Hleð......

Batnandi heimur í hundrað ár

Formenn norrænna heildarsamtaka launafólks segja áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir krefja…
Formenn norrænna heildarsamtaka launafólks segja áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir krefjast ýmiskonar aðgerða.

Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi.

Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga.


Meira

Engar fréttir eru góðar fréttir, eða?

 

Nei, það á nú ekki við hvað varðar okkar samningastöðu gagnvart ríki og bæ. Samningar hafa verið lausir síðan 1.apríl. Fyrst vorum við sett á bið á meðan almenni markaðurinn kláraði sína samningagerð og þegar okkar samninganefndir var hleypt að borðum hefur það verið með hægum stíganda í besta falli.

Þar gerast hlutirnir hægt þessa dagana og nú fara sumarfríin líka að hafa veruleg áhrif  á gang mála. Við sjáum ekki fram á það að ná samningum fyrir þann tíma og þá erum við að tala um að samningavinnan dragist fram á haustdaga. Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) vill halda að sér höndum á meðan viðræðunefndir við ríkið innan BSRB hafa ekki náð samkomulagi. Þar strandar á ýmsum réttindamálum og launaliðurinn verði ennþá lítið ræddur. Vissulega eru viðræður í gangi og ýmis textavinna og önnur réttindamál rædd, en sem sagt, þá hef ég litlar fréttir að færa ykkur að svo stöddu máli.

                                                                                          Með kærri kveðju, Helga 

                                                                                                                        

Farið yfir stöðuna á fundi samningseininga BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fór yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðum á fundi samningseininga BSRB.
 

Fjallað var um stöðuna í kjaraviðræðum BSRB og aðildarfélaga bandalagsins við viðsemjendur á fundi samningseininga BSRB í morgun og rætt um næstu skref.

Á fundinum fór Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og aðrir úr samninganefndum bandalagsins yfir það sem fjallað hefur verið um á fundum með viðsemjendum bandalagsins. Fjallað var um fundi með samninganefndum ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, en aðildarfélög bandalagsins semja við alla þessa aðila. Samningar flestra aðildarfélaga hafa verið lausir frá því í lok mars, en einhver félög hafa verið með lausa samninga frá því um áramót.

Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti án þess að sjái til lands í viðræðum um nýja kjarasamninga.

Á fundi samningseininga í morgun ræddu fulltrúar aðildarfélaga sínar hugmyndir og væntingar til kjarasamningsviðræðna og þær kröfur sem gerðar eru til viðsemjenda. Á fundinum var ákveðið var að halda viðræðum áfram með óbreyttu sniði áfram.

 

Orlofsfréttir maí 2019

Ásendi 6 Húsafelli
Ásendi 6 Húsafelli

Af orlofsmálum

Sumarorlofstímabilið er nú þegar farið af stað og það má glöggt sjá inná orlofsvef Samflots, sem er okkar samstarfsvettvangur fjögurra stéttarfélaga innan Samflotsins, að félagsmenn eru komnir í sumargírinn. Flestar vikurnar eru farnar í leigu í okkar orlofsbústöðum um land allt og að ógeymdri íbúðinni á Spáni, þó eru ennþá einhverjar vikur lausar og um að gera að fara inná vefinn og skoða það https: https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

Stéttarfélögin hafa verið að gera endurbætur og kaupa inn fyrir sumarið til þess að tryggja sem bestu aðkomu og aðstöðu í bústöðunum sem og íbúðum. Lengi býr að fyrstu gerð ;-) 

Margt annað er líka í boð sem ég ætla ekki að fara að telja upp hérna, en vil minna ykkur á styrk sem þið getið sótt um annað hvert ár sem við köllum  ,, Orlof að eigin vali“  Styrkurinn í ár er allt að 23.00 kr. Sækja þar um þann styrk fyrir 1.ágúst og viljum við benda ykkur á að þó svo að ferðin sé ekki fyrr en seinna á árinu, þá þarf að sækja um fyrir tilsettan tíma og senda síðan samþykktina og kvittunina á greiddum útgjöldum eftir á, hingað á skrifstofu SDS.

Allt þetta og margt annað má lesa um í orlofsblaðinu okkar; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/35/

 

Með kærri kveðju og óskum um gleðilegt sumarorlof f.h.

Orlofsnefndar SDS, Helga

Aðalfundur BSRB 2019

Varað við aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu

Fjölmennur aðaldundur BSRB ályktaði um heilbrigðismál og kjarasamninga.
Fjölmennur aðaldundur BSRB ályktaði um heilbrigðismál og kjarasamninga.

BSRB varar við því að aukið verði við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu enda yrði það í algerri andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Í nýsamþykktri ályktun aðalfundar bandalagsins er bent á að einkarekstur dragi ekki úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustuna og torveldi stjórnvöldum að forgangsraða og skipuleggja heilbrigðiskerfið í þágu almannahagsmuna.

„Við megum ekki láta skammtímahagsmuni ráða þegar kemur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi sem á að þjóna öllum landsmönnum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Það eru beinir hagsmunir almennings að auka ekki við þá einkavæðingu sem þegar hefur verið ráðist í heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið svo það geti veitt fyrsta flokks þjónustu án langra biðlista.“

Í ályktun aðalfundarins eru stjórnvöld hvött til að byggja upp opinbera þjónustu á Landspítalanum, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og heilsugæslunni. Þá er lögð áhersla á að markvissu átaki til að vinna niður biðlista eftir aðgerðum verði haldið áfram. Einnig eru stjórnvöld hvött til að gera nauðsynlegar úrbætur á starfsumhverfi starfsfólks í heilbrigðiskerfinu til að gera stofnanirnar að aðlaðandi vinnustöðum fyrir vel menntað og öflugt starfsfólk til að tryggja nauðsynlega endurnýjun.


Meira
Upp