Niðurskurður á Landspítalanum óásættanlegur
Það er með öllu óásættanlegt að enn og aftur þurfi að grípa til harkalegs niðurskurðar á Landspítalanum og grafa þannig undan heilbrigðiskerfinu, að mati BSRB. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til að leiðrétta stöðu spítalans og draga úr því gríðarlega álagi sem verið hefur á starfsfólk hans.
Forstjóri Landspítalans hefur sagt að spítalann vanti um 3 milljarða króna til að viðhalda óbreyttum rekstri og því þurfi bæði að fækka starfsfólki og lækka laun. Staða spítalans var grafalvarleg fyrir, skortur á starfsfólki og álag á þá sem þar starfa gríðarlegt.
„Með því að halda þjóðarsjúkrahúsinu í fjársvelti er verið að grafa undan opinbera heilbrigðiskerfinu. Það er í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar, sem sýndi þann vilja meðal annars með þátttöku í undirskrifasöfnun þar sem um 85 þúsund manns kröfðust stóraukinna framlaga til heilbrigðismála,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Meira