar, gleraugnakaupa,  o.s.fr. getið þið núna farið inná heimasíðu Styrktarsjóðs BSRB og sótt um rafrænt. Þar finnið þið umsóknareyðublaðið og síðan þurfið þið að taka myndir af kvittununum fyrir útgjöldunum og senda sem fylgiskjal.  Þetta er tiltölulega einfalt og aðgengilegt umsóknarferli, það er bara að gefa sér smá tíma til að skrolla sig áfram og allt gengur upp https://styrktarsjodur.bsrb.is/forsida/

Ath. Til að geta sótt um í þessu umhverfi, þá þarf að eiga rafræn skilríki eða íslykil. Þeir sem ekki eiga slík skilríki geta prentað út umsóknareyðublaðið og sent það útfyllt ásamt kvittununum til sjóðsins.

Heimilisfangið er: Styrktarsjóður BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík

Umsóknareyðublaðið í PDF formi.

Helmingur launafólks gat unnið í fjarvinnu

Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.
 
 
Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.

Rúmlega helmingur launafólks, um 52 prósent, áttu þess kost að vinna fjarvinnu vegna COVID-19 faraldursins samkvæmt könnun rannsóknarfyrirtækisins Maskínu fyrir BSRB.

Mikill munur var á svörum fólks eftir búsetu. Þannig sögðust 61 til 63 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins hafa átt þess kost að vinna fjarvinnu en tæplega 35 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins.

Munurinn er mikill þegar svör þátttakenda eru skoðuð eftir menntun. Rúmlega 22 prósent fólks með grunnskólapróf gat unnið fjarvinnu og 32 prósent fólks með framhaldsskólapróf. Til samanburðar gátu tæplega 66 prósent þeirra sem lokið höfðu grunnnámi í háskóla unnið fjarvinnu og 81 prósent þeirra sem lokið höfðu framhaldsnámi við háskóla.

Þá var verulegur munur á því eftir tekjum hvort fólk gat unnið fjarvinnu og áttu tekjulágir þess síður kost að vinna fjarvinnu en tekjuhærri. Þannig sögðust tæp 20 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur undir 400 þúsundum hafa getað unnið fjarvinnu og 32 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 400 til 549 þúsund krónur. Til samanburðar gátu 69 prósent þeirra sem voru með eina milljón eða meira í heimilistekjur unnið fjarvinnu.


Meira

Konur frekar heima þegar skólar skertu þjónustu

Niðurstöður könnunarinnar sýna mikilvægi þess að auka sveigjanleika hjá framlínufólki.
 
 
Niðurstöður könnunarinnar sýna mikilvægi þess að auka sveigjanleika hjá framlínufólki.

Mun fleiri konur en karlar þurftu að vera heima hjá börnum þegar grunnskólar og leikskólar skertu þjónustu í COVID-19 faraldrinum samkvæmt könnun sem unnin var fyrir BSRB.

Rúmur þriðjungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni, um 36 prósent, þurftu að vera heima með barn eða börn vegna skertrar þjónustu grunn- eða leikskóla vegna COVID-19 faraldursins. Konur virðast frekar hafa sinnt þessu hlutverki en karlar, en 42 prósent kvenna svöruðu spurningunni játandi en um 30 prósent karla.

Um 54 prósent þeirra sem þurftu að vera heima vegna skertrar þjónustu skóla gátu unnið heima í samráði við yfirmann. Um 10 prósent hafa nýttu orlofsdaga og tæp 9 prósent tóku launalaust leyfi.

Áberandi munur er á því hvort fólk gat unnið heima eftir bæði tekjum og menntun. Þannig gátu um 18 prósent þeirra sem eru með grunnskólapróf unnið heima en 28 prósent þeirra sem eru með framhaldsskólapróf. Til samanburðar gátu tæplega 72 prósent þeirra sem eru með háskólapróf og framhaldsmenntun unnið heima í þessum aðstæðum.


Meira

Könnun sýnir aukið álag í heimsfaraldrinum

Stór hluti launafólks upplifði aukið álag í starfi á tímum COVID-19 heimsfaraldursins.
 
 
Stór hluti launafólks upplifði aukið álag í starfi á tímum COVID-19 heimsfaraldursins.

Rúmlega helmingur opinberra starfsmanna upplifði aukið álag í starfi í vegna COVID-19 faraldursins samkvæmt könnun sem unnin var af rannsóknarfyrirtækinu Maskínu fyrir BSRB. Álagið jókst einnig á almenna markaðinum þar sem rúmur þriðjungur upplifði aukið álag.

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort álag í starfi hafi aukist, minnkað eða staðið í stað. Þegar heildin er skoðuð sögðust um fjórir af hverjum tíu, um 41 prósent, að álagið hafi aukist vegna faraldursins. Hjá um þriðjungi hafði álagið staðið í stað en hjá um 26 prósentum hafði álagið minnkað.

Áberandi munur var á svörum þeirra sem starfa hjá hinu opinbera og þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði. Mikið álag var á almannaþjónustuna í faraldrinum sem tölurnar sýna vel. Þannig sögðust sagðist rúmlega helmingur, eða 53 prósent þeirra sem starfa á hjá ríki og sveitarfélögum að álag í starfi hafi aukist vegna faraldursins. Hjá um 26 prósentum opinberra starfsmanna hafði álagið staðið í stað en 21 prósent upplifðu minna álag í starfi.


Meira

Útborgun launa!

Grein 1.1. Föstu mánðarlaun

Gr.1.1.1.1 breytist svona;

1.1.1.1 Föst laun skulu greidd eftir á, eigi síðar en fyrsta dag hvers mánaðar. Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídegi skal útborgun launa fara fram síðasta virka dag þar á undan.

Þeir starfsmenn sem við undirritun þessa samnings eru á fyrirfram greiddum launum eiga rétt á að halda því fyrirkomulagi. 

Upp