Hleð......

Aðalfundur SDS 2018

Félagar athugið!

Aðalfundur SDS verður haldinn, laugardaginn 14.apríl í Búðardal. 

Rútuferðir verða frá Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Dagskráin verður auglýst síðar. Eftir að dagskrá aðalfundar hefur verið tæmd, verður tveggja rétta kvöldverður borinn fram. Að honum loknum mun Páll Rósinkranz ásamt undirleikara mæta á svæðið og heilla okkur með söng og gleði. 

Takið endilega daginn frá og fjölmennum nú sem fyrr á fundinn, félaginu okkar til framdráttar. 

 


Meira

Samflotvefurinn - Orlof að eigin vali 2018

Kæru félagar!

Nú er búið að opna aftur fyrir möguleikana á að sækja um ,,Orlofi að eigin vali”

Styrkurinn í ár 23.000 kr. Félagsmenn geta sótt um niðurgreiðslu á sínum orlofsútgjöldum, t.d. flugi, gistingu og/eða leigu farartækja, svo eitthvað sé nefnt.


Meira

Velheppnað námskeið fyrir stuðningsfulltrúa SDS

1 af 2

 Starfsmenntunarsjóður SDS stóð fyrir námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa í leik og grunnskólum í síðustu viku. Við fengum með okkur í lið, hana Brynju Mjöll hjá Símenntun Vesturlands og hún fann fyrir okkur þennan líka frábæra leiðbeinanda hana Ástu Björk Björnsdóttur sérkennararáðgjafa með meiru.


Meira

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018. 

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018. 

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB


Meira

Minni vinna allir vinna

Ef við ættum að takast á við það verkefni í dag að ákveða hvernig fyrirkomulag vinnu eigi að vera eftir hálfa öld, árið 2067, er augljóst að hvað sem við ákveðum mun ekki standast tímans tönn. Það er engin leið að sjá fyrir þá þróun sem verður á vinnumarkaði á næstu 50 árum. Það besta sem við gætum gert væri að miða út frá stöðunni í dag og aðlaga okkur að breytingum.

Í því ljósi getum við horft á nærri hálfrar aldar fyrirkomulags 40 stunda vinnuviku. Alveg eins og við í dag eigum engan möguleika á að sjá fyrir stöðuna 2067 gátu þingmenn og aðrir sem rökræddu kosti þess að stytta vinnuvikuna árið 1971 ekki gert sér í hugarlund þær öru tæknibreytingar sem áttu eftir að verða og áhrif þeirra á vinnuumhverfið. Hins vegar á umræðan á þeim tíma og í dag að hluta til það sammerkt að sumir sjá henni allt til foráttu. Þá voru til dæmis ýmsir þeirrar skoðunar að enginn ávinningur væri af því að hætta að vinna á laugardögum. Þær skoðanir hafa ekki elst vel.


Meira
Upp