Hleð......

Konur í kafi – Fundur á baráttudegi kvenna

 

Fundurinn fer fram þann 8. mars.
 
 
Fundurinn fer fram þann 8. mars.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars milli klukkan 12 til 13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ. Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn. Fundur verður túlkaður á ensku.

Hlekkur á fundinn og aðrar upplýsingar má finna á Facebook-viðburði fundarins. Við hvetjum þá sem ætla að fylgjast með fundinum til að skrá sig til leiks þar.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra.“ Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.
  • „Framlínukonur á tímum Covid.“ Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
  • „Spritta, tengjast, vinna.“ Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.
  • Umræður

Umsóknarfrestur framlengdur!

SDS félagar takið eftir!

Nýttu réttindi þín á styrkveitingu úr Kötlu félagsmannasjóði sem er eins og áður sagði er jöfnunarsjóður sem greiðir allt að kr. 80.000 sem er hámarksfjárhæð.

ALLIR félagsmenn sem voru í vinnu hjá sveitarfélagi eða sjálfseignarstofnun um lengri eða skemmri tíma á árinu 2020 eiga rétt í sjóðinn!

Það þarf ekki að leggja fram greiðslukvittun, eingöngu  ljósmynd af síðasta launaseðli frá því í fyrra.

Félagsmenn sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar.

Umsóknarfrestur rennur út 7.mars!

Greitt verður úr sjóðnum í mars eða apríl, nánari upplýsingar á https://katla.bsrb.is/ 

ALLTOF fáir félagsmenn eru búnir að sækja um.

Og þar sem við höfum því miður ekki netföng hjá öllum okkar félagsmönnum vil ég biðja þig að deila þessari færslu á alla þá félagsmenn sem þú veist af til að reyna að ná til sem flestra okkar félagsmanna. Það er betra að fá þessar upplýsingar oftar en ekki!

Ath! Glugginn lokar 7.mars

Fjármálareglurnar sem voru teknar úr sambandi

Skorður á skuldir

Önnur fjármálareglan segir að heildarskuldir hins opinbera verði að vera innan við 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Þar fyrir utan eru lífeyrisskuldbindingar og viðskiptaskuldir og bankainnstæður og sjóðir eru dregnir frá. Árið 2019 námu heildarskuldir hins opinbera um 30 prósentum af vergri landsframleiðslu og voru því í samræmi við lögin.

Þriðja fjármálareglan segir til um það hvað gerist ef opinberar heildarskuldir fari umfram 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Þá þarf að hækka tekjur eða skera niður útgjöld svo hægt sé að greiða niður skuldir um 5 prósent á ári að meðaltali fyrir hvert þriggja ára tímabil.

Þegar efnahagskreppan sem fylgir heimsfaraldri COVID-19 skall á var augljóst að fjármálareglurnar myndu ekki halda. Hallinn á rekstrinum jókst gríðarlega og þar með skuldirnar. Alþingi ákvað því að taka reglurnar úr sambandi tímabundið til ársins 2026. BSRB studdi það og benti einnig á að nauðsynlegt væri að endurskoða reglurnar áður en þær taki gildi að nýju.

Góðar ástæður til að endurskoða

Ástæðurnar fyrir því að BSRB vill að fjármálareglurnar verði endurskoðaðar eru nokkrar. Þar má nefna að tekjur ríkisins standa ekki undir útgjöldum í eðlilegu árferði vegna þessa að skattar hafa verið lækkaðir án þess að aðrar tekjur séu auknar á móti.

Áform eru uppi um að skera niður í rekstri til að uppfylla gildið um varfærni og stöðva skuldasöfnun. BSRB hefur bent á mikilvægi þess að afla tekna frekar enn að skera niður þjónustu við almenning og auka álag á starfsfólk. Mikilvægt er að reglan um hallalausan rekstur verði ekki notuð sem afsökun til að draga úr opinberri þjónustu og selja eignir. Hvað varðar fjármálaregluna um skuldahlutfallið þá er leyfilegt hlutfall of lágt. Flest ríki eru með það hærra og sem dæmi má nefna að reglurnar fyrir Evruríkin eru 60 prósent skuldahlutfall af vergri landsframleiðslu.

Síðustu ár hefur verið lögð rík áhersla á það hér á landi að greiða niður skuldir en það hefur leitt til þess að minna fé hefur verið varið í rekstur, almannatryggingar og fjárfestingar. Skuldareglan má ekki verða til þess að opinber þjónusta dragist saman, ójöfnuður aukist og fjárfestingar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðrar þær fjárfestingar sem leiða til verðmætasköpunar og velsældar til lengri tíma verði vanræktar.


Meira

Fólki í hlutastarfi boðið aukið starfshlutfall

 

Algengt er að starfsfólk í vaktavinnu sé í skertu starfshlutfalli.
Algengt er að starfsfólk í vaktavinnu sé í skertu starfshlutfalli.

Undirbúningur fyrir styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu heldur áfram. Í því ferli á að bjóða öllu starfsfólki í vaktavinnu sem vinnur hlutastörf að hækka starfshlutfall sitt samhliða styttingu vinnuvikunnar.

Stytting vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Nú eiga starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru í fullu starfshlutfalli að hafa fengið boð um að hækka starfshlutfallið. Þannig getur starfsfólkið haldið svipuðum tímafjölda en hækkað laun sín, oft umtalsvert.

Það er réttur starfsfólks í hlutastarfi í vaktavinnu að auka við sig starfshlutfallið sem nemur styttingunni. Þrátt fyrir það mun það starfsfólk sem ákveður að fara þessa leið öllu jöfnu vinna færri stundir á mánuði en það gerir í dag. Ástæða þess er að eftir er að taka mið af vægi vinnustunda. Fjallað er um vægi vinnustunda í stuttu myndbandi sem hægt er að horfa á hér.

Starfsfólki sem vinnur í vaktavinnu hjá ríki eða sveitarfélögum og er í hlutastarfi en hefur ekki fengið boð um að hækka starfshlutfall sitt er bent á að hafa samband við sinn stjórnanda. Stéttarfélag viðkomandi getur einnig aðstoðað, reynist þess þörf.

Við bendum á vefinn betrivinnutimi.is þar sem fjallað er um styttingu vinnuvikunnar. Vaktavinnufólk ætti sérstaklega að kynna sér þær breytingar sem framundan eru.

Félagsmannasjóðurinn Katla

 Búið er að opna fyrir umsóknir í Kötlu félagsmannasjóð sem er sjóður þeirra stéttarfélaga BSRB og félagsmanna þeirra sem aðild eiga að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Allir sem unnu eitthvað á árinu 2020 eiga rétt á að sækja um úr sjóðnum.

Félagsmenn sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020. 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar. Greitt verður úr sjóðnum í apríl, nánari upplýsingar á https://katla.bsrb.is/ 

Sækja um hér: https://minarsidurkatla.bsrb.is/innskraning/?ReturnUrl=%2fdefault.aspx 

Upp