Hleð......

Niðurstaða kosningar um nýja kjarasamninga liggur fyrir

1 af 2

 

Úrslit eru eftirfarandi

Við Samband ísl.sveitarfélaga; 61% þátttaka og samningur samþykktur með 85% atkvæða.

Við Fjármála-og efnahagsráðuneyti; 60 % þátttaka og samningur samþykktur með 87% atkvæða.

F.h. SDS viljum við þakka félagsmönnum fyrir góða þátttöku  og um leið óska ykkur til hamingju með samningana.

Sjá nánar hér hægra megin

Spurt og svarað um réttindi vegna COVID-19 faraldursins

 

Mikilvægt er að gæta að réttindum launafólks á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. BSRB hefur tekið saman algengar spurningar sem hafa borist frá aðildarfélögum og félagsmönnum aðildarfélaga. Við munum bæta við spurningum eftir því sem tilefni er til.

Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira. https://www.bsrb.is/is

Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira. 

Algengar spurningar um réttindi félagsmanna í aðildarfélögum BSRB tengd COVID-19 faraldrinum


Meira

Rafræn kynning og kosning á nýjum kjarasamningum

Fyrirhugaðir kynningarfundir vegna nýgerða kjarasamninga við ríki og bæ, munu ekki verða haldnir að gefinni tillitsemi vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu. Við teljum enga ástæðu til að storka fyrirmælum stjórnenda og hvað þá örlögum okkar félagsmanna og fjölskyldum þeirra.

Í rafrænum heimi sem flest okkar búum við getum við ráðstafað því þannig að ítarlegt kynningarefni verður sett inná Facebook- og heimasíðu SDS og á BSRB síðunni. 

Rafræn kosning mun svo fara af stað á hádegi miðvikudag 18.mars og henni lýkur seinnipart dags 22.mars. Nánari tímasetningar seinna.

Þið fáið sendan tölvupóst eða SMS fyrir uppsettan tíma með slóð inná atkvæðagreiðsluforrit. Ef það er einhver misbrestur á, hafið þá endilega samband við skrifstofu og við reynum að greiða úr því. Við erum m.a. ekki með netföng eða símanúmer allra félagsmanna.

Það er von okkar að þetta óvenjulega fyrirkomulag að kosningu nýs kjarasamnings geti gengið upp og valdi ykkur ekki miklum óþægindum og eða óvissu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir ykkar aðgengi og aðstoða á alla hugsanlegan hátt.

Við reynum svo að svara öllum spurningum sem upp koma hratt og vel á FB og svo má líka senda okkur tölvupóst í; dalaogsnae@gmail.com 

Kynnigarefni frá BSRB

Kynningarefni fyrir önnur atriði í kjarasamningi við sveitarfélögin

Kynningarefni fyrir önnur atriði í kjarasamningi við Ríkið

Kjarasamningur við Ríkið

Kjarasamningur við Sveitarfélögin

Með von um góðar og samvinnufúsar undirtektir

F.h. stjórnar SDS

Helga

Kynning og kosning á nýjum samningum

 Kynning á nýjum kjarasamningum við ríki og bæ verður auglýst hérna á síðum SDS við fyrsta tækifæri og svo í beinu framhaldi verður kosning um þá. Kosningu skal lokið fyrir 23.mars 

Fylgist vel með hérna ;-)

Lífsgæðasamningur undirritaður og verkfalli afstýrt

Samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifaði rétt eftir miðnætti undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn nær til 7000 félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum og gildir frá 1. apríl 2019 til 31.mars 2023. Boðum verkföllum sem áttu að hefjast á miðnætti hefur fyrir vikið verið aflýst.

 Meðal helstu atriða kjarasamningsins er:

Stytting vinnuvikunnar sem hefur um árabil verið eitt af helstu baráttumálum BSRB. Samkomulagið felur í sér miklar lífsgæðabreytingar og er um tímamóta samkomulag að ræða

Laun hækka í samræmi við lífkjarasamninginn svokallaða

Stofnun Félagsmannasjóðs sem felur í sér 80 þúsund króna árlega greiðslu til félagsmanna

30 daga orlof fyrir alla

Hinn nýi kjarasamningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.

Upp