Hleð......

Fullu jafnrétti náð eftir 83 ár

Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins þar sem fjallað er um stöðu jafnréttis kynjanna í 144 ríkjum er Ísland í fyrsta sæti, áttunda árið í röð. Þrátt fyrir það eru 83 ár í að fullu jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi, haldi fram sem horfir í jafnréttismálum.


Meira

Ályktun BSRB um Kvennafrí

Stjórn BSRB hvetur félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins til að taka þátt í Kvennafrídegi næstkomandi mánudag, 24. október. Þann dag ganga konur út af vinnustöðum klukkan 14:38, en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum miðað við launamun á atvinnutekjum kynjanna í dag, og koma til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 15:15. Yfirskrift kvennafrídagsins 2016 er Kjarajafnrétti Strax!


Meira

Orðalag samkomulagsins er skýrt

Auðvelt er að skera úr um hvort frumvarp um breytingar á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna endurspeglar rétt það samkomulag sem gert var við ríki og sveitarfélög, skrifar Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í aðsendri grein sem Fréttablaðið birti í dag.


Meira

Breytingar á fæðingarorlofskerfinu

BSRB og ASÍ hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.


Meira

Breytingar á lífeyrissjóðsmálum

BSRB hefur, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, skrifað undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um fratíðarfyrirkomulag lífeyrismála.


Meira
Upp