Hleð......

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er nýr formaður BSRB, en kjöri til stjórnar bandalagsins er nýlokið á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica.

Tveir voru í framboði og hlaut Sonja 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn Valgarðsson 13,7 prósent. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

„Ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Hér á þingi BSRB höfum við mótað í sameiningu skýra sýn í stefnu og ályktunum sem við munum fylgja kröftuglega eftir,“ sagði Sonja þegar hún ávarpaði þingið eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég er sannfærð um að saman munum við stuðla að breytingum og betra samfélagi fyrir okkar félagsmenn, í vinnu sem einkalífi.“

Þing BSRB kaus einnig tvo varaformenn og sex meðstjórnendur í níu manna stjórn bandalagsins. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var kjörinn 1. varaformaður og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu var kjörin 2. varaformaður. Meðstjórnendur eru þau Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Helga Hafsteinsdóttir, formaður Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu, Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélaga Hafnarfjarðar, Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna og Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands. 

Þá voru kjörnir fjórir varamenn í stjórn BSRB, þau Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins, Rita Arnfjörð, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, og Birna Friðfinnsdóttir, formaður Tollvarðafélags Íslands.

Bróðir, líttu þér nær!


Félagar verum meðvituð um réttindi okkar og pössum sérstaklega uppá unga fólkið og erlendu félaga okkar! 


BSRB gefur út bæklinga þegar þurfa þykir til að vekja athygli félagsmanna á mikilvægum málefnum.

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum  

https://sds.is/um_felagid/skrar_og_skjol/skra/24/

[Ensk útgáfa]

https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/kynbundin-og-kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi-a-vinnustodum-baeklingur_enska_sexual-harassment-and-violence.pdf

[Pólsk útgáfa] 

https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/kynbundin-og-kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi-a-vinnustodum-baeklingur_polska_przemoc-i-napastowanie-na-tle-seksualnym-w-zak-adach-pracy.pdf 

Skrifstofan lokuð

Vegna 45.þings BSRB verður skrifstofan okkar lokuð dagana 17.-19.okt.

 

Aðalfundur eftirlaunþega innan BSRB

Vel var mætt á þing SLRB.
Vel var mætt á þing SLRB.

Ný stjórn Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) var kjörin á þingi sambandsins í gær. Afar góð mæting var á þingið og var fullt út úr dyrum í sal BSRB við Grettisgötu.

Elín Brimdís Einarsdóttir, sem hefur gegnt embætti formanns félagsins frá árinu 2009 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en enginn gaf kost á sér í embættið og var nýr formaður því ekki kjörinn.


Meira

Tryggingagjald lækki ekki án betra fæðingarorlofs

 

Eyða þarf umönnunarbilinu sem fyrst að mati BSRB.

BSRB leggst alfarið gegn því að tryggingagjald sé lækkað án þess að búið sé að lengja fæðingarorlof og hækka hámarksgreiðslur til foreldra. Þetta kemur fram í umsögn bandalagsins um fjárlagafrumvarp næsta árs, sem send var Alþingi í dag.

Í umsögninni, sem birt hefur verið í heild sinni á vef BSRB, er ítrekuð sú afstaða bandalagsins að fylgja verði eftir niðurstöðu meirihluta starfshóps um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Þær voru að greiðslur í fæðingarorlofi verði óskertar að 300 þúsund krónum og að fæðingarorlofið verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá telur BSRB að hækka þurfi hámarksgreiðslur úr sjóðnum í 650 þúsund krónur, sem er í samræmi við niðurstöðu hópsins þegar upphæðin hefur verið uppreiknuð á verðlag ársins 2018.

Þá telur BSRB einnig mikilvægt að það bil sem verður á milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða fyrir börn, svokallað umönnunarbil, verði brúað.

Sé fyrirhuguð lækkun tryggingargjalds á kostnað þessara breytinga á fæðingarorlofskerfinu og dagvistunarmálum leggst BSRB alfarið gegn lækkuninni.

Í umsögn BSRB er einnig lögð áhersla á að dregið verði úr skerðingum í bótakerfum. Bent er á að mikið hafi dregið úr útgjöldum til barnabóta undanfarin ár og nú sé nægt svigrúm til að hækka grunnfjárhæðir án þess að hækka skerðingarprósentur á móti.

Skerðing á bótum haft alvarlegar afleiðingar

Þá er gerð athugasemd við að vaxta- og húsnæðisbætur sitji eftir þrátt fyrir miklar hækkanir á húsnæðisverði og húsaleigu. Bandalagið leggur áherslu á að húsnæðisstuðningur verði veittur óháð búsetuformi þannig að leigjendur fái sambærilegan stuðning og eigendur húsnæðis fá í formi vaxtabóta.

Bent er á í umsögn BSRB að almennt hefur dregið stórlega úr bótum á undanförnum árum og að það hafi haft alvarlegar afleiðingar. „ Þær hækkanir lágmarkslauna sem samið hefur verið um í kjarasamningum á undanförnum árum hafa því ekki skilað sér með þeim hætti sem til var ætlast heldur hafa skattahækkanir og lækkun bóta valdið því að ráðstöfunartekjur tekjulægstu hópanna hafa aukist minna en annarra,“ segir meðal annars í umsögninni.

Lestu umsögn BSRB í heild sinni hér.

Umsagnir BSRB um önnur þingmál má nálgast hér.

Upp