Hleð......

Komin aftur til vinnu

Góðan dag, kæru félagar!

Þá er ég mætt aftur úr góðu sumarfríi og ég hlakka til að sjá og heyra frá ykkur.

Næg vinna framundan og verkefnin misstór sem við leysum úr með góðum vilja og þéttri samheldni, sem áður. 

Sumarleyfislokun skrifstofu SDS 2018  

 Skrifstofan verður lokuð frá 9.júlí - 13.ágúst, vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í ykkar sumarleyfi.

                                                               Með sólarkveðju, Helga

 

Fjögur stór sveitarfélög stytta vinnuvikuna

Fjögur af stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík, Akranes, Akureyri og Reykjanesbær, vinna nú að því að stytta vinnuviku starfsmanna, ýmist með tilraunaverkefnum eða með öðrum hætti.

Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg hefur þegar gefið góða raun og munu Akranes, Akureyri og Reykjanesbær fylgja góðu fordæmi höfuðborgarinnar. Sveitarfélögin eru öll í hópi tíu stærstu sveitarfélaga landsins og í þeim býr rúmur helmingur landsmanna.

Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg og ætla framsýnir stjórnendur fleir…
 
Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg og ætla framsýnir stjórnendur fleiri sveitarfélaga að fylgja í kjölfarið.

Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt af stærstu baráttumálum BSRB lengi og því afar ánægjulegt að nú virðist kominn skriður á málið. Auk sveitarfélaganna sem vinna að styttingu vinnuvikunnar er ríkið með tilraunaverkefni í gangi í samvinnu við BSRB sem hefur gefið afar góða raun.


Meira

Leita

Upp