Hleð......

Aðildarfélög boða atkvæðagreiðslu um verkföll

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun aðildarfélaga BSRB fer fram dagana 17. til 19. febrúar.
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun aðildarfélaga BSRB fer fram dagana 17. til 19. febrúar.

Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um verkfallsboðun mun fara fram dagana 17. til 19. febrúar. Samþykki félagsmenn verkfallsboðunina munu víðtækar aðgerðir allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna hefjast 9. mars og standa þar til samningar hafa náðst.

Fjölbreyttir hópar starfsmanna hins opinbera munu taka þátt í verkfallsaðgerðunum, verði þær samþykktar í atkvæðagreiðslu, til dæmis starfsfólk á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustunni, skólum, leikskólum og frístundaheimilum. Einnig starfsmenn í sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólk sem sinnir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun, svo einhver dæmi séu nefnd.

Boðaðar aðgerðir verða tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum sem munu að óbreyttu lama stóran hluta almannaþjónustunnar þessa daga.

Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness, sem þýðir að frístundaheimilin verða lokuð frá 9. mars.

 


Meira

Krafan er;

Áríðandi tilkynning!

 Kæru SDS félagar

Það hefur efalítið ekki farið framhjá ykkur að nú er þolinmæðin að þverra, eftir tæplega 11 mánaða ströggl í árangurslitlum kjarasamningarviðræðum. Þið hafið væntanlega séð fréttir og upplýsingar um væntanlegar aðgerðir aðildarfélaga innan BSRB í fjölmiðlum, tölvupósti og á okkar síðum  https://sds.is/ og https://www.facebook.com/dalaogsnae/ 

Það er sorgleg staðreynd að samningar virðast ekki ætla að nást, nema með íþyngjandi aðgerðum. Trúnaðarmenn SDS funduðu 28.jan. og tóku stöðuna. Við fundarlok samþykkti fundur einróma að fara í aðgerðir ef ekki næðust samningar fljótlega. Til að svo geti orðið, verðum við að standa fyrir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Við verðum með rafræna kosningu! 

Atkvæðagreiðslan er ekki tekin gild öðruvísi en a.m.k. 50% félagsmanna SDS að taka þátt í henni. Hvort heldur sem verkfallsboðunin verði samþykkt eða ekki!

Svo að nú er komið að  ykkur, kæru félagar. Mig langar að fara fram á það við ykkur að þið sendið á mig nafn OG netfang og látið þessi skilaboð fara sem allra, allra víðast meðal okkar félagsmanna. Ykkur er velkomið að dreifa og deila áfram út á meðal okkar félagsmanna, til að fá sem flesta tengilið. Hafið samband í netfangið; dalaogsnae@gmail.com  og ég set ykkur á kjörskráarlistann. Svo má líka hringja á skrifstofuna 436 1077. SDS á yfir að ráða netfangalista margra félagsmanna, en það er nauðsynlegt  að uppfæra hann þegar mikið liggur við eins og nú.

Viðurkennt fyrirtæki, kemur til með að hafa umsjón með kosningunni. Persónuverndarlögin verða í hávegum höfð. Fyrirtækið sendir á félagmenn tölvupóst sem verður með slóð inná kosningarumhverfi hvers og eins.

Ég get ekki árétta það nógu oft, hversu mikilvægt það er að þið sendið  þessar upplýsingar til okkar!

  Kjarasamningar strax! 

Landsfundur 15 bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB ályktaði eftirfarandi

Ályktun

Landsfundur stéttarfélaga bæjarstarfsmanna haldinn dagana 5. og 6. febrúar 2020 í Langaholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi, skorar á kjörna fulltrúa sveitarfélaga að axla ábyrgð í kjarasamningagerð við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Bæjarstarfsmenn innan vébanda BSRB bera uppi almannaþjónustu sveitarfélaga en þeir hafa nú verið án kjarasamnings í tíu mánuði. 

Landsfundurinn krefst þess að sveitarfélögin hætti þeim ljóta leik að ota samningnefnd sinni fram með tilboð sem mismunar starfsmönnum þeirra launalega og er óásættanlegt í samanburði við aðra kjarasamninga sem sveitarfélögin hafa nú þegar undirritað. Við samningaborðið þarf að semja um ásættanleg kjör, ganga frá ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.  

Þolinmæði stéttarfélaga bæjarstarfsmanna er þrotin og við erum tilbúin til að hefja aðgerðir til að knýja fram réttlátan kjarasamning fyrir okkar félagsmenn. Landsfundurinn krefst þess að sveitarfélögin gangi til samninga við starfsfólk sitt strax.

Aðildarfélög undirbúa atkvæðagreiðslu um verkföll

Fundur samningseininga BSRB samþykkti að hefja undirbúning verkfallsaðgerða.
 
 
Fundur samningseininga BSRB samþykkti að hefja undirbúning verkfallsaðgerða.

Aðildarfélög BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að undirbúa atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslurnar fari fram hjá hverju félagi fyrir sig 17. til 19. febrúar og áformaðar aðgerðir hefjist í mars.

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sinna fjölbreyttum störfum til að mynda á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, í sundlaugum, íþróttahúsum og þjónustu við aldraðra og fólk með fötlun. Um 19 þúsund starfsmenn ríkis og sveitarfélaga starfa undir kjarasamningum aðildarfélaga BSRB.


Meira
Upp