Hleð......

Þokast aðeins í samkomulagsátt í kjaraviðræðum

Samninganefnd BSRB hefur fundað með viðsemjendum auk þess sem smærri hópar hafa fundað á vinnufundum…
 
 
Samninganefnd BSRB hefur fundað með viðsemjendum auk þess sem smærri hópar hafa fundað á vinnufundum.

Heldur hefur þokast í átt að samkomulagi í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur. Áfanga hefur verið náð í umræðum um styttingu vinnuvikunnar í samtali við ríkið og vonir standa til að sambærileg niðurstaða náist í viðræðum við sveitarfélögin.

Samningseiningar BSRB funduðu fyrir hádegi í dag til að ræða stöðuna í viðræðunum. Á fundinum, sem formenn aðildarfélaga og aðrir sem koma að samningsvinnunni sátu, var ákveðið að halda áfram á þeirri braut sem lagt hefur verið upp með í vinnunni hjá ríkissáttasemjara.


Meira

Rannsókn sýnir þörf fyrir styttingu vinnuvikunnar

Styttri vinnutími auðveldar fjölskyldufólki að samræma vinnu og fjölskyldulíf og eykur möguleikann á…
Styttri vinnutími auðveldar fjölskyldufólki að samræma vinnu og fjölskyldulíf og eykur möguleikann á að eiga gæðastundir saman.

Bæði konur og karlar segja erfitt að samræma fjölskyldulífið og vinnuna í nýlegri rannsókn á streitu í daglegu lífi meðal fjölskyldufólks á Íslandi. Skýr krafa kom fram hjá þátttakendum í rannsókninni um styttingu vinnuvikunnar til að minnka álag og auka lífsgæði.

Rannsóknin var gerð af Andreu Hjálmsdóttur, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Markmiðið var að skoða hvort fjölskyldufólk upplifi streitu í daglegu lífi við samræmingu fjölskyldulífs og vinnu og hvort munur sé á reynslu kvenna og karla hvað það varðar.

„Það var áberandi hversu mikið álag fólk upplifði í hinu daglega lífi og mörg töluðu um langvarandi álag í tengslum við samræmingu fjölskyldu og atvinnu,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknar Andreu og Mörtu. „Þátttakendur færðu streitu ekki alltaf í orð en töluðu um sífellt samviskubit, togstreitu um forgangsröðun og vondar tilfinningar sem fylgdu þeirri upplifun að vera ekki að gera hluti nógu vel, til dæmis að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni og öfugt, að álag heima fyrir kæmi í veg fyrir að þau gætu sinnt vinnu sinni sem skyldi.“

Greina mátti mun á því hvernig konur og karlar töluðu um álag í daglegu lífi. Konurnar töluðu frekar um streitu út frá heimili og þörfum fjölskyldunnar, en karlar út frá vinnu. Það rímar vel við rannsóknir sem sýna að þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna hér á landi sé mun stærri hluti vinnuálags vegna barnauppeldis og heimilisstarfa á herðum kvenna en karla.


Meira

Námskeið í þjónandi leiðsögn

Starfsmenntunarsjóður SDS í góðu samstarfi við Brynju Mjöll verkefnastjóra Símenntunnar Vesturlands, stóðu fyrir námskeiði fyrir félagsmenn og aðra samstarfsmenn sem vinna við umönnunar þjónustu. Aðallega voru þetta starfsmenn á hjúkrunarheimilum, heimaþjónustu og annarri liðveislu.  Námskeiðin voru tvö til að koma til móts við vinnustaði og starfsfólk þess. Þátttakan var framar öllum vonum og mættu alls 45 manns sem komu af öllu félagssvæði SDS.

Leiðbeinandi var Arne Friðrik Karlsson, sem starfar sem leiðandi forstöðumaður á aðalskrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Námskeiðið var byggt á hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn (Gentle teaching) A.Friðrik fór alveg að kostum og var mikil ánægja með aðferðarfræðina og framsögu hans á efninu.

F.h. Starfsmenntunarsjóðs vil ég nota tækifærið og þakka ykkur öllum viðkomandi fyrir frábæra daga.

Leita

Upp