Hleð......

Aðalfundur BSRB 2019

Varað við aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu

Fjölmennur aðaldundur BSRB ályktaði um heilbrigðismál og kjarasamninga.
Fjölmennur aðaldundur BSRB ályktaði um heilbrigðismál og kjarasamninga.

BSRB varar við því að aukið verði við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu enda yrði það í algerri andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Í nýsamþykktri ályktun aðalfundar bandalagsins er bent á að einkarekstur dragi ekki úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustuna og torveldi stjórnvöldum að forgangsraða og skipuleggja heilbrigðiskerfið í þágu almannahagsmuna.

„Við megum ekki láta skammtímahagsmuni ráða þegar kemur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi sem á að þjóna öllum landsmönnum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Það eru beinir hagsmunir almennings að auka ekki við þá einkavæðingu sem þegar hefur verið ráðist í heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið svo það geti veitt fyrsta flokks þjónustu án langra biðlista.“

Í ályktun aðalfundarins eru stjórnvöld hvött til að byggja upp opinbera þjónustu á Landspítalanum, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og heilsugæslunni. Þá er lögð áhersla á að markvissu átaki til að vinna niður biðlista eftir aðgerðum verði haldið áfram. Einnig eru stjórnvöld hvött til að gera nauðsynlegar úrbætur á starfsumhverfi starfsfólks í heilbrigðiskerfinu til að gera stofnanirnar að aðlaðandi vinnustöðum fyrir vel menntað og öflugt starfsfólk til að tryggja nauðsynlega endurnýjun.


Meira

1.maí samkomurnar voru vel sóttar

Það er gaman að segja frá því að nú sem endranær, voru samkomurnar okkar á öllum fjórum stöðunum vel sóttar. SDS hefur verið í góðu samstarfi við önnur stéttarfélög sem eru Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélag Snæfellinga. Samkomurnar voru í Klifi Ólafsvík, samkomuhúsinu í Grundarfirði, Fosshótel Stykkishólmi og Dalabúð Búðardal.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Sigursteini Sigurðarsyni, arkitekt sem var ræðumaður hjá okkur í Búðardal. Í ræðu sinni fór hann víða, m.a. um verkalýðsmál, velferðarmál, umhverfismál, mál innflytjenda og fjórðu iðnbyltinguna.

Vel lukkaður dagur og viljum við þakka öllum sem komu til okkar og sýndu þannig í verki stuðning við eins brýnt málefni og verkalýðsbaráttan er. 

Kærar þakkir og ef þið viljið skoða fleiri myndir þá eru þær inní myndasafninu og það eiga eftir að koma fleiri. 

Leita

Upp