Hleð......

Þarf að hækka atvinnuleysisbætur og örorkubætur

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var í Silfrinu í Sjónvarpinu á sunnudag. (Mynd/RÚV)
 
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var í Silfrinu í Sjónvarpinu á sunnudag. (Mynd/RÚV)

Hækka þarf atvinnuleysisbætur til að tryggja afkomu fólks sem misst hefur vinnuna vegna faraldurs kórónaveirunnar og hækka bætur almannatrygginga til öryrkja, sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, í viðtali í Silfrinu í Sjónvarpinu í gær.

„Þegar við hjá BSRB veittum umsögn um fjárlögin sem nú eru í gildi vöruðum við við því að það væri verið að hækka atvinnuleysisbætur og lítið, sem og bætur almannatrygginga. Þær voru ekki hækkaðar til samræmis við kjarasamningsbundnar hækkanir,“ sagði Sigríður. „Svo gerist það sem enginn vissi þá að það sannarlega reynir á þetta kerfi sem aldrei fyrr.“

Bæði grunn atvinnuleysisbætur og tekjutengdar bætur eru of lágar. „Okkar verkefni núna í þessum ömurlegu aðstæðum er að tryggja afkomu fólks þannig að fólk komist í gegnum þetta með eins litlum skakkaföllum og mögulegt er,“ sagði Sigríður. Hún benti á að grunnbæturnar séu 289 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, 45 þúsund krónum undir lágmarkslaunum

Eins og Sigríður kom inn á í viðtalinu hefur BSRB einnig kallað eftir því að örorkubætur verði hækkaðar. „Öryrkjar eru hópur sem þar stendur sérstaklega höllum fæti og býr við gallað kerfi. Þarna eru hópar sem eru í miklu meiri hættu en aðrir að lenda í fátækt,“ sagði Sigríður.

Hægt er að horfa á viðtalið og lesa meira á vef RÚV.

Launafólk sniðgengið við mat á áhrifum sóttvarna

 

Forystukonur BSRB, ASÍ og BHM mótmæla harðlega skipan fjármálaráðherra í starfshóp um mat á efnahags…
 
 
Forystukonur BSRB, ASÍ og BHM mótmæla harðlega skipan fjármálaráðherra í starfshóp um mat á efnahagslegum áhrifum sóttvarna.

Forystukonur ASÍ, BHM og BSRB mótmæla því harðlega að fjármálaráðherra ætli ekki að hafa fulltrúa launafólks með í ráðum við mat á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.

Við köllum eftir því að starfshópur fjármálaráðherra sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum verði breikkaður þannig að sjónarmið fleiri en atvinnurekenda fái að koma þar fram. Það er gamaldags viðhorf að efnahagsmál snúist fyrst og fremst um fyrirtæki en ekki heimili og almenning.

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um skipan starfshópsins er tekið fram að hann eigi að taka tillit til ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins. Þar hefur fulltrúi stórfyrirtækja, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, verið kallaður til en fulltrúar launafólks eru víðs fjarri. Þetta er til marks um rörsýn fjármálaráðherra í efnahagsmálum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag til framtíðar.

Við krefjumst þess að fjármálaráðherra boði fulltrúa launafólks að borðinu þegar í stað. Að öðrum kosti verða tillögur starfshópsins og vinna hans ómerk.

Drífa Snædal, forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

 

Aðgerðir í umhverfismálum verði réttlátar

 

Losun gróðurhúsalofttegunda er mun hærri á íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.
 
 
Losun gróðurhúsalofttegunda er mun hærri á íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Verkalýðshreyfingin verður að beita sér til þess að breytingar á vinnumarkaði, neysluvenjum og framleiðsluferlum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verði réttlátar og með hagsmuni launafólks í huga.

Íslenska verkalýðshreyfingin er í samstarfi við norræna kollega og þýska verkalýðssambandið að móta áherslur hreyfingarinnar vegna aðgerða sem eru nauðsynlegar til að draga úr hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum. BSRB, Alþýðusamband Íslands og Bandalag háskólamanna vinna sameiginlega að þeim hluta sem lýtur að Íslandi.

Ljóst er að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa á Íslandi er meiri en hjá hinum Norðurlöndunum og Þýskalandi. Losun á hvern Íslending er 14,1 tonn á ári, en meðaltalið í Evrópusambandinu er 8,5 tonn. Þessi mikla losun hér á landi er að langmestu leiti bundin við nokkrar atvinnugreinar og vegasamgöngur. Þær atvinnugreinar sem losa hvað mest eru einnig mikilvægustu útflutningsgreinar landsins.

Nauðsynlegur samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun hafa áhrif á störf, neyslumynstur og framleiðsluferla. Þar mun verkalýðshreyfingin beita sér fyrir því að farið verði í nauðsynlegar umbreytingar með áherslu á réttlát umskipti (e. Just Transition).


Meira

Leita

Upp