Hleð......

Um 85 prósent vilja meira fé til Landspítalans

Afgerandi meirihluti vill auka fjárframlög til reksturs Landspítalans.
 

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, um 85 prósent, vilja að stjórnvöld verji meira fé til Landspítalans en gert er í dag. Þetta sýnir könnun Prósents sem Fréttablaðið birtir í dag.

Alls sögðust 57 prósent þátttakenda í könnuninni vilja að miklu meira fé verði varið til reksturs spítalans en 28 vilja að aðeins meira fé sé varið í reksturinn. Um 13 prósent vilja ekki breytingar og samtals um tvö prósent vilja að stjórnvöld verji aðeins eða miklu minna fé í reksturinn.

„Til þess að spítalinn geti gegnt sínum verkefnum, þá þarf meira fé,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að niðurstöðurnar séu traustsyfirlýsing frá almenningi við starfsfólk Landspítalans. „Þarna kemur fram skýr vilji þjóðarinnar. Við finnum það nú og til framtíðar að fjármagna þurfi verkefnið með fullnægjandi hætti.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessar niðurstöður sýna stuðning landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi, í viðtali við blaðið. „Þetta endurspeglar það sem að áður hefur komið fram. Það er eindreginn stuðningur landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi og sterkan Landspítala. Þetta er eindregið ákall um að haldið verði áfram á þeirri braut að byggja upp þessa mikilvægu þjónustu.“


Meira

Þjóðin kýs almannaþjónustu!

Almenningur er vel meðvitaður um mikilvægi almannaþjónustunnar.
Almenningur er vel meðvitaður um mikilvægi almannaþjónustunnar.

Starfsfólk almannaþjónustunnar er í lykilhlutverki þegar kemur að því að halda samfélaginu gangandi enda sýnir ný könnun sem unnin var fyrir BSRB að almannaþjónustan er mikilvægust fyrir hagsæld þjóðarinnar að mati landsmanna.

Mikilvægi opinberra starfa hefur aldrei verið meira. Það hefur komið berlega í ljós í heimsfaraldrinum sem hefur gengið yfir landið í bylgjum síðasta eitt og hálfa árið hversu mikilvægt það er að starfsfólk almannaþjónustunnar sinni sínum störfum. Það að einn starfsmaður sinni hópi aldraðra gerir aðstandendum þeirra kleift að sinna sínum störfum, sem aftur hefur keðjuverkandi áhrif út í allt samfélagið.

Almenningur er vel meðvitaður um mikilvægi almannaþjónustunnar. Þannig sýnir nýleg könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir BSRB og Rúnar Vilhjálmsson prófessor að í huga almennings er það almannaþjónustan sem er mikilvægust fyrir hagsæld þjóðarinnar. Flestir nefna heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið, en á hæla þess eru það samgöngur og löggæsla og dómstólar. Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi er einnig ofarlega á blaði, sem og félagsþjónustan. Það þarf að leita niður í sjöunda sætið á listanum til að finna sjávarútveg, verslun er í því áttunda og ferðaþjónustan í ellefta sæti yfir þau atriði sem skipta máli fyrir hagsæld þjóðarinnar. Nákvæm hlutföll má sjá í meðfylgjandi mynd.


Meira

Aðalfundur Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (SDS) 2021

Verður haldinn fimmtudaginn 2.september kl.17:15 -18:30 í fjarfundi vegna aðstæðna.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, þó svo fundurinn verði með rafrænu sniði (Zoom).  Skráning er nauðsynleg til að geta fylgst með fundi og greitt atkvæði.  Senda þarf tölvupóst á dalaogsnae@gmail.com , tilgreina fullt nafn, kennitölu og netfangið sem nota skal á fjarfundinum. Eins væri gott að láta farsímanúmerið fylgja með. Þið fáið svo sendan í tölvupósti, hlekk inná fundinn samdægurs. Þegar á fundinn er komið fáið þið nákvæmar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna sem verður mjög aðgengileg og ekkert til að halda ykkur frá þátttöku. Skráningu lýkur deginum áður, 1.september.

Rúsínan í pylsuendanum!

Í lok fundar verður dregið í happdrætti.

Vinningarnir verða þrjú gjafakort frá 66°Norður. Hvert kort að andvirði 40.000 kr.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

 • -Tilnefning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.
 • -Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 • -Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 • -Skýrsla orlofsnefndar
 • -Skýrsla starfsmenntunarsjóðs
 • -Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs
 • -Kosning fulltrúa á þing BSRB 
 • -Kynning á sameiningarviðræðum. Drög að samkomulagi um sameiningu SDS og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu lagt fram.
 • -Umboð aðalfundar lagt fram til samþykktar á samkomulagi um sameiningu félaganna sem stefnt er að á framhalds-aðalfundi SDS í október 2021
 • -Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn SDS til tveggja ára.
 • -Kosning formanns
 • -Önnur mál.

Styrkja þarf heilbrigðiskerfið og greiða fyrir álag

Skima ætti eftir kulnun og sjúklegri þreytu hjá framlínustarfsfólki í heimsfaraldrinum.
 
 Skima ætti eftir kulnun og sjúklegri þreytu hjá framlínustarfsfólki í heimsfaraldrinum.

Bregðast verður við álagi á heilbrigðiskerfið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar með auknum fjárframlögum auk þess sem umbuna verður framlínufólki með álagsgreiðslum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem BSRB sendi stjórnvöldum fyrr í dag.

Bandalagið leggur þunga áherslu á að áfram verði tekist á við faraldurinn þannig að áherslan sé á líf og heilsu og að tekið verði mið af bestu sérfræðiþekkingu hverju sinni í stað þess að sóttvarnaraðgerðir verði að pólitísku bitbeini í aðdraganda þingkosninga.

Brýnt er að bregðast við gríðarlega erfiðri stöðu heilbrigðiskerfisins. „Undanfarna 18 mánuði hefur verið mikið álag á almannaþjónustunni. Starfsfólk hefur tekið að sér aukin, flóknari og breytt verkefni sem hafa krafist mikils af þeim. Bregðast verður strax við gríðarlegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem er nú komið yfir þolmörk, með auknum fjárveitingum svo hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks og halda uppi viðunandi þjónustustigi,“ segir meðal annars í minnisblaði BSRB.


Meira

Sumarleyfislokun skrifstofu SDS 2021  

Skrifstofan verður lokuð frá 29.júní - 7.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi. 

                                                              Með sólarkveðju, Helga

Upp