Hleð......

Fréttaskot inní helgina

Heilir og sælir SDS félagar!

Ég vona svo sannanlega að það eigi við ykkur flest  á þessum viðsjárverðu tímum.

Mig langar að færa ykkur nokkrar fréttir af okkar starfi þessa dagana sem eru eftirfarandi.

  • Skrifstofan er með óbreyttan opnunar tíma. Ekki hika við að hafa samband með hvað eina fyrirspurnir sem upp geta komið í óvenjulegu ástandi og annað. Margar fyrirspurnir hafa borist út frá COVID 19. Aðallega hafa það verið út frá breytingum á starfsumhverfi og réttindi vegna sóttkví þeirra sjálfra og annarra náinnar aðstandanda osfr.
  • Stjórn SDS hefur samþykkt að fresta aðalfundi félagsins fram á haustið.
  • Stjórnin hefur líka samþykkt í samstarfi við önnur stéttarfélög á okkar svæði að standa ekki fyrir baráttufundum á 1.maí í ár. Verkalýðsfélög á landsvísu eru að undirbúa sameiginlega dagskrá á RUV að kveldi 1.maí. Ekki missa af því!
  • Orlofsnefnd SDS og í samstarfi við Samflot ákvað að loka fyrir alla leigu á orlofshúsunum okkar út apríl mánuð m.a. út frá tilmælum þríeykisins. Borið hafi á því að bústaðirnir höfðu verið notaðir undir  sóttkví og einangrun. Það gat verið varasamt bæði vegna læknisaðstoðar og sjúkraflutninga. Einnig  sáum við ástæðu fyrir lokuninni til að koma til móts við okkar starfsmenn sem hafa umsjón með bústöðunum okkar.
  • Og í beinu framhaldi af því og örlítið skemmtilegri frétt, þá vil ég minna á okkar orlofsvef og það sem stendur ykkur til boða á þessu sumarorlofstímabili. Sjá orlofsblað 2020 https: https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/41/
  • Ferðumst innanlands í ár, förum varlega og styðjum  hvort annað til betri tíma.

 

F.h. stjórnar SDS

Helga

Nýtt yfirlit yfir aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins

Stjórnvöld, sveitarfélög, lánastofnanir og fleiri aðilar hafa gripið til ýmiskonar aðgerða vegna COV…
 
Stjórnvöld, sveitarfélög, lánastofnanir og fleiri aðilar hafa gripið til ýmiskonar aðgerða vegna COVID-19 faraldursins.

BSRB hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu aðgerðir stjórnvalda og annarra vegna COVID-19 faraldursins. Tilgangurinn er sá að gera aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra auðveldara fyrir að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og tryggja réttindi launafólks. https://www.bsrb.is/is/moya/page/spurt-og-svarad-um-rettindi-vegna-covid-19-faraldursins 

Yfirlitið er aðgengilegt hér á vef BSRB og verður það uppfært eftir því sem tilefni gefst til. Þá hefur bandalagið tekið saman ítarlegan lista af spurningum og svörum um réttindi launafólks í heimsfaraldrinum.

 


Meira

Sumarorlof 2020

 

Opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots fyrir sumartímabilið 29.maí-11.sept.,

 þriðjudaginn 7.apríl og úthlutað verður 14.apríl. Þá lokar umsóknarvefnum þar til 24.apríl.

Í millitíðinni fá  þeir sem  hafa fengið staðfestingarbréf í tölvupósti frest til 20.apríl til að greiða fyrir úthlutaðan bústað eða íbúð. Ef ekki hefur verið gert upp fyrir þann tíma, fellur úthlutunin út.

Það verður opnað fyrir umsóknir aftur 24.apríl fyrir lausar vikur sem eftir standa og þá gildir reglan, fyrstur kemur fyrstur fær. Fram að því er það punktastaða, með tillit til úthlutanna frá árinu áður.

 Orlofsblaðið hefur verið sent á þá félagsmenn sem við höfum netfang hjá og hérna er linkur inná það; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/41/

Umsóknin er rafræn eins og undanfarin ár. Það krefst þá innskráningar með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þið farið inná heimasíðu https://sds.is/ eða beint inná þennan link; https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

Flettið vel yfir orlofsblaðið, þar eru mjög ítarlegar upplýsingar og eins eru nánari upplýsingar á orlofsvefnum sjálfum. Þá er vert að minnast á fleira sem stendur ykkur til boða eins og orlof að eigin vali, gistimiða, veiði- og útilegukortin.  

 Ferðumst innanlands og jafnframt því tökum við fullt tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu.

Ábendingar um brot á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli

Óheimilt er að lækka starfshlutfall en krefjast óbreytt vinnuframlags.
Óheimilt er að lækka starfshlutfall en krefjast óbreytt vinnuframlags.

Dæmi eru um að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna en krefjist vinnuframlags umfram hið nýja hlutfall. Ábendingar um þetta hafa borist BHM og BSRB, sem og aðildarfélögum bandalaganna, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu frá bandalögunum tveimur.

Þetta gengur þvert gegn lagabreytingum sem Alþingi gerði nýverið til að auðvelda atvinnurekendum að halda starfsfólki og koma í veg fyrir uppsagnir vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa af völdum COVID-19 heimsfaraldursins.


Meira

Óábyrgar hugmyndir um skerðingar í almannaþjónustu

„Niðurskurður í almannaþjónustu leiðir til stærri vandamála en markmiðið er að hann leysi og því ætt…
„Niðurskurður í almannaþjónustu leiðir til stærri vandamála en markmiðið er að hann leysi og því ættum við öll að sameinast um að verja velferðina,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Hugmyndir um launaskerðingar og skerðingu á starfshlutfalli opinberra starfsmanna nú þegar reynir á almannaþjónustuna sem aldrei fyrr í heimsfaraldri kórónaveirunnar eru óábyrgar og munu leiða af sér mun stærri vandamál en markmiðið er að reyna að leysa.

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um frumvarp til fjáraukalaga segir að það séu „mikil vonbrigði“ að ekki sé rætt um að skerða starfshlutföll eða launakjör opinberra starfsmanna, annarra en þeirra sem eru í fremstu víglínu vegna heimsfaraldursins, nú þegar stórfelld lækkun starfshlutfalls og uppsagnir séu að hefjast á almenna vinnumarkaðinum.

„Að krefjast þess að opinberir starfsmenn sæti launaskerðingum kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum og gera líf samborgara sinna bærilegra, tryggja heilsu almennings og halda uppi nauðsynlegri þjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Meirihluti þjóðarinnar hefur lagt áherslu á að samstaðan sé mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn vánni sem fylgir COVID-19, bæði heilsufarslega og efnahagslega. Aðrir kjósa sér greinilega aðra leið.“

Skilningsleysi Viðskiptaráðs á opinberum rekstri bendir til þess að viðskiptalífið á Íslandi skilji ekki að það er einmitt grunnþjónustan sem geri þeim kleift að starfa. Hvernig ætla íslensk fyrirtæki að starfa og dafna án öflugs heilbrigðis- og menntakerfis? Hvernig á starfsfólk fyrirtækjanna að geta sinnt störfum sínum ef ekki eru til staðar leikskólar, grunnskólar hjúkrunarheimili, þjónusta við fólk með fötlun og langvarandi veikindi? Hver á að hirða sorpið sem skapast í rekstrinum og daglegu lífi starfsfólksins, hver á að þrífa og tryggja hreinlæti? Hvernig ætla að fyrirtækin að starfa í samfélagi án öflugrar löggæslu? Hvernig ætla fyrirtækin að koma vörum sínum og þjónustu á markað án trausts vegakerfis og fjarskiptainnviða? Hvernig ætla fyrirtæki landsins að starfa í innlendu og alþjóðlegu umhverfi án íslensks stjórnkerfis sem stendur vörð um leikreglur og þjónustu við almenning og fyrirtæki?


Meira
Upp