Hleð......

Frá orlofsnefnd Samflots

Ágæti félagmaður.

Nú er sumarið alveg að detta á hjá okkur og þá ætlum við að leika okkur innan lands að mestu leiti. Hér eru nokkrar upplýsingar um breytingar á því sem við bjóðum upp á í orlofspakkanum okkar, svo er alltaf gott að skoða orlofsblaðið, bara svona til upprifjunar.

Allir 8 bústaðirnir okkar eru að verða fullsetnir til 14. ágúst og sumir lengur, en það er um að gera að fylgjast með ef eitthvað losnar og skoða þær vikur sem eru í boði enn.

Við erum líka með hótelgistingu á landsbyggðinni, Íslands-hótel (Foss-hótelin), Icelandairhótelin, Hótel Eddu og KEA-hótelin á Akureyri, Reykjavík og Vík í Mýrdal. (Ath. að ganga frá herbergispöntun, áður en þið kaupið miða)

Öll þessi hótel eru nú búin að framlengja vetrarverðið hjá sér og gildir það í sumar. Það er allt að 50% lækkun á gistimiðum og að auki bjóða sum hótelin upp á ódýrari pakka og þá geti þið keypt þá beint af hótelunum ef þeir eru lægri en fasta verðið á gistimiðunum. Við hvetum ykkur til að kynna ykkur verð og tilboð hjá þessum hótelum. Og þá má ekki gleyma Hótel-Vestmannaeyjar sem bjóða okkur velkomin í allt sumar, stutt að fara með Herjólfi frá Landeyjarhöfn.


Meira

Heildarsamtök launafólks standa með öryrkjum

Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og formaður Öryrkjabandalags Íslands skrifuðu undir yfirlýsingu…
 
 
Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og formaður Öryrkjabandalags Íslands skrifuðu undir yfirlýsinguna í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag.

Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og formaður Öryrkjabandalags Íslands skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að hagur öryrkja verði bættur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, skrifaði undir fyrir hönd bandalagsins.

Í yfirlýsingunni segir að heildarsamtök launafólks og Öryrkjabandalag Íslands standi saman að því að krefjast þess að hagur öryrkja verði bættur, öllum til hagsbóta. Þar eru settar fram þrjár lykilkröfur sem beint er til stjórnvalda. Í fyrsta lagi að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð þannig að fólki sé gert kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í öðru lagi að skerðingar verði endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði, hvort sem er að hluta eða tímabundið og að dregið verði úr tekjuskerðingum vegna lífeyristekna. Þriðja krafan er sú að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu.


Meira

Nýr vinnuréttarvefur BSRB formlega opnaður

Hægt er að afla sér upplýsinga um flest sem viðkemur réttindum opinberra starfsmanna á nýjum vinnuré…
 
 
Hægt er að afla sér upplýsinga um flest sem viðkemur réttindum opinberra starfsmanna á nýjum vinnuréttarvef BSRB.

Nýr vinnuréttarvefur BSRB sem hefur verið í smíðum undanfarið var opnaður formlega á fundi formannaráðs BSRB sem haldinn var í gegnum fjarfundarbúnað. Á vefnum er hægt að fræðast um flest sem við kemur réttindum launafólks á vinnumarkaði.


Meira

Leita

Upp