Hleð......

Starfslok

Ef starfsmaður kýs að vinna til 70 ára aldurs Um starfslok vegna aldurs gildir eftirfarandi grein úr Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 2. mgr. 43. Gr.

„Starfsmanni skal þó jafnan segja upp störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri."

Uppsögn ber að miða við næstu mánaðamót eftir að starfsmaður nær 70 ára aldri. Dæmi: Starfsmaður hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hann verður 70 ára þann 5. maí. Starfslok hans ættu því að verða á mánaðamótum maí - júní. Til þess að tryggja starfslok hans á þessum tíma þarf að segja honum upp störfum í febrúar þannig að uppsagnarfresturinn verði liðinn í lok maímánaðar,þ.e. þrír heilir almanaksmánuðir (mars, apríl og maí). Flestir ríkisstarfsmenn hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Samkvæmt kjarasamningi Foss og ríkisins getur uppsagnarfrestur þó verið allt að sex mánuðum. Gæta þarf að ákvæðum í kjarasamningi þegar um starfsmann á slíkum kjörum er að ræða.

Ef starfsmaður hefur áhuga á að láta af störfum og fara á lífeyri fyrir 70 ára aldur Starfsmaður getur sagt upp starfi sínu með lögbundnum fyrirvara og hafið töku lífeyris en starfsmenn í bæði A og B-deild LSR geta hafið töku lífeyris 65 ára.

Starfsmenn sem greiða í B-deild LSR geta látið af störfum og tekið lífeyri samkvæmt 95 ára reglu ef þeir hófu greiðslu iðgjalda til sjóðsins yngri en 33 ára og:

A) samanlagður aldur og iðgjaldagreiðslutími séu 95 ár. Þessu marki þarf vera náð fyrir 64 ára aldur.
B) sjóðfélagi þarf að vera orðinn 60 ára.
C) sjóðfélagi þarf að vera hættur störfum.

Sjóðfélagi sem velur þessa reglu þarf að greiða til sjóðsins þar til 95 ára markinu er náð. Lífeyrisréttur hans er 2% fyrir hvert ár í fullu starfi en þó ekki hærri en 64% við 95 ára markið. Eftir að 95 ára markinu er náð fellur iðgjaldagreiðsla niður,en sjóðfélagi bætir við sig 2% lífeyrisrétt fyrir hvert ár í fullu starfi.

Ef starfsmenn kjósa að vinna áfram eftir 70 ára aldur Starfsmenn sem láta af starfi til að hefja töku lífeyris eru ekki ráðnir til frekari starfa nema samkvæmt tímavinnukaupi, þeir skulu ráðnir til starfa í takmarkaðan tíma og skulu ekki vera í stjórnunarstörfum. Önnur atriði Starfsmenn þurfa að hafa samband við Tryggingastofnun og við sinn lífeyrissjóð til að kanna upphæðir lífeyrisgreiðslna.

Upp