Hleð......

Bjarg íbúðafélag opnar fyrir skráningu á biðlista

 

Umsóknir sem berast fyrir lok júlí verða settar í pott og dregið um röð á lista.
Umsóknir sem berast fyrir lok júlí verða settar í pott og dregið um röð á lista.

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða.

Skráningum á biðlista verður almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Skráðu þig á bjargibudafelag.is, þar sem jafnframt má finna nánari upplýsingar um íbúðafélagið og hverjir eiga rétt á úthlutun. Íbúðirnar verða á nokkrum stöðum, þær fyrstu verða tilbúnar í Spönginni og í Úlfarsdal.

BSRB hvetur félagsmenn sem hafa áhuga á að skoða þennan möguleika að nýta sér reiknivél á vef Bjargs og skila inn umsóknum fyrir lok júlí.

1.maí samkomur 2018

1.maí samkomur 2018 á Snæfellsnesinu og í Búðardal

Þrjú stéttarfélög á nesinu, SDS, SFR og Verk.Snæ.  og í Búðardal, SDS, SFR og Stétt.Vest.

sanda saman að fjórum samkomum á eftirtöldum stöðum undir yfirskriftinni;

STERKARI SAMAN

 


Meira

GLEÐILEGT ORLOFSSUMAR

 

 

 

Nú er frágangur vegna sumarumsóknartímabilsins liðinn og í dag, 20. apríl verður opnað fyrir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Það þýðir að félagsmenn geta farið inn á orlofsvefinn og pantað sér hús, íbúð eða kort og hótelmiða og gengið frá pöntun og borgað strax.

Opnað verður fyrir helgarleigu í íbúðum á Reykjavíkursvæðinu en vikuleiga verður áfram í orlofshúsum annars staðar.

Rétt er að benda á að ennþá eru laus tímabil í okkar flotta orlofshúsi á Torrevieja á Spáni og geta félagsmenn pantað beint á netinu í gegnum orlofsvefinn.

Orlofsnefnd Samflots óskar félagsmönnum aðlildafélaga Samflots gleðilegs sumars og vonar að það verði okkur öllum gott og afslappað.

 

f.h. orlofsnefndar  

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Metoo umræðan

  Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir nýverið.

Í skýrslu sem unnin hefur verið upp úr ábendingum fundargesta, sem komu úr fjölmörgum #metoo hópum kvenna, kemur fram sú krafa að allir taki þátt í því að laga samfélagið.


Meira

Orlofsblað 2018

Við viljum vekja athygli ykkar á því að orlofsblað Samflots 2018 er komið hérna á síðuna, undir Orlofsmál- Orlofsblað. Það er því orðið tímabært að skoða hvað er í boði og ákveða út frá því hvað skal gera í sumarfríinu sem er hjá okkur flestum handan við hornið. 


Meira
Upp