Hleð......

Formannaráð BSRB mótmælir aðhaldskröfu

Formannaráð kallar eftir álagsgreiðslum og stuðningi fyrir framlínustarfsfólk.

Formannaráð kallar eftir álagsgreiðslum og stuðningi fyrir framlínustarfsfólk.

Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri kórónuveirunnar og kjölfar hans, eins og fram kemur í ályktun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í morgun.

Í ályktuninni er kallað eftir því að fjármagni verði veitt í heilbrigðiskerfið í samræmi við þörf og að Landspítalanum verði bætt upp áralangt fjársvelti. Bent er á það í ályktun ráðsins að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem Landspítalinn glími nú við.

„Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni.

Þar segir að það sé löngu tímabært að bæta starfsumhverfi starfsfólks almannaþjónustunnar, sem unnið hefur þrekvirki í því að koma landsmönnum í gegnum faraldurinn. „Í stað þess að leita leiða til að létta álagi af starfsfólki í framlínu baráttunnar gegn faraldrinum er nú kallað eftir aðhaldi í rekstri og niðurskurði. Verði ekki horfið frá þessari stefnu geta afleiðingarnar fyrir heilsu starfsfólksins verið alvarlegar,“ segir í ályktuninni.

„Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum,“ segir þar ennfremur.

Ályktunina í heild sinni má lesa hér.

Hlaupa ekki hraðar heldur nýta vinnutímann betur

„Við viljum ekki að starfsfólkið okkar sé að hlaupa hraðar heldur viljum við hjálpa okkar fólki að n…
 
„Við viljum ekki að starfsfólkið okkar sé að hlaupa hraðar heldur viljum við hjálpa okkar fólki að nýta tímann í vinnunni betur,“ segir Björg Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skógræktarinnar.

Kóvid-faraldurinn getur haft áhrif á innleiðingu styttingu vinnuvikunnar en hjá Skógræktinni lét starfsfólkið lét faraldurinn ekki stoppa sig í því að vinna þetta verkefni vel og stytta vinnuvikuna í 36 stundir.

Skógræktin fylgdi vel þeim verkferlum sem lagt er upp með, til dæmis á vefnum betrivinnutimi.is. Fyrsta skrefið var að stofna vinnutímanefnd sem greindi starfsemi stofnunarinnar og í kjölfarið efnt til starfsmannafundar, segir Björg Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skógræktarinnar. Fundurinn, eins og aðrir fundir í þessu ferli, fór fram í gegnum fjarfundabúnað vegna heimsfaraldursins.

„Við vorum kannski í aðeins annarri stöðu en margir aðrir vinnustaðir. Við höfum verið að nota fjarfundabúnað markvisst undanfarin ár enda erum við með starfsstöðvar um allt land,“ segir Björg.

Á starfsmannafundinum var byrjað á innleiðingu frá fulltrúa kjara- og mannauðssýslu ríkisins og kynnti vinnutímanefnd svo greiningu á starfseminni. Að því loknu var farið í umbótasamtal meðal starfsmanna. Í kjölfar fundarins var einnig boðið upp á sérstakt umbótasamtal með starfsfólki á einstökum sviðum Skógræktarinnar.

„Í þessu umbótasamtali lögðum við mikla áherslu á að við viljum ekki að starfsfólkið okkar sé að hlaupa hraðar heldur viljum við hjálpa okkar fólki að nýta tímann í vinnunni betur,“ segir Björg. „Það voru langsamlega flestir mjög jákvæðir gagnvart því að stytta vinnuvikuna en fólkið okkar hjá Skógræktinni er upp til hópa með mikla ástríðu fyrir skógrækt og finnst mjög gaman í vinnunni. Einn sagðist meira að segja frekar vilja lengja vinnuvikuna,“ segir hún og hlær.

Ákveðið var að fara í hámarksstyttingu og stytta þar með vinnuviku starfsfólks úr 40 stundum í 36. Flest starfsfólk tekur styttinguna út vikulega, á föstudögum, en einhverjir taka hana út með einum frídegi aðra hverja viku, einnig á föstudögum. Nýtt skipulag með styttri vinnuviku tekur gildi hjá Skógræktinni strax í byrjun desember og er unnið eftir því til reynslu til 1. ágúst 2021.

Áfram matur og kaffi

 


Meira

Desemberuppbót / Persónuuppbót 2020

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

1.des. 2020  Kr. 118.750

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

1.des. 2020 Kr. 94.000

Hvernig verður vinnudagurinn? Matar og kaffitímar

Til að ná hámarks styttingu vinnuvikunnar og ná fram um leið besta langvarandi ávinningi í bættri vinnustaðarmenningu þarf að koma til ítarleg samvinna stjórnenda og starfsmanna. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma og kynna sér verkefnið vel og dyggilega og leggja svo sitt af mörkum.  Hér er eitt af mörgum fræðslumyndböndum sem finna má inná síðum https://www.styttri.is/ og https://betrivinnutimi.is/ 

https://www.youtube.com/watch?v=FwmVdRwtTBs&feature=emb_logo 

Byrjað að stytta vinnuvikuna á öflugum vinnustöðum

„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fange…
 
 
„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fangelsismálastofnun.

„Það eru allir mjög ánægðir með þetta og við sem erum byrjuð að stytta vinnuvikuna getum ekki annað en lofað þetta í hástert. Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, trúnaðarmaður Sameykis hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á Hólmsheiði.

Fangelsismálastofnun er einn þeirra fyrirmyndarvinnustaða sem þegar hafa innleitt styttingu vinnuvikunnar hjá sínu starfsfólki sem vinnur dagvinnu. Vinnuvika starfsfólksins styttist úr 40 stundum í 36.

Þeim vinnustöðum fjölgar nú ört sem hafa lokið umbótasamtali og starfsfólk er ýmist byrjað að stytta vinnuvikuna eða veit hvernig það verður gert nú um áramótin. Um miðjan nóvember höfðu 19 stofnanir ríkisins sent inn staðfestingu á því að innleiðingarferlinu fyrir styttingu vinnuvikunnar sé lokið.

Samtals starfa um 150 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB á þessum vinnustöðum og stærstur hluti þeirra, nærri fjórir af hverjum fimm, stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Útfærslan er mismunandi en algengast er að hver vinnudagur styttist aðeins, þó einnig séu margir sem taka út styttinguna hálfan dag í viku, eða einn dag aðra hverja viku eftir því hvað hentar.


Meira
Upp