Hleð......

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu samþykkir sameiningu við Kjöl

Fráfarandi stjórn: Frá vinstri, Helga, Lilja, Kristjana, Guðrún Birna á myndina vantar Kristínu, Aða…
Fráfarandi stjórn: Frá vinstri, Helga, Lilja, Kristjana, Guðrún Birna á myndina vantar Kristínu, Aðalstein og Jófríði
 

Á aðalfundi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu (SDS) sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 21. október í Grundarfirði og í fjarfundi var borin upp tillaga um sameiningu félagsins við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddu atkvæðum og tekur sameiningin þegar gildi en bókhaldsleg sameining verður um áramótin.

Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er eitt af stærstu aðildarfélögum BSRB. Félagið er deildaskipt og í kjölfar sameiningarinnar verður stofnuð SDS deild innan Kjalar. Aðrar deildir félagsins eru á Dalvík, Siglufirði, Akureyri, í Skagafirði, Húnavatnssýslum og Borgarfirði. Við sameininguna þá tekur Helga Hafsteinsdóttir fráfarandi formaður SDS, sæti í stjórn Kjalar en SDS-deild er tryggt sæti á lista til stjórnar Kjalar stéttarfélags samkvæmt lögum félagsins. Hún verður jafnframt áfram starfsmaður á skrifstofunni  í Grundarfirði. 

Félagsaldur félagsmanna SDS flyst að fullu til sjóða Kjalar stéttarfélags, orlofssjóðs og starfsmenntasjóðs. Til áramóta nk. verður afgreiðsla styrkja starfsmenntasjóðs og afgreiðsla orlofshúsa SDS með óbreyttu sniði.

Hluti fundarmanna en fundurinn var bæði stað og fjarfundur og alls voru 48 manns. 


Meira

Framhalds-aðalfundur Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (SDS) 2021

 

 verður haldinn 21.október kl.17:15 -18:30

 Í Samfélagsmiðstöð Grundarfjarðar (áður Kaffi Emil)

(Stað-og stafrænn fundur)

Samþykkt frá fyrri aðalfundi 2.september:

  • Samþykkt var umboð stjórnar SDS til undirritunar á samkomulagi um sameiningu og þá um leið, samþykki á áframhaldandi sameiningarviðræðum við Kjöl ásamt því að standa fyrir umræðu- og kynningarfundum út í félaginu. Að því loknu verður kosning um sameiningu félagana á framhalds-aðalfundi SDS í 21.október 2021

                                   

Dagskrá framhalds- aðalfundar er sem hér segir:

  1. Stjórn SDS leggur fram eftirfarandi tillögu til samþykktar

Í framhaldi af sameiningarviðræðum, samþykktu samkomulagi um sameiningu  frá fyrri aðalfundi, upplýsingar-, umræðu- og kynningarfundum á félagssvæðinu, ber stjórn SDS fram tillögu til samþykktar um sameiningu við Kjöl stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, samkvæmt samkomulagi frá 3.september um sameiningu félaganna. 

 

  1. Umræða og fyrirspurnir
  2. Rafræn kosning

 

Spurt verður;

 Ertu samþykk(ur) sameiningu Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu (SDS) og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu?

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og greiða atkvæði eftir sinni sannfæringu.  

 Fundurinn verður hvort heldur, staðfundur fyrir þá sem hafa tök á að mæta og með rafrænu formi (Zoom).  Skráning er í báðum tilvikum nauðsynleg til að geta fylgst með fundi og greitt atkvæði.  Senda þarf tölvupóst á dalaogsnae@gmail.com , tilgreina fullt nafn, kennitölu og netfang.   

 Þátttakendur fá sendan í tölvupósti, hlekk inná fundinn samdægurs. Þegar á fundinn er komið fáið þið nákvæmar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna sem verður mjög aðgengileg og ekkert til að halda ykkur frá þátttöku. Skráningu lýkur deginum áður, 20.október.

F.h.stjórnar SDS

Helga Hafsteins

BSRB vill aðgerðir til að leiðrétta laun kvennastétta

BSRB hefur kallað eftir aðgerðum til að útrýma skökku verðmætamati kvennastarfa árum saman.
BSRB hefur kallað eftir aðgerðum til að útrýma skökku verðmætamati kvennastarfa árum saman.

BSRB kallar eftir því að gripið verði þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta laun kvennastétta sem hafa í sögulegu ljósi verið vanmetin, eins og fram kemur í umsögn BSRB um drög að skýrslu og tillögum starfshóps um verðmætamat kvennastarfa og endurmat á virði kvennastarfa.

„Skýrsla starfshóps forsætisráðherra tekur með greinargóðum hætti saman stöðu þekkingar á sviðinu sem byggir undir þær tillögur sem gerðar eru. Reynslan sýnir að aðgerðarleysi leiðir til þess að ekkert breytist. Þess vegna þarf að grípa þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta laun kvennastétta sem hafa í sögulegu ljósi verið vanmetin,“ segir meðal annars í umsögninni.

Þar er kallað eftir því að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að innleiða skýra stefnu og þróa verkfæri í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, líkt og starfshópurinn leggur til. Þá leggur BSRB áherslu á það í umsögninni að eftirfylgni og framfylgd tillagnanna verði í forgangi hjá forsætisráðuneytinu og skrifstofu jafnréttismála.

Starfshópur um endurmat á störfum kvenna var skipaður í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem undirrituð var við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög vorið 2020. Starfshópurinn skilaði drögum að skýrslu í samráðsgátt stjórnvalda þann 7. september síðastliðinn.


Meira

Leita

Upp