Hleð......

Myndrænt yfirlit yfir allar verkfallsaðgerðir

Yfirlit yfir aðgerðir má sjá á myndinni hér að neðan.
Yfirlit yfir aðgerðir má sjá á myndinni hér að neðan.

Sextán aðildarfélög BSRB hafa nú boðað til verkfallsaðgerða sem hefjast 9. mars. Aðgerðirnar eru misjafnar milli félaga og milli hópa. Sumir fara í verkföll á ákveðnum dögum á meðan aðrir verða í ótímabundnum verkföllum frá upphafi.

Til að auðvelda aðildarfélögunum og félagsmönnum þeirra að átta sig á umfangi aðgerðanna og hvenær verkföll eru boðuð hefur BSRB útbúið mynd sem sýnir hvenær aðgerðir eru boðaðar og hjá hvaða hópum.

Við hvetjum trúnaðarmenn og aðra félagsmenn aðildarfélaga sem eru á leið í aðgerðir til að deila skjalinu með sínu samstarfsfólki til að tryggja að allir átti sig sem best á því hvenær verkfallsaðgerðir munu ná til þeirra. Þá væri einnig gott að prenta út skjalið og hengja upp á kaffistofum eða öðrum stöðum þar sem starfsmenn koma saman til að allir séu meðvitaðir um aðgerðirnar framundan.

Kjarasamningsviðræður hafa haldið áfram undanfarna daga en lítið miðar í samkomulagsátt. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir frá 1. apríl 2019, eða í nærri 11 mánuði. Mikill hugur er í félagsmönnum aðildarfélaganna, sem samþykktu verkfallsboðunina með yfirgnæfandi meirihluta.


Meira

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun

Mikill hugur var í félagsmönnum á opnum fundi í Háskólabíói í lok janúar og sýndi það sig að yfirgnæ…
 

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Um 87,6 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunum samþykktu boðun verkfalls hjá sínu félagi. Um 8,1 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 4,3 prósent skiluðu auðu í atkvæðagreiðslunum. Það er því ljóst að um 15.400 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eru á leið í verkfallsaðgerðir eftir rúmar tvær vikur.

Alls stóðu 17 aðildarfélög BSRB fyrir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem stóð frá 17. til 19. febrúar. Félagsmenn í 15 félögum samþykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfsmannafélagi Garðabæjar, náðist ekki næg þátttaka í atkvæðagreiðslunni. Um 41 prósent greiddu atkvæði en 50 prósent félagsmanna þurfa að greiða atkvæði svo verkfallsboðun sé lögleg. Atkvæðagreiðsla hjá einu félagi, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er enn í gangi og verða niðurstöður kynntar þegar þær liggja fyrir.

Þátttakan í atkvæðagreiðslum aðildarfélaganna var almennt afar góð. Að meðaltali tóku um 65 prósent félagsmanna í hverju félagi þátt í atkvæðagreiðslunum en þátttakan fór allt upp í tæplega 98 prósent í einstökum félögum.

Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd.


Meira

KJARASAMNINGA STRAX!

SDS félagar!

Atkvæðagreiðslu um verkfallaboðun líkur kl.20:00 í kvöld, 19.febrúar.

Pikkið í hvort annað og hvetjið alla bæjarstarfsmenn innan okkar félags til að taka þátt!

Koma svo! 


Meira

Leita

Upp