Hleð......

Það er bannað að mismuna!

Haustið 2018 urðu þær breytingar á íslenskri jafnréttislöggjöf að við bættust tvenn ný lög. Annars vegar lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar og hins vegar lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Jafnréttislöggjöfin nær því ekki lengur aðeins til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

Með hinum nýju lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði enda er atvinnuþátttaka talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. Með lögunum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er auk þess horft til þess að stuðla að virkri þátttöku einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins og koma í veg fyrir félagslega einangrun og sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi rætur hér á landi.  


Meira

BSRB fordæmir misnotkun á úrræðum stjórnvalda

„Misnotkun á þessum úrræðum jafngildir því að verið sé að taka fé frá öðrum samfélagslega mikilvægum…
„Misnotkun á þessum úrræðum jafngildir því að verið sé að taka fé frá öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum,“ segir í ályktun stjórnar BSRB.

BSRB fordæmir harðlega misnotkun fyrirtækja sem ekki þurfa á aðstoð að halda á úrræðum stjórnvalda vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Í ályktun sem stjórn bandalagsins sendi frá sér í morgun er kallað eftir endurgreiðslu frá stöndugum fyrirtækjum sem nýtt hafa úrræðin.

„Úrræðunum er ætlað að bjarga fyrirtækjum sem róa lífróður vegna faraldursins. Þeim er ekki ætlað að koma fyrirtækjum sem lenda ekki í teljandi tekjutapi vegna hans betur út úr tímabundinni niðursveiflu. Fyrirtæki sem hafa efni á að greiða eigendum arð eða kaupa eigin bréf eru augljóslega ekki í þeirri stöðu að þurfa á þessari aðstoð að halda,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar BSRB.


Meira

BRÁTTUFUNDUR Í BEINNI

Kæru SDS félagar!

Réttlátt þjóðfélag er þjóðfélag sem heldur utan um hvert annað þegar á bjátar.

Öflug stéttarfélög og sterkt velferðarkerfi er undirstaða réttláts samfélags. Höldum áfram að byggja á þeim stoðum sem fyrir eru og með samfélagslegri vitund eru okkar flestir vegir færir. 

Til hamingju með daginn! 

https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/barattufundir-i-sjonvarpid-vegna-samkomubanns?fbclid=IwAR3vNS-pBFpiKaBCYg8pNyv9pShO0Y4Qj-YEpwOgXgBmUZogzUms-puYgMo 

 

Baráttufundir í sjónvarpið vegna samkomubanns

Jakob Birgisson uppistandari er einn þeirra sem mun skemmta landsmönnum í skemmtidagskránni í Sjónva…
 
 
Jakob Birgisson uppistandari er einn þeirra sem mun skemmta landsmönnum í skemmtidagskránni í Sjónvarpinu 1. maí.

Í fyrsta skipti í nærri öld mun íslenskt launafólk ekki koma saman í kröfugöngu og ganga á baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi. Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir skemmtidagskrá í Sjónvarpinu að kvöldi 1. maí.

Kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir hefðbundna dagskrá þann 1. maí, enda samkomubann í gildi í landinu. Þetta verður því í fyrsta skipti síðan árið 1923 að íslenskt launafólk safnast ekki saman þennan dag til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Þess í stað munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40.


Meira

Gleðilegt sumar!

Sumar er í sveit, tra,la,la,la,la,,,

félagar athugið!

Það er búið að opna aftur fyrir umsóknir á orlofsvefnum okkar og núna gildir reglan ,,Fyrstur kemur, fyrstur fær´´ eða eigum við að segja ,, Hik er sama og tap"

Kíkið endilega í pakkann og svo er vert að minna á möguleikann ,, Orlof að eigin vali"   

Hér er linkur inná orlofsblaðið okkar; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/41/
og þessi fer með ykkur inná orlofsvefinn; https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs 

 Ferðumst innanlands og góða ferð!

 

Upp