Hleð......

Til móts við ný tækifæri á menntadegi BSRB

Til móts við ný tækifæri á menntadegi BSRB
 
 

Fjórða iðnbyltingin, nýjar áherslur og áskoranir í menntamálum og innra starf í breyttum heimi eru meðal umfjöllunarefna á Menntadegi BSRB sem fer fram miðvikudaginn 24. mars milli klukkan 10 og 14 undir yfirskriftinni „Til móts við ný tækifæri“.

Fundurinn verður rafrænn og geta þeir sem áhuga hafa fylgst með með því að smella hér.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:


Meira

Orlofsblaðið 2021

Ágætu félagsmenn

Nú er orlofsblaðið að berast félagsmönnum. Blaðið er sent rafrænt í ár til félagsmanna og biðjum við þá sem ekki fá blaðið að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags og gefa upp netfang svo hægt verði að senda á blaðið til þeirra. Á skrifstofunum er líka hægt að fá blaðið útprentað fyrir þá sem það vilja.

Umsóknartímafrestur fyrir sumarorlofið hefst 19. mars og stendur til 26. mars og þann 27. mars verður úthlutað úr umsóknum.

9. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 29. maí til 3. september.

Orlofsblaðið 2021; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/61/ 

Vonandi njótum við öll sumarsins.

f.h. orlofsnefndar

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213

Réttlát umskipti í umhverfismálum – Kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Áherslur verkalýðshreyfingarinnar í umhverfismálum verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars.

Áherslur verkalýðshreyfingarinnar í umhverfismálum verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars.

Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutlausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags og efnahagsmál samtímans. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.

Miklar kerfisbreytingar eru óumflýjanlegar ætli Ísland og önnur ríki heims að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Bandalögin þrjú kalla eftir því að þær breytingar fari fram á forsendum réttlátra umskipta og að bæði kostnaði og ábata við þær verði deilt með sanngjörnum hætti.

Niðurstöður skýrsluhöfunda verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 11 og áætlað er að hann muni standa í um 45 mínútur.

Dagskrá fundarins:

  1. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og einn skýrsluhöfunda, fer yfir efni skýrslunnar
  2. Drífa Snædal forseti ASÍ
  3. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
  4. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM
  5. Spurningar og umræður

Við bendum á Facebook-viðburð sem settur hefur verið upp fyrir fundinn og hvetjum alla til að skrá sig til leiks þar og taka svo þátt í fundinum.

Styrkur til fræðslu trúnaðarmanna um heimilisofbeldi og mansal

 

Styrkirnir voru veittir við formlega athöfn í gær.
 
 
Styrkirnir voru veittir við formlega athöfn í gær.

Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins og Félagsmálaskóli alþýðu hafa hlotið fjögurra milljóna króna styrk frá félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra til að vinna fræðslumyndbönd sem verða liður í baráttunni gegn heimilisofbeldi, mansali og áreitni. Styrkveitingin var formlega afgreidd á fundi með ráðherrum og fulltrúum þeirra samtaka og stofnana sem koma að verkefninu.

„Í gengum Félagsmálaskóla Alþýðu stendur verkalýðshreyfingin að fræðslu fyrir trúnaðarmenn sem starfa inni á vinnustöðum um allt land. Þetta net getur reynst mikilvægur hlekkur í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Í tilfelli heimilisofbeldis getur til að mynda verið sérstaklega mikilvægt að samstarfsfólk geti greint merki um ofbeldi og kunni að bregðast rétt við,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Varða er rannsóknarstofnun sem ASÍ og BSRB stofnuðu sameiginlega til að vinna að vinnumarkaðsrannsóknum til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Myndböndin verða nýtt í fræðslu Félagsmálaskólans til trúnaðarmanna. Annars vegar verður unnið myndband um eðli og afleiðingar heimilisofbeldis og þá með áherslu á hlutverk vinnustaða og samstarfsfólks í að skilja og geta brugðist við merkjum um heimilisofbeldi. Hins vegar verður unnið myndband um mansal og verður það nýtt jöfnum höndum í trúnaðarmannafræðslu og til að efla þekkingu vinnustaðaeftirlitsfulltrúa í að greina mögulegt mansal og aðra misnotkun.

Varða mun leiða vinnuna við efnistök myndbandanna í nánu samráði við Félagsmálaskólann, Jafnréttisstofu, Kvennaathvarfið, Vinnueftirlitið og 112.

Fræðsla gerir trúnaðarmenn hæfari

„Til að ná árangri í baráttunni gegn ofbeldi þurfum við öll að taka höndum saman, hafa augun opin og leita aðstoðar. Sú fræðsla fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum sem Félagsmálaskóli Alþýðu stendur fyrir um allt land mun gera þá hæfari til að sjá merki um ofbeldi og mansal og auðvelda þeim að bregðast við slíkum aðstæðum,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.


Meira

Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Drífa Snædal forseti ASÍ og Þórunn Sveinbjarnardóttir formaðu…
 
 
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Drífa Snædal forseti ASÍ og Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er runninn upp en í rúma öld hefur 8. mars verið táknrænn fyrir baráttu kvenna fyrir bættum kjörum og lífsaðstæðum, og í seinni tíð fyrir baráttuna gegn ofbeldi og áreitni.

Baráttukonur fyrri tíma veltu steininum af stað og fóru fram á að vinnuframlag kvenna væri metið að verðleikum. Það er sorglegt til þess að hugsa að kröfur kvenna um allan heim í dag séu í grófum dráttum þær sömu og þær voru fyrir meira en öld síðan, það er að störf þeirra séu metin að verðleikum og að vinnuaðstæður séu mannsæmandi. Það er enn merkilegra þegar því er haldið fram að jafnrétti muni einhvern vegin koma af sjálfu sér með tíð og tíma, enda sýnir sagan okkur að það er rangt.

Lykilfólkið í faraldrinum

Á hátíðarstundum er stundum talað um mikilvægi starfsstétta þar sem konur eru í meirihluta, gjarnan nefndar kvennastéttir. Nú hefur kórónaveirufaraldurinn dregið fram í sviðsljósið hvaða fólk er sannkallað lykilstarfsfólk samfélagsins. Það kom kannski sumum á óvart en ómissandi starfsfólkið í okkar samfélagi er fólkið sem starfar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, löggæslu, skólum, við ræstingar, í almenningssamgöngum, matvöruverslunum og heimsendingum.

Flest þessara starfa eiga tvennt sameiginlegt. Meirihluti þeirra sem sinnir þeim er konur og þetta eru almennt láglaunastörf. Heildarlaun þeirra eru lægri en laun sambærilegra stétta þar sem karlar eru í meirihluta. Það að þessir hópar séu á lægri launum en sambærilegir karlahópar er ákvörðun. Það er ekki eitthvað sem gerist af sjálfu sér. Þetta er ákvörðun stjórnvalda, ákvörðun atvinnurekenda og ákvörðun samfélags í heild sinni. Kannski sprettur þessi ákvörðun af aðgerðaleysi eða skökku verðmætamati samfélagsins, en hún er engu að síður ákvörðun. Þetta óréttlæti veldur því að stór hluti kvenna á vinnumarkaði nýtur ekki launa í samræmi við framlag.


Meira
Upp