Hleð......

AÐALFUNDUR SDS 2019

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Munaðarnesi

laugardaginn 6.apríl frá kl.17:00

Rútur fara frá; Búðardal, Hellissandi og Stykkishólmi sem sameinast rútunni sem kemur utan af nesinu. Nánari tímasetningar og skráning á þátttöku auglýst síðar.

 Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

-Skýrsla orlofsnefndar

-Skýrsla starfsmenntunarsjóðs

-Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs

Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn til tveggja ára.

Samkvæmt 6.grein laga SDS

Stjórn og stjórnarstörf:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum; Formanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnendum og 2 varamönnum. Kosið er til 2ja ára í senn. Við kosningu skal ávallt leitast við að hafa sem jöfnust hlutföll á félagssvæðinu.

Formann skal kjósa sérstaklega á 3ja ára fresti, en meðstjórnendur skulu kosnir þannig að tveir eru kjörnir ár hvert og

varamenn.

Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá hlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Yfir eftirréttinum mun svo Orri  Sveinn Jónsson, trúbador og gleðispaði,  skemmta gestum með söng og gleði af sinni alkunnu snilld.

 

Rúturnar fara heim á leið kl.21:00

Vetrarfrí 2019

Skrifstofa SDS verður lokuð dagana 6.-13.mars.  Erindi sem ekki þola bið er vísað á Kristjönu varaformanns SDS, í netfangi; kiddy@gsnb.is eða í síma: 849-6413

Og þangað til, lifið heil 

Viðhorfskönnun félagsmanna Samflots

Kæru félagar,
Ég vil að minna ykkur enn og aftur á viðhorfskönnunina okkar meðal Samflots félagana. Þið eigið öll að vera búin að fá hana senda í tölvupósti og ef það er ekki tilfellið, hafið þá endilega samband við mig og við greiðum úr því.
 
Það er mikilvægt að vera með og hjálpast að, til að koma okkar sjónarmiðum og væntingum á framfæri 
 
 
Með bestu kveðju,
Helga Hafsteinsdóttir
Formaður SDS

Tími og peningar – lengjum fæðingarorlofið strax

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, for…
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs.

Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tók fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para.

Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfallið sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs.


Meira

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

Formannaráð BSRB telur skattatillögur stjórnvalda vonbrigði enda sé ekki gengið nægilega langt í átt…
Formannaráð BSRB telur skattatillögur stjórnvalda vonbrigði enda sé ekki gengið nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í þeim.

Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.

Í ályktuninni er það ítrekað sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda.

„Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins.

Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu.

Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni


Meira
Upp