Hleð......

Óábyrgar hugmyndir um skerðingar í almannaþjónustu

„Niðurskurður í almannaþjónustu leiðir til stærri vandamála en markmiðið er að hann leysi og því ætt…
„Niðurskurður í almannaþjónustu leiðir til stærri vandamála en markmiðið er að hann leysi og því ættum við öll að sameinast um að verja velferðina,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Hugmyndir um launaskerðingar og skerðingu á starfshlutfalli opinberra starfsmanna nú þegar reynir á almannaþjónustuna sem aldrei fyrr í heimsfaraldri kórónaveirunnar eru óábyrgar og munu leiða af sér mun stærri vandamál en markmiðið er að reyna að leysa.

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um frumvarp til fjáraukalaga segir að það séu „mikil vonbrigði“ að ekki sé rætt um að skerða starfshlutföll eða launakjör opinberra starfsmanna, annarra en þeirra sem eru í fremstu víglínu vegna heimsfaraldursins, nú þegar stórfelld lækkun starfshlutfalls og uppsagnir séu að hefjast á almenna vinnumarkaðinum.

„Að krefjast þess að opinberir starfsmenn sæti launaskerðingum kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum og gera líf samborgara sinna bærilegra, tryggja heilsu almennings og halda uppi nauðsynlegri þjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Meirihluti þjóðarinnar hefur lagt áherslu á að samstaðan sé mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn vánni sem fylgir COVID-19, bæði heilsufarslega og efnahagslega. Aðrir kjósa sér greinilega aðra leið.“

Skilningsleysi Viðskiptaráðs á opinberum rekstri bendir til þess að viðskiptalífið á Íslandi skilji ekki að það er einmitt grunnþjónustan sem geri þeim kleift að starfa. Hvernig ætla íslensk fyrirtæki að starfa og dafna án öflugs heilbrigðis- og menntakerfis? Hvernig á starfsfólk fyrirtækjanna að geta sinnt störfum sínum ef ekki eru til staðar leikskólar, grunnskólar hjúkrunarheimili, þjónusta við fólk með fötlun og langvarandi veikindi? Hver á að hirða sorpið sem skapast í rekstrinum og daglegu lífi starfsfólksins, hver á að þrífa og tryggja hreinlæti? Hvernig ætla að fyrirtækin að starfa í samfélagi án öflugrar löggæslu? Hvernig ætla fyrirtækin að koma vörum sínum og þjónustu á markað án trausts vegakerfis og fjarskiptainnviða? Hvernig ætla fyrirtæki landsins að starfa í innlendu og alþjóðlegu umhverfi án íslensks stjórnkerfis sem stendur vörð um leikreglur og þjónustu við almenning og fyrirtæki?


Meira

Niðurstaða kosningar um nýja kjarasamninga liggur fyrir

1 af 2

 

Úrslit eru eftirfarandi

Við Samband ísl.sveitarfélaga; 61% þátttaka og samningur samþykktur með 85% atkvæða.

Við Fjármála-og efnahagsráðuneyti; 60 % þátttaka og samningur samþykktur með 87% atkvæða.

F.h. SDS viljum við þakka félagsmönnum fyrir góða þátttöku  og um leið óska ykkur til hamingju með samningana.

Sjá nánar hér hægra megin

Spurt og svarað um réttindi vegna COVID-19 faraldursins

 

Mikilvægt er að gæta að réttindum launafólks á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. BSRB hefur tekið saman algengar spurningar sem hafa borist frá aðildarfélögum og félagsmönnum aðildarfélaga. Við munum bæta við spurningum eftir því sem tilefni er til.

Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira. https://www.bsrb.is/is

Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira. 

Algengar spurningar um réttindi félagsmanna í aðildarfélögum BSRB tengd COVID-19 faraldrinum


Meira

Leita

Upp