Hleð......

Sumarúthlutanir orlofsbústaða 2019

Ágætu félagsmenn

Nú fer að styttast í umsóknartímabilið fyrir orlofsbústaðina okkar. Það hefst 6. apríl og stendur til 13. apríl, en þá verður úthlutað umsóknum. Umsækendur munu fá tilkynningu, hvort heldur af eða á um úthlutun. 

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins.

Sumarorlofstímabilið er frá 24. maí til 13. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði verður í orlofsblaðinu okkar sem fer í póst í næstu viku.

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

F. h. orlofsnefndar Samflots
Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Skráning og ferðaáætlun á aðalfund SDS 2019

 

Ágætu SDS- félagar

Hér koma tímasetningar fyrir rúturnar og uppl. um skráningar, vegna aðalfundarins sem haldinn verður í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi, laugardaginn 6.apríl  kl.17:00.

Skráningarblöð munu liggja frammi á flestum fjölmennari vinnustöðum og einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst á netfang félagsins; dalaogsnae@gmail.com    og tilgreina nafn og stað.

Athugið! Skráningu líkur þriðjudaginn 2.apríl! 

Rútuferðir eru sem hér segir:

Frá Búðardal:   Samkaup kl.15:30

Frá Stykkishólmi: Bennsó kl.14:10 að Vatnaleið og sameinast þar í rútuna sem kemur utan að.

Frá Hellissandi: N1- kl.13:45

Frá Ólafsvík: Shell-stöðinni kl. 14:00

Frá Grundarfirði: Samkaup kl.14:20

Frá Vatnaleiðar-afleggjara kl.14:35 

Komutími í Munaðarnes um kl.16:40

Heimfaratími verður stundvíslega kl. 21:00

 

Með von um góða mætingu, nú sem endranær

Stjórn SDS

AÐALFUNDUR SDS 2019

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Munaðarnesi

laugardaginn 6.apríl frá kl.17:00

Rútur fara frá; Búðardal, Hellissandi og Stykkishólmi sem sameinast rútunni sem kemur utan af nesinu. Nánari tímasetningar og skráning á þátttöku auglýst síðar.

 Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

-Skýrsla orlofsnefndar

-Skýrsla starfsmenntunarsjóðs

-Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs

Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn til tveggja ára.

Samkvæmt 6.grein laga SDS

Stjórn og stjórnarstörf:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum; Formanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnendum og 2 varamönnum. Kosið er til 2ja ára í senn. Við kosningu skal ávallt leitast við að hafa sem jöfnust hlutföll á félagssvæðinu.

Formann skal kjósa sérstaklega á 3ja ára fresti, en meðstjórnendur skulu kosnir þannig að tveir eru kjörnir ár hvert og

varamenn.

Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá hlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Yfir eftirréttinum mun svo Orri  Sveinn Jónsson, trúbador og gleðispaði,  skemmta gestum með söng og gleði af sinni alkunnu snilld.

 

Rúturnar fara heim á leið kl.21:00

Leita

Upp