Hleð......

Stytting vinnuvikunnar, það sem koma skal

 

Þrír leikskólar stytta vinnuvikuna í 35 stundir
 

Þrír leikskólar í eigu Félagsstofnunar stúdenta (FS) ætla að stytta vinnutíma starfsmanna í 35 stundir á viku án launaskerðingar frá næstu mánaðarmótum. Markmiðið með breytingunum er að stuðla að auknu jafnvægi milli atvinnu og einkalífs starfsfólks og auka þannig lífsgæði þeirra. 


Meira

Kynbundin og kynferðisleg áreitni

Rannsóknir benda til að kynbundin og kynferðisleg áreitni þrífist á vinnustöðum. Hins vegar er óalgengt að einstaklingar leiti eftir aðstoð vegna slíkra mála. BSRB telur þörf á aukinni umræðu og útbreiðslu þekkingar á slíkri hegðun á vinnustöðum. Dæmi þar um er þátttaka í starfi um endurskoðun reglna varðandi kynbundna og kynferðislega áreitni sem tók gildi 2015, útgáfa fræðslubæklings og fræðslufundir.

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað.


Meira

Starfsloka námskeið hjá Brú

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar miðvikudaginn 17. janúar næst komandi. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. 

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.


Meira

Leita

Upp