Hleð......

Opinberir starfsmenn í lykilhlutverki eftir faraldurinn

Endurskipuleggja þarf umönnunarstörf og berjast gegn einkavæðingu segir í yfirlýsingu PSI.
 
 
Endurskipuleggja þarf umönnunarstörf og berjast gegn einkavæðingu segir í yfirlýsingu PSI.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sýnt fram á mikilvægi opinberra starfsmanna og eytt mýtum á borð við að auðvelt og hagkvæmt sé að einkavæða almannaþjónustu og að ekki sé réttlætanlegt að auka útgjöld í samfélagsleg málefni. Opinberir starfsmenn munu einnig gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að koma samfélaginu út úr kreppunni sem faraldurinn kallaði yfir heimsbyggðina.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu PSI, alþjóðlegra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, sem BSRB á aðild að, á alþjóðlegum degi opinberra starfsmanna, sem haldinn er 23. júní ár hvert.

„Í heimsfaraldrinum hefur almenningur endurmetið hvað það er sem skiptir máli; fjölskylduna, heilsuna, menntun og stöðugleika og hversu mikið þessi atriði reiða sig á opinbera þjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það dugi ekki að klappa fyrir framlínufólkinu og þakka þeim fyrir. „Klappið hefur ekki leitt til þess að laun hafi hækkað eða starfsaðstæður batnað og við þurfum að halda áfram að berjast fyrir því að það verði raunin,“ segir þar ennfremur.


Meira

Ásökunum hagsmunaaðila um rangtúlkun hafnað

Ásökunum hagsmunaaðila um rangtúlkun hafnað
 
 

BSRB hafnar alfarið ásökunum hagsmunaaðila um að bandalagið hafi rangtúlkað niðurstöður skoðanakönnunar um rekstrarform í heilbrigðiskerfinu en fagnar þeirri umræðu sem könnunin hefur vakið um þann vanda sem skapast getur af aukinni einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni.

Læknum og öðrum sem tengdir eru rekstri læknastofa er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig þeir kjósa að túlka niðurstöður könnunarinnar. Það er svo sjálfstætt áhyggjuefni þegar fjölmiðlar kjósa að taka upp gagnrýnina án þess að minnast á hagsmunatengsl þeirra sem setja hana fram. Talnaleikfimin felur ekki þá staðreynd að afgerandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Sú staðreynd ætti að blasa við þegar litið er til þess að um 81 prósent vilja að sjúkrahúsin séu starfrækt af hinu opinbera, um 68 prósent eru þeirrar skoðunar um heilsugæslustöðvar og tæp 58 prósent vilja að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst rekin af ríki eða sveitarfélögum. Þessir þrír þættir eru kjarni íslenska heilbrigðiskerfisins og taka til sín um það bil átta af hverjum tíu krónum sem varið er í rekstur þess.

Í afmörkuðum hlutum heilbrigðiskerfisins, til dæmis sjúkraþjálfun, lýðheilsustarfi, læknastofum geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og tannlækningum fullorðinna, er umtalsverður hluti landsmanna sáttur við blandað kerfi, eins og kemur skýrt fram í skýringarmyndum með umfjöllun BSRB og í fyrirlestri á kynningarfundi um könnunina. Það er hins vegar afar lítill hluti af heilbrigðiskerfinu þegar litið er til kostnaðar við reksturs þess og fráleitt að gefa þeim þáttum sama vægi og veigamestu þáttum kerfisins eins og einhverjir gagnrýnendur hafa kosið að gera.

Afar lítill áhugi á einkarekstri


Meira

Sótt að heilbrigðiskerfi í heimsfaraldri

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Heimsfaraldurinn sem við erum nú loks farin að sjá fyrir endann á hefur verið gríðarleg þolraun fyrir íslenska heilbrigðiskerfið og það ótrúlega öfluga fólk sem þar starfar. Þrátt fyrir að þessi mikilvæga þjónusta hafi verið fjársvelt og starfsfólkið búið við óhóflegt álag áður en faraldurinn skall á stóðst hún prófið og skilaði landsmönnum í gegnum faraldurinn betur en flestir þorðu að vona.

Nú þegar við erum loksins farin að leyfa okkur að vona að það versta sé að baki hefst kunnuglegur söngur þar sem kallað er eftir aukinni einkavæðingu í kerfinu þannig að verkefni sem eiga best heima hjá opinberu heilbrigðiskerfi verði færð til einkaaðila.

Ákallið einkennist af pólitískum slagorðum sem eiga uppruna sinn í 40 ára gömlum kreddum Reagan og Thatcher um að hið opinbera leysi ekki vandamál heldur séu vandamálið sjálft. Í gegnum árin hefur þekkingunni að sjálfsögðu fleygt fram og áhrif slíkrar stefnumótunar margrannsökuð. Niðurstaðan er skýr, félagsleg kerfi líkt og í heilbrigðisþjónustu tryggja best aðgengi að þjónustu, eru best til þess fallin að bæta lýðheilsu og fela í sér lægstan kostnað stjórnvalda og einstaklinga.

Efnahagsáföll af þeirri stærðargráðu sem við stöndum nú frammi fyrir leiða yfirleitt til aukins ójöfnuðar. Þekkt er að í kjölfar slíkra áfalla sameinast þjóðir um þá afdráttarlausu kröfu að gripið verði til aðgerða til að stuðla að jöfnuði. Í slíkri uppbyggingarvinnu hefur verið komið á fót mörgum af þeim félagslegu kerfum sem við treystum á í dag. Í kjölfar síðustu kreppu gerðu stjórnvöld hins vegar þau afdrifaríku mistök að skera gríðarlega niður í opinberri þjónustu þvert á vilja þjóðarinnar. Nú er því tímabært að hlýða kalli landsmanna með því að styrkja opinbera heilbrigðisþjónustu og auka þannig jöfnuð og velsæld sem aftur mun tryggja verðmætasköpun til framtíðar.

Engin lausn að einkavæða

Talsmenn einkavæðingarinnar benda gjarnan á að opinbera heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum á vissum sviðum. Ein birtingarmynd þess er óhófleg bið eftir aðgerðum sem bæta lífsgæði til muna en teljast ekki lífsnauðsynlegar. Þar er látið eins og að það að fela einkaaðilum verkefnin sé einhverskonar töfralausn. Hið rétta er að það er engin lausn að einkavæða þjónustuna og dreifa verkefnum milli læknastofa og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja. Það eykur hins vegar líkurnar á ósamhæfðri og ósamfelldri þjónustu og torveldar eftirlit.


Meira

Afgerandi meirihluti andvígur frekari einkarekstri

 
Rúnar Vilhjálmsson prófessor kynnti niðurstöður könnunarinnar á veffundi BSRB.
 
Rúnar Vilhjálmsson prófessor kynnti niðurstöður könnunarinnar á veffundi BSRB.

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir BSRB og Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Alls vilja um 81,3 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera, það er ríkis og sveitarfélaga. Örlítill minnihluti, um 1,6 prósent, vilja að sjúkrahús verði fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum.

Rúmlega tveir þriðju hlutar þjóðarinnar, um 67,6 prósent, vilja að starfsemi heilsugæslustöðva sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Aðeins 3,3 prósent vilja að heilsugæslustöðvarnar verði aðallega eða eingöngu starfræktar af einkaaðilum. Þá vill meirihluti landsmanna, um 58,4 prósent, að hjúkrunarheimili verði rekin af hinu opinbera, en aðeins um 3,8 prósent vilja rekstur þeirra aðallega eða eingöngu í höndum einkaaðila.

„Þessar niðurstöður sýna með afgerandi hætti að þjóðin hafnar aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Stjórnvöld hljóta að líta til þess og standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og hefja vinnu við að vinda ofan af einkavæðingu undanfarinna ára og áratuga.“


Meira

Bjarg íbúðafélag lækkar leiguverð um 14 prósent

Leigan hjá 190 leigjendum Bjargs mun lækka um næstu mánaðarmót.
Leigan hjá 190 leigjendum Bjargs mun lækka um næstu mánaðarmót.

Í kjölfar nýlegrar endurfjármögnunar og endurskoðun rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn í Reykjavík mun félagið um næstu mánaðarmót lækka leigu hjá 190 leigutökum félagsins. Mun meðalleiga hjá þessum leigutökum lækka um 14 prósent, úr um 180.000 í 155.000.


Meira
Upp