Brýn þörf á vakningu
Brýn þörf er á vitundarvakningu um kynferðislega áreitni hér á landi til að starfsfólk þekki sinn rétt og vinnuveitendur átti sig á skyldum sínum.
Meira
Brýn þörf er á vitundarvakningu um kynferðislega áreitni hér á landi til að starfsfólk þekki sinn rétt og vinnuveitendur átti sig á skyldum sínum.
Það er alltaf mikið af spennandi verkefnum í gangi hjá BSRB og mörg stór mál sem unnið er í hverju sinni. Í takti við nýja tíma hefur bandalagið dregið úr útgáfu á prentuðum blöðum. Þess í stað sendum við mánaðarlega frá okkur rafræn fréttabréf með upplýsingum um það helsta sem er í gangi hjá bandalaginu.
Ástæða er til að fagna því að félagsmálaráðherra hafi nú lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingarorlof sem byggir á tillögum starfshóps sem kynntar voru síðastliðið vor.
Hvorki BSRB né ASÍ taka þátt í stofnun Þjóðhagsráðs vegna ágreinings við stjórnvöld og aðra aðila sem taka þátt í stofnun ráðsins um hlutverk þess og markmið.
Stjórn BSRB hefur samþykkt að bandalagið verði, ásamt ASÍ, stofnaðili að nýju íbúðafélagi sem ætlað er að leigja út íbúðir til tekjulægri hópa. Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt á aðalfundi bandalagsins í gær. Fundurinn skorar á stjórnvöld að ljúka nauðsynlegum lagabreytingum til að hægt sé að stofna íbúðafélagið.