Hleð......

Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar hefur auðveldað barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf.
Stytting vinnuvikunnar hefur auðveldað barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf.
 

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur dregið úr álagi á starfsfólk og aukið starfsánægju án þess að dregið hafi úr afköstum. Þetta kemur fram í lokaskýrslu um tilraunaverkefnið sem nú hefur verið gerð opinber.

Reykjavíkurborg og BSRB unnu sameiginlega að tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar frá árinu 2015. Í fyrstu var vinnuvikan stytt á tveimur vinnustöðum en þeim fjölgaði eftir því sem leið á verkefnið. Þannig tóku tæplega 100 vinnustaðir borgarinnar með um 2.500 starfsmönnum þátt í öðrum áfanga tilraunaverkefnisins.

Í lokaskýrslunni eru teknar saman niðurstöður rannsókna sem gerðar voru til að meta árangur tilraunaverkefnisins auk þess sem áhrifin eru metin út frá árlegri viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar. Allar rannsóknirnar sýndu fram á jákvæð áhrif af styttingu vinnuvikunnar.

Rannsóknirnar sýndu meðal annars fram á að stytting vinnuvikunnar auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf og minnkaði álagið bæði á vinnustað og á heimilum starfsmanna. Þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna. Einnig fundu starfsmenn fyrir bættri andlegri og líkamlegri heilsu og höfðu meiri orku í félagslíf eða til að stunda heilsurækt. Þá virtust karlar taka meiri þátt í húsverkum og hversdagslegum verkefnum barna sinna.


Meira

Opnunarhátíð Gestastofa Breiðabliki

Verður á laugardaginn 22. júní n.k. kl.12:00 ( sjá auglýsingu)

Á sama tíma opnar ein stærsta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi, þar sem 71 listamaður sýnir verk sýn vítt og breytt um Snæfellsnes í allt sumar. Gestastofan verður opin alla daga

Félagsmenn SDS, fjölskyldur og íbúar Snæfellsness eru boðnir velkomnir. 

SDS hefur verið með frá stofnun Svæðisgarðs Snæfellsness og er þessi áfangi einn af stærri gráðunni á þeirri vegferð að byggja upp betra atvinnulíf og samfélag í öflugu samstarfi og krafti sveitarfélaganna, aðila vinnumarkaðsins og íbúa. 

Hér eru ferkari upplýsingar um Svæðisgarð Snæfellness; https://www.snaefellsnes.is/

Látið endilega sjá ykkur!

Batnandi heimur í hundrað ár

Formenn norrænna heildarsamtaka launafólks segja áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir krefja…
Formenn norrænna heildarsamtaka launafólks segja áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir krefjast ýmiskonar aðgerða.

Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi.

Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga.


Meira

Leita

Upp