Hleð......

Námskeið um styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu

 

Fjarnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu hefjast í næstu viku.
Fjarnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu hefjast í næstu viku.

Undirbúningur fyrir styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki er kominn á fullt skrið, en styttingin mun taka gildi þann 1. maí næstkomandi. Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður starfsfólki í vaktavinnu hjá Reykjavíkurborg, ríki, sveitarfélögum og á sjálfseignarstofnunum upp á grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði kerfisbreytingar betri vinnutíma í vaktavinnu. Þátttakendur munu fá upplýsingar um allt fræðsluefni sem er aðgengilegt á vefnum betrivinnutimi.is og leiðbeiningar um hvernig þeir geta aflað sér frekari þekkingar upp á eigin spýtur.

Í ljósi ástandsins í samfélaginu fara námskeiðin fram í gegnum fjarfundarbúnað. Námskeiðin verða um klukkustund að lengd og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Auglýst hafa verið fjögur grunnnámskeið:

  • 11. janúar
  • 12. janúar
  • 15. janúar
  • 18. janúar

Þátttakendur þurfa að skrá sig á vef Starfsmenntar.

Athugið að grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu eru ætluð öllum sem vinna vaktavinnu en önnur námskeið eru aðeins ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum.

Tekjufall mest hjá láglaunafólki – hætta á vaxandi ójöfnuði

Þegar má sjá þess merki að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

Þegar má sjá þess merki að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. 15. des 2020 sérfræðingahópurcovid

Vísbendingar eru um að efnahagsleg áhrif COVID-veirufaraldursins komi harðast niður á láglaunahópum á Íslandi. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir áhrifum kófsins, en einnig ungt fólk og innflytjendur. Þegar má sjá merki þess hér á landi að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldursins.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum veffundi sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar sem efnt var til í dag undir yfirskriftinni „Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við“.

Á fundinum kynnti Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, nýja greiningu hópsins þar sem efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar eru borin saman við áhrif kreppunnar sem varð í kjölfar bankahrunsins 2008. Niðurstöðurnar eru í samræmi við rannsóknir Eurostat á áhrifum faraldursins eftir atvinnugreinum og mismunandi hópum launafólks.

Greining sérfræðingahópsins sýnir að samdrátturinn í ferðaþjónustu er veigamikill í þessu samhengi. Þá hafa listamenn og starfsfólk í menningartengdum greinum upplifað mun meiri samdrátt nú en í kjölfar hrunsins. Ekki mælist samdráttur í greinum í opinbera kerfinu sem skýrist af því að opinber kerfi hafa verið í framlínu í baráttu við veiruna og vinnuálag t.d. innan heilbrigðisþjónustu því mjög mikið. Konur eru í meirihluta starfandi í þessum greinum. Þá er hlutdeild kvenna í mörgum greinum ferðaþjónustu og framlínustörfum í baráttunni við COVID-19 hærri hér á landi en meðaltalið í löndum Evrópu.

Áhyggjur af vaxandi ójöfnuði


Meira

Þingmenn hafni lækkun á fjármagnstekjuskatti

Ríkissjóður mun verða af 1,5 til 1,8 milljörðum króna vegna fyrirhugaðrar hækkunar á frítekjumarki f…

 
Ríkissjóður mun verða af 1,5 til 1,8 milljörðum króna vegna fyrirhugaðrar hækkunar á frítekjumarki fjármagnstekna.

BSRB leggst alfarið gegn því að frítekjumark á fjármagnstekjum verði tvöfaldað og undanþágur nái til arðs og söluhagnaðar af verð- og hlutabréfum og hvetur þingmenn til að hafna frumvarpi fjármálaráðherra.

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að frítekjumark fjármagnstekna fari úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund krónur og undanþágur verði víkkaðar út, eins og fram kemur í umsögn BSRB um frumvarpið.

„BSRB ítrekar varnaðarorð sín um ósjálfbæran rekstur ríkissjóðs vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar um skattlækkanir af ýmsum toga á kjörtímabilinu, að frátöldum þeim tímabundnu aðgerðum sem tengjast viðbrögðum við heimsfaraldrinum,“ segir í umsögn bandalagsins. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nema ótímabundnar skattalækkanir um 34 milljörðum króna árlega og munu tekjur ríkissjóðs lækka um sem nemur 1,5 til 1,8 milljörðum króna verði frumvarp þetta að lögum óbreytt. „Á sama tíma sæta mikilvægir málaflokkar aðhaldsmarkmiðum þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun og umframálag vegna faraldursins,“ segir í umsögninni.

„BSRB leggst alfarið gegn því að svo veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi fjármagnstekjuskatts verði samþykktar á hraðferð í miðjum heimsfaraldri og alvarlegum efnahagssamdrætti sem hefur leitt til gríðarlegs tekjufalls hjá ríkissjóði og sveitarfélögum,“ segir í umsögninni. „Þær ívilnanir sem felast í frumvarpinu lýsa skilningsleysi á þeim alvarlega vanda sem ríkisvaldið og heimili landsins standa frammi fyrir. BSRB leggur ríka áherslu á að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki. Stærsta verkefni fjárveitingarvaldsins nú, að mati bandalagsins, er að tryggja afkomu fólks og fjármögnun mikilvægrar þjónustu sem og að skapa atvinnutækifæri.

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (fjármagnstekjuskattur), 374. mál.

Flestir leikskólar í Reykjavík í 36 stunda vinnuviku

„Það er auðvitað ögrandi verkefni að skipuleggja fjarveru starfsmanna á hverjum degi,“ segir Særún Á…
 
 
„Það er auðvitað ögrandi verkefni að skipuleggja fjarveru starfsmanna á hverjum degi,“ segir Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Hofi í Reykjavík.

„Við á leikskólanum Hofi tókum þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá borginni og vissum því vel hvað við vorum að fara út í þegar kom að því að stytta vinnuvikuna nú í haust,“ segir Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Hofi í Reykjavík.

Auk þess að hafa innleitt styttinguna á eigin leikskóla hefur Særún, ásamt öðrum reynslumiklum leikskólastjórum, aðstoðað stjórnendur á öðrum leikskólum borgarinnar og víðar um land við að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Niðurstaðan er sú að lang flestir leikskólar borgarinnar eru langt komnir í umbótasamtali og ætla að stytta vinnuvikuna í 36 stundir.

„Stjórnendur í leikskólum borgarinnar eru á ólíkum stað í ferlinu. Flestir eru tilbúnir í þetta en sumir sjá ekki hvernig þetta getur gengið upp,“ segir Særún. „Það er auðvitað ögrandi verkefni að skipuleggja fjarveru starfsmanna á hverjum degi,“ segir hún. Þar sé mikilvægast að búa til fast kerfi þar sem gert sé ráð fyrir fjarverunni frekar en að þurfa alltaf að slökkva elda á hverjum degi eða í hverri viku.

Hætta á hádegi einn dag í viku

Á flestum leikskólum virðist sem niðurstaðan verði svipuð og á Hofi, að hver starfmaður í fullu starfi hætti klukkan 13 einn dag í viku, sem er þriggja klukkustunda stytting. Við það bætist ein klukkustund sem starfsmenn safna upp og taka þegar hentar bæði þeim og starfseminni. Það gæti til dæmis verið í tengslum við vetrarfrí í grunnskólum, til að lengja helgar eða á annan hátt, segir Særún. Hún segir þetta koma betur út en að fólk hætti klukkan 12, enda sé erfitt að missa fólk út fyrir hádegismat barnanna.


Meira
Upp