Hleð......

Engin rök fyrir einkavæðingu Íslandspósts

Póstþjónusta á að vera órjúfanlegur hluti af almannaþjónustunni að mati BSRB.
 
 
Póstþjónusta á að vera órjúfanlegur hluti af almannaþjónustunni að mati BSRB.

Engin rök eru fyrir einkavæðingu á póstþjónustu enda á hún að vera órjúfanlegur hluti af almannaþjónustunni að mati BSRB. Bandalagið mótmælir harðlega hugmyndum fjármála- og efnahagsráðherra um að einkavæða Íslandspóst ohf. í bréfi sem framkvæmdastjóri bandalagsins hefur sent ráðherra.

Bréfið er sent í kjölfar ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um að fljótlega kunni að vera tímabært að einkavæða Íslandspóst ohf.

Í bréfi BSRB segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ljóst að einkavæðing þess muni hafa í för með verri þjónustu og aukin kostnað fyrir almenning auk þess að hafa slæm áhrif á réttindi starfsmanna.


Meira

Samið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun

Mikilvægt er að vanda til verka við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, sér í lagi hjá vaktavinnuhóp…
Mikilvægt er að vanda til verka við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, sér í lagi hjá vaktavinnuhópum, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Meira

Hlé á kjaraviðræðum

Ágætu félagar!
 
Það stefnir allt í að hlé verði gert á kjarasamningarviðræðum Samflots við ríki og sveitarfélög í júlí.
Til stendur að skrifa undir samkomulag við ríkið um friðarskyldu til 15. september og að 105 þúsund krónur verði greiddar 1. ágúst miðað við 100% starfshlutfall, sem fyrirframgreiðsla vegna væntanlegra launahækkana. Verið er að ræða við sveitarfélögin um breytta viðræðuáætlun á svipuðum nótum. 
Nánari fréttir síðar!

Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar hefur auðveldað barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf.
Stytting vinnuvikunnar hefur auðveldað barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf.
 

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur dregið úr álagi á starfsfólk og aukið starfsánægju án þess að dregið hafi úr afköstum. Þetta kemur fram í lokaskýrslu um tilraunaverkefnið sem nú hefur verið gerð opinber.

Reykjavíkurborg og BSRB unnu sameiginlega að tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar frá árinu 2015. Í fyrstu var vinnuvikan stytt á tveimur vinnustöðum en þeim fjölgaði eftir því sem leið á verkefnið. Þannig tóku tæplega 100 vinnustaðir borgarinnar með um 2.500 starfsmönnum þátt í öðrum áfanga tilraunaverkefnisins.

Í lokaskýrslunni eru teknar saman niðurstöður rannsókna sem gerðar voru til að meta árangur tilraunaverkefnisins auk þess sem áhrifin eru metin út frá árlegri viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar. Allar rannsóknirnar sýndu fram á jákvæð áhrif af styttingu vinnuvikunnar.

Rannsóknirnar sýndu meðal annars fram á að stytting vinnuvikunnar auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf og minnkaði álagið bæði á vinnustað og á heimilum starfsmanna. Þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna. Einnig fundu starfsmenn fyrir bættri andlegri og líkamlegri heilsu og höfðu meiri orku í félagslíf eða til að stunda heilsurækt. Þá virtust karlar taka meiri þátt í húsverkum og hversdagslegum verkefnum barna sinna.


Meira

Opnunarhátíð Gestastofa Breiðabliki

Verður á laugardaginn 22. júní n.k. kl.12:00 ( sjá auglýsingu)

Á sama tíma opnar ein stærsta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi, þar sem 71 listamaður sýnir verk sýn vítt og breytt um Snæfellsnes í allt sumar. Gestastofan verður opin alla daga

Félagsmenn SDS, fjölskyldur og íbúar Snæfellsness eru boðnir velkomnir. 

SDS hefur verið með frá stofnun Svæðisgarðs Snæfellsness og er þessi áfangi einn af stærri gráðunni á þeirri vegferð að byggja upp betra atvinnulíf og samfélag í öflugu samstarfi og krafti sveitarfélaganna, aðila vinnumarkaðsins og íbúa. 

Hér eru ferkari upplýsingar um Svæðisgarð Snæfellness; https://www.snaefellsnes.is/

Látið endilega sjá ykkur!

Upp