Hleð......

Endurskoða þarf barnabótakerfið frá grunni

Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur kynnti skýrslu um íslenska barnabótakerfið sem hann vann fyrir B…
Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur kynnti skýrslu um íslenska barnabótakerfið sem hann vann fyrir BSRB á opnum fundi í morgun.

Endurskoða þarf íslenska barnabótakerfið frá grunni enda nýtist það nær eingöngu sem stuðningur við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu að mati BSRB. Þá þarf að draga verulega úr tekjutengingum í kerfinu með það að markmiði að auka ráðstöfunartekjur heimila með börn á framfæri.

Í skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB kemur fram að ólíkt barnabótakerfum hinna Norðurlandanna gagnist íslenska barnabótakerfið nær eingöngu foreldrum með afar lágar tekjur. Fyrir vísitölufjölskyldu með tvær fyrirvinnur nálægt meðaltekjum eru bæturnar litlar eða engar. Fjölskyldur í þeirri stöðu á hinum Norðurlöndunum fá umtalsverðar barnabætur.

„Það þarf að ráðast í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu þar sem sett verða skýr markmið og kerfið útfært þannig að það nái þeim markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Eins og við sjáum svart á hvítu í skýrslunni kemur íslenska kerfið ágætlega út þegar eingöngu er litið til tekjulágra foreldra ungra barna, en stendur barnabótakerfum hinna Norðurlandanna langt að baki þegar kemur að öllum öðrum foreldrum.“

Barnabætur nokkurskonar fátæktarhjálp


Meira

Samkomulag um styttingu í dagvinnu í höfn

Það er skýr krafa BSRB að gengið verði lengra í styttingu vinnutíma vaktavinnufólks en þeirra sem ei…
Það er skýr krafa BSRB að gengið verði lengra í styttingu vinnutíma vaktavinnufólks en þeirra sem eingöngu vinna dagvinnu, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
 

Samkomulag hefur náðst milli BSRB og allra viðsemjenda bandalagsins, ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu. Næsta verkefni í kjaraviðræðum bandalagsins er að útfæra styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.

„Sú útfærsla sem sátt hefur náðst um varðandi styttingu vinnutíma dagvinnufólks hefur verið samþykkt með fyrirvara um að bandalagið nái ásættanlegri niðurstöðu í öðrum málum sem eftir er að leysa úr í kjaraviðræðunum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Ekki er hægt að fara nánar í hvað felst í þeirri útfærslu á þessari stundu, enda kjaraviðræðurnar á borði ríkissáttasemjara og óheimilt að ræða upplýsa opinberlega það sem fram fer á fundum á meðan viðræður eru í gangi.

Sonja segir það skýra kröfu BSRB að gengið verði lengra þegar kemur að styttingu vinnuviku vaktavinnufólks en dagvinnufólks, sem er í samræmi við þá stefnu sem mótuð var á 45. þingi bandalagsins haustið 2018.

Vinna við útfærslu styttingar vinnutíma vaktavinnufólks heldur áfram í næstu viku, auk þess sem áfram verður rætt um önnur mál sem aðildarfélög BSRB hafa falið bandalaginu að semja um.

Desemberuppbót 2019

Desemberuppbót / Persónuuppbót 2019

Persónu uppbótin miðast við 100% starfshlutfall 

og greiðst út 1.des. 2019 

Að gefnu tilefni er athygli vakin á að þar sem kjarasamningar okkar runnu út í vor og ekki hefur náðst samkomulag um nýja kjarasamninga, mun desemberuppbót bæjarstarfsmanna þessa árs verða miðuð við síðastgildandi kjarasamning     ( vegna ársins 2018). 

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

Starfsmenn fái greidda desemberuppbót síðasta árs á þeim tímapunkti sem kjarasamningur greinir og fái svo leiðréttingu ef samið verður um hærri desemberuppbót í komandi kjarasamningum. 

Á árinu 2019  Kr. 113.000

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

Þar sem ekki hefur enn tekist að semja um nýja kjarasamninga hefur náðst samkomulag um að hækka desemberuppbót 2019 með sama hætti og undanfarin ár. 

Á árinu 2019 Kr. 92.000

Leita

Upp