Hleð......

 

Akrasel

Syðri-Reykjum, Bláskógarbyggð

 

Í bústaðnum sem er 76 fm, eru 2 svefnherbergi með tvöföldum rúmum og í öðru þeirra eru að auki tvær kojur. Þá er 30 m2 svefnloft með tveimur tvöföldu rúmum og nokkrum dýnum, þannig að það geta auðveldlega 8-10 manns sofið í bústaðnum. Baðherbergi með sturtu og sér þvottahús með þvottavél og góðri aðstöðu til þurrkunar. Eldhús og stofa eru í einu opnu rými. Allur venjulegur eldhúss og borðbúnaður er fyrir  a.m.k. 10 manns. Bústaðurinn er nánast í svokölluðum Gullna hring og því stutt í fallegt umhverfi og góða þjónustu allt um kring. 

Lyklahús er við aðalinnganginn.

100 m2 pallur er við húsið og á honum heitur pottur. 13 m2 geymsluhús sem síðar verður gestahús, er við húsið.

Gasgrill og útihúsgögn eru í geymslu við húsið. Glæsilegur bústaður með öllum þægindum, t.d. þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofn, hljómtæki, flatskjár, DVD-spilari. Sængur og koddar eru fyrir 10 manns. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, lín, einnig gólf- og borðtuskur, diskaþurrkur, handklæði, ásamt salernispappír, sápu, kaffipoka, (filter) og eldhúsrúllur. Þá er gott að hafa með sér ruslapoka, eldfæri, álpappír, krydd, sykur og annað sem gerir dvölina betri.

Sækja um á orlofsvef; https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs 

Upp