Hleð......

Höfnum skammtímalausnum í heilbrigðismálum

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

Það fer oft minna fyrir góðu fréttunum en þeim slæmu. Þess vegna eru sagðar færri fréttir af því þegar vel gengur að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu en þegar þeir lengjast. Það gæti því hafa farið framhjá einhverjum að átak sem heilbrigðisyfirvöld hafa staðið fyrir til að stytta biðlista eftir aðgerðum hefur gengið vel. Biðlistarnir eru að styttast en verkinu er ekki lokið. Augljóslega er óásættanlegt að sjúklingar þurfi að bíða lengi eftir því að komast í aðgerðir sem geta bætt lífsgæði og líðan.

Þess vegna vekur eftirtekt hversu mikill þrýstingur er nú á heilbrigðisyfirvöld að stórauka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þvert á vilja mikils meirihluta landsmanna. Skýringin gæti verið sú að áhugamenn um einkavæðingu telji sig eiga meiri möguleika að ná sínu fram núna en þegar biðlistar hafa styst enn meira.


Meira

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

Formannaráð BSRB fordæmir bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja.
Formannaráð BSRB fordæmir bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja.

 

Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi ráðsins nú rétt fyrir hádegi.

Ráðið skorar á bæði fulltrúa launafólks og fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér af fullum þunga gegn þessari óheillaþróun. Ráðið telur það ekki hlutverk lífeyrissjóða landsmanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem sýna af sér algert siðleysi með því að greiða stjórnendum ofurlaun eða bónusa sem ekki eru boðnir almennum starfsmönnum fyrirtækjanna.


Meira

BSRB í aðgerðahópi ráðuneytis vegna #metoo

Skipaður hefur verið aðgerðahópur á vegum Velferðarráðuneytisins í kjölfar #metoo byltingarinnar til að fylgja eftir aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.


Meira

Kjarasamningavinna hafin

Trúnaðarmannafundur í Bæringsstofu Grundarfirði
Trúnaðarmannafundur í Bæringsstofu Grundarfirði
1 af 2

Í dag var vinnufundur trúnaðarmanna SDS í Kaffi Emil, Grundarfirði

Fundurinn var vel lukkaður í alla staði. Farið var í undirbúningur að kjarasamningagerð um leið og drög voru lögð að kröfugerð SDS til SNS (samninganefnd sveitarfélag) Var hugur í fólki og áherslurnar í megin atriðum skýrar. Endanleg kröfugerð verður birt hér á vefnum í október n.k. 

Vinnufundi lauk með því að Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB var með kynningu á réttindum og skyldum starfsmanna og atvinnurekandi í tengslum við aðgerðir gegn áreitni og einelti á vinnustöðum. Kom hún víða við enda umfangs mikið málefni og margt sem ber að varast og mikilvægt að sem flestir séu meðvitaðir um rétt sinn um leið og unnið sé að því með skipulegum hætti byggja upp betra og réttlátara vinnuumhverfi á jafnréttisgrundvelli. Öllum til framdráttar. 

Frábær fundum með flottu fólki!

Trúnaðarmannafundur SDS 11.sept.

Fundur trúnaðarmanna og stjórnar SDS

verður haldinn í Kaffi Emil, Grundarfirði

11.september  frá kl. 11:00- 15.00 


Meira
Upp