Hleð......

Sumarleyfislokun skrifstofu SDS 2021  

Skrifstofan verður lokuð frá 29.júní - 7.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi. 

                                                              Með sólarkveðju, Helga

Opinberir starfsmenn í lykilhlutverki eftir faraldurinn

Endurskipuleggja þarf umönnunarstörf og berjast gegn einkavæðingu segir í yfirlýsingu PSI.
 
 
Endurskipuleggja þarf umönnunarstörf og berjast gegn einkavæðingu segir í yfirlýsingu PSI.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sýnt fram á mikilvægi opinberra starfsmanna og eytt mýtum á borð við að auðvelt og hagkvæmt sé að einkavæða almannaþjónustu og að ekki sé réttlætanlegt að auka útgjöld í samfélagsleg málefni. Opinberir starfsmenn munu einnig gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að koma samfélaginu út úr kreppunni sem faraldurinn kallaði yfir heimsbyggðina.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu PSI, alþjóðlegra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, sem BSRB á aðild að, á alþjóðlegum degi opinberra starfsmanna, sem haldinn er 23. júní ár hvert.

„Í heimsfaraldrinum hefur almenningur endurmetið hvað það er sem skiptir máli; fjölskylduna, heilsuna, menntun og stöðugleika og hversu mikið þessi atriði reiða sig á opinbera þjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það dugi ekki að klappa fyrir framlínufólkinu og þakka þeim fyrir. „Klappið hefur ekki leitt til þess að laun hafi hækkað eða starfsaðstæður batnað og við þurfum að halda áfram að berjast fyrir því að það verði raunin,“ segir þar ennfremur.


Meira

Ásökunum hagsmunaaðila um rangtúlkun hafnað

Ásökunum hagsmunaaðila um rangtúlkun hafnað
 
 

BSRB hafnar alfarið ásökunum hagsmunaaðila um að bandalagið hafi rangtúlkað niðurstöður skoðanakönnunar um rekstrarform í heilbrigðiskerfinu en fagnar þeirri umræðu sem könnunin hefur vakið um þann vanda sem skapast getur af aukinni einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni.

Læknum og öðrum sem tengdir eru rekstri læknastofa er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig þeir kjósa að túlka niðurstöður könnunarinnar. Það er svo sjálfstætt áhyggjuefni þegar fjölmiðlar kjósa að taka upp gagnrýnina án þess að minnast á hagsmunatengsl þeirra sem setja hana fram. Talnaleikfimin felur ekki þá staðreynd að afgerandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Sú staðreynd ætti að blasa við þegar litið er til þess að um 81 prósent vilja að sjúkrahúsin séu starfrækt af hinu opinbera, um 68 prósent eru þeirrar skoðunar um heilsugæslustöðvar og tæp 58 prósent vilja að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst rekin af ríki eða sveitarfélögum. Þessir þrír þættir eru kjarni íslenska heilbrigðiskerfisins og taka til sín um það bil átta af hverjum tíu krónum sem varið er í rekstur þess.

Í afmörkuðum hlutum heilbrigðiskerfisins, til dæmis sjúkraþjálfun, lýðheilsustarfi, læknastofum geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og tannlækningum fullorðinna, er umtalsverður hluti landsmanna sáttur við blandað kerfi, eins og kemur skýrt fram í skýringarmyndum með umfjöllun BSRB og í fyrirlestri á kynningarfundi um könnunina. Það er hins vegar afar lítill hluti af heilbrigðiskerfinu þegar litið er til kostnaðar við reksturs þess og fráleitt að gefa þeim þáttum sama vægi og veigamestu þáttum kerfisins eins og einhverjir gagnrýnendur hafa kosið að gera.

Afar lítill áhugi á einkarekstri


Meira

Leita

Upp