Hleð......

SDS óskar eftir að koma upp netfangalista félagsmanna

Ágæti SDS félagi

Til að við sem störfum í forystu- og við önnur trúnaðarstörf innan félagsins getum gert enn betur, þá er stór þáttur þess, að vinna að því að koma á enn betri tengslum við almenna félagsmanninn innan SDS í netheimum. Það gerum við nú þegar með því að halda uppi heimasíðu  https://sds.is/index.php/en/   og Facebook   https://www.facebook.com/dalaogsnae/  . En til að tryggja að við getum komið til ykkar áríðandi skilaboðum og upplýsingum þá langar okkur að gera átak í netfanga- listanum.

Við erum m.a. að skoða þann möguleika að standa fyrir netkönnun vegna væntanlegra kjarasamningavinnu og um leið viðhorfskönnun félaganna til félagsins. Til að slík könnun geti verið marktæk, þurfum við að ná til meirihluta félagsmanna. Af tæplega 400 félagsmönnum, eru við bara með um 150 netföng sem hafa verið samþykkt af félagsmönnum.  

Ég vil því biðja ykkur sem þetta sjáið að senda á netfangið ; dalaogsnae@gmail.com , með meldingunni, samþykkt netfang. Og vekja athygli annarra félagsmanna á þessari beiðni okkar.

Með von um að þú aðstoðir okkur í þessu átaki, félagi okkar til heilla

Eingreiðsla 1.febrúar 2019

Félagar athugið!

1.2        Eingreiðslur á samningstímanum

Í síðasta kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, var samið um sérstaka eingreiðslu, kr. 42.500, sem greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf, sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Á sama hátt var í samningi við Ríkið samið um sérstaka eingreiðslu, 55.000 kr., sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

 

 

Öll helstu áherslumálin í nýrri stefnu BSRB

 
 

Kæru félagar!

Óskum ykkar gleðilegs árs og friðar, um leið og við birtum á okkar samfélagsmiðlum, stefnu heildarsamtaka okkar til næstu þriggja ára, sem samin var á síðasta þingi BSRB í október s.l.  

Staðfesta, -samvinna, -markmið, -hugsjónir og eftirfylgni koma okkur áleiðis til betri kjararéttinda og kjarabóta. Með von um að nýja árið færi okkur enn nær okkar markmiðum sem lesa má hér. Stefnan er okkar leiðarljós til betri samfélags, með okkar áherslum og kröfum sem við munum fylgja eftir.  Það gerum við með okkar þátttöku, virkni og samvinnukrafti sem við tökum með okkur inní nýja árið.

F.h.stjórnar SDS

Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.
Stefna BSRB var uppfærð á 45. þingi bandalagsins og hefur nú verið gefin út.

Almannaþjónustan sem félagar aðildarfélaga BSRB sinna gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins, tryggir aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun og öryggi. Fjallað er um áherslur BSRB um almannaþjónustuna og fjölda annarra málaflokka í stefnu bandalagsins sem nú er komin á netið eftir breytingar sem gerðar voru á 45. þingi bandalagsins.

Stefna bandalagsins er mótuð á þingum sem haldin eru þriðja hvert ár og er leiðarvísirinn í starfsemi bandalagsins á milli þinga. Stefnan var endurskoðuð og uppfærð á 45. þingi BSRB dagana 17. til 19. október 2018.


Meira

Leita

Upp