Hleð......

Desemberuppbót / persónuuppbót 2018

 

Persónuuppbótinmiðastvið 100% starfshlutfall

og greiðst út 1.des. 2018

 

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

Á árinu 2016  Kr. 113.000

 

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

Á árinu 2016 Kr. 89.000

Almennir félagsfundir haust 2018

Ágætu SDS félagar!

Almennir félagsfundir verða haldnir á

félagssvæði SDS sem hér segir:

 

Búðardalur:   Þriðjudaginn 30.okt. kl.17:15  í Dalakoti

Grundarfjörður: Miðvikudaginn 31.okt. kl.17:15 á skrifstofu SDS

Snæfellsbær:  Þriðjudaginn 6.nóv. kl.17:15 í Átthagastofu

Stykkishólmur: Miðvikudaginn 7.nóv. kl.17:15 á Foss-hóteli 


Meira

Opið fyrir desember á orlofsvef Samflots

ORLOFSPAKKINN

Búið að opna fyrir útleigu í desember og jól og áramót. 

Um jól og áramót eru tvær vikur í boði í íbúðunum í Reykjavík þ.e. frá 20. til 27. des. fyrri vikan og svo frá 27. des. til 3. jan. seinni vikan. Þessar tvær vikur eru á vikuleigu en aðra daga í desember gildir helgarleiga.

Í bústöðunum er helgarleiga í boði allan desembermánuð.

Um næstu mánaðarmót verður svo opnað fyrir janúar til og með mars 2019.

Núna á næstu dögum kemur tölvupóstur til félagsmanna aðildarfélaga að orlofspakka Samflots um húsið okkar á Spáni. Við biðjum félaga að skoða þann póst vel því það er hægt að komast til Alicante á Spáni þar sem húsið er fyrir lítinn pening ef pantað er tímanlega.

Bestu kveðjur

 f.h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður

Baráttudagur kvenna 2018

Ólafsvík

Baráttufundur verður haldinn í Ólafsvík.

Í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október ætlum við að hittast á Skerinu þennan dag klukkan 15:00. Þar getum við keypt okkur kaffi og með því, spjallað saman og hlustað á pistil frá Ester Gunnarsdóttur. Vonandi koma sem flestar.

Til að fá nánari upplýsingar og til að aðstoða við undirbúning, hafið samband við Sóleyju Jónsdóttur, soley(@)gsnb.is

Grundarfjörður

Samstöðufundur í samkomuhúsinu, Grundarfirði 24.október 2018 kl.15:30

Við ætlum að hittast við víkingasvæðið kl.15:15 og ganga fylktu liði í samkomuhúsið þar sem sterkar og dugmiklar konur úr héraði verða með ávörp.

Kvenfélagið Gleymérei verður með vöfflusölu og kaffi í samkomuhúsinu. Látum þetta berast, allar konur og velunnarar

Stykkishólmur

Konur í Stykkishólmi ætla að standa fyrir samstöðufundi í bakaríinu Nesbrauð 24.okt. Kl.15-16:00 Allar konur hvattar til að mæta og sína samhug!

Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!

Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks.


Meira
Upp