Hleð......

Tími og peningar – lengjum fæðingarorlofið strax

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, for…
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs.

Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tók fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para.

Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfallið sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs.


Meira

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

Formannaráð BSRB telur skattatillögur stjórnvalda vonbrigði enda sé ekki gengið nægilega langt í átt…
Formannaráð BSRB telur skattatillögur stjórnvalda vonbrigði enda sé ekki gengið nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í þeim.

Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.

Í ályktuninni er það ítrekað sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda.

„Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins.

Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu.

Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni


Meira

Almenna félags- og kynningarfundi 21.febrúar AFLÝST!

Sælir, félagar
 
Miðað við lítil sem engin viðbrögð við almenna félags- og trúnaðarmannafundinum, sem átti að verða á fimmtudaginn kemur, þá sé ég ekki annað í stöðinni en að aflýsa honum. 
Ég get ekki haldið fyrirlesurunum lengur vegna þessa, því miður.
 
Vonandi getum við gert aðra tilraun síðar.
 
Með vinsemd,
Helga 

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga Samflots

 

 Ágæti félagsmaður.

Aðildarfélög Samflots, FOSA, Fos-Vest., SDS, St. Fjallabyggð, St. Fjarðabyggð, STAVEY og St. Húsavíkur, leita nú til félagsmanna sinna með vandaða viðhorfskönnun um kröfur og önnur helstu atriði í komandi kjarasamningum.

Félögin eru að vinna að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við sveitarfélög og ríki og mun þitt svar hafa áhrif á þá vinnu.

Einnig er spurt um annað, s.s. líðan í starfi, um starfsumhverfi og launakjör, um afstöðu til stéttarfélags og um sameiningu stéttarfélaga ásamt öðru. Það er fyrirtækið Zenter-rannsóknir sem sér um þessa könnun fyrir okkur og vinnslu úr henni og þátttaka tekur um 7 til 9 mínútur.

Formannaráð Samflots hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að taka þátt í þessari könnun sem verður send innan fárra daga á netfang félagsmanna og hægt er að svara á netinu.

Eftir að könnun lýkur verða dregin út nöfn þriggja svarenda sem fá hver um sig 20 þúsund króna gjafabréf.

Ef einhver les þetta og telur sig vera félagsmann í einhverju aðildarfélagi Samflots og hefur ekki fengið könnun senda, þá er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við formann þess félag eða formann Samflots.

 

Með von um góða þátttöku félagsmanna

Guðbjörn Arngrímsson

formaður Samflots

S: 899-6213

Málþingið um kulnun og álag

Málþingið um kulnun og álag var gríðarlega vel sótt, hvert sæti skipað og fullt út úr dyrum í salnum…
Málþingið um kulnun og álag var gríðarlega vel sótt, hvert sæti skipað og fullt út úr dyrum í salnum.

Nýjar rannsóknir á bata þeirra sem greinst hafa með kulnun sýna að erfitt getur reynst að ná fullum bata og því gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum áður en í óefni er komið. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Jónsdóttur, forstöðumaður Institute of Stress Medicine í Svíþjóð og prófessor við Gautaborgarháskóla, á málþingi BSRB um kulnun og álag í starfi í morgun.

Málþing BSRB um kulnun og álag í starfi var haldið á Reykjavík Natura hótelinu og var afar vel sótt. Um 250 manns komu á málþingið og fræddust um hvernig hægt sé að bregðast við kulnun og öðrum afleiðingum álags í starfi.

Rannsóknirnar sýna að um þriðjungur þeirra sem kominn var með alvarlega kulnun var enn með einkenni eftir sjö ár og hafði ekki náð að snúa aftur til vinnu. „Þetta segir mér að forvarnir eru eini möguleikinn, það er ekkert annað í boði,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu.

Hún benti á að ýmsar aðferðir sem hafa gefið góðan árangur í því að koma í veg fyrir að fólk finni einkenni kulnunar, til dæmis hugræn atferlismeðferð, hreyfing og ýmislegt fleira, séu ekki nothæf tæki í að takast á við ástand þeirra sem eru lengst leiddir. Þar þurfi að beita öðrum aðferðum, enda geti alvarleg kulnun haft bein áhrif á heilastarfsemi sjúklinga.

Það er því langsamlega hagkvæmast fyrir bæði einstaklingana og samfélagið að vera með öflugar forvarnir frekar en að reyna að takast á við vandann eftir að fólk hefur þróað með sér sjúkdóma vegna kulnunar.


Meira
Upp