Hleð......

Sumarlokun skrifstofu SDS 2020

 

Skrifstofan verður lokuð 

frá og með mánudeginum 6. júlí og  

fram að mánudeginum 10.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi. 

                                                              Kveðja með sól í hjarta, Helga :0) 

                                                      

 

Sjúkrasjóður og forvarnir!

Til að sækja um styrki t.d. vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar- og nudds, tannlækninga, krabbameinsleitar, fæðingarstyrkja, líkamsræktar, gleraugnakaupa,  o.s.fr. getið þið núna farið inná heimasíðu Styrktarsjóðs BSRB og sótt um rafrænt. Þar finnið þið umsóknareyðublaðið og síðan þurfið þið að taka myndir af kvittununum fyrir útgjöldunum og senda sem fylgiskjal.  Þetta er tiltölulega einfalt og aðgengilegt umsóknarferli, það er bara að gefa sér smá tíma til að skrolla sig áfram og allt gengur upp https://styrktarsjodur.bsrb.is/forsida/

Ath. Til að geta sótt um í þessu umhverfi, þá þarf að eiga rafræn skilríki eða íslykil. Þeir sem ekki eiga slík skilríki geta prentað út umsóknareyðublaðið og sent það útfyllt ásamt kvittununum til sjóðsins.

Heimilisfangið er: Styrktarsjóður BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík

Umsóknareyðublaðið í PDF formi.

Helmingur launafólks gat unnið í fjarvinnu

Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.
 
 
Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.

Rúmlega helmingur launafólks, um 52 prósent, áttu þess kost að vinna fjarvinnu vegna COVID-19 faraldursins samkvæmt könnun rannsóknarfyrirtækisins Maskínu fyrir BSRB.

Mikill munur var á svörum fólks eftir búsetu. Þannig sögðust 61 til 63 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins hafa átt þess kost að vinna fjarvinnu en tæplega 35 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins.

Munurinn er mikill þegar svör þátttakenda eru skoðuð eftir menntun. Rúmlega 22 prósent fólks með grunnskólapróf gat unnið fjarvinnu og 32 prósent fólks með framhaldsskólapróf. Til samanburðar gátu tæplega 66 prósent þeirra sem lokið höfðu grunnnámi í háskóla unnið fjarvinnu og 81 prósent þeirra sem lokið höfðu framhaldsnámi við háskóla.

Þá var verulegur munur á því eftir tekjum hvort fólk gat unnið fjarvinnu og áttu tekjulágir þess síður kost að vinna fjarvinnu en tekjuhærri. Þannig sögðust tæp 20 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur undir 400 þúsundum hafa getað unnið fjarvinnu og 32 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 400 til 549 þúsund krónur. Til samanburðar gátu 69 prósent þeirra sem voru með eina milljón eða meira í heimilistekjur unnið fjarvinnu.


Meira

Leita

Upp