Hleð......

Reglugerð starfsmennt­unar­sjóðs

 

Samkomulag um starfsmenntunarsjóð SDS

Reglugerð fyrir Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu.

1.grein.

Sjóðurinn heitir starfsmenntunarsjóður félagsmanna í Starfsmannafélagi Dala og Snæfellsnessýslu(SDS), og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í reglugerð þessari. Heimili þess og varnaþing er það sama og SDS.

2.grein.

Markmið sjóðsins eru:

Að starfsmenn beri ekki verulegan kostnað af námi sem beinlínis er við miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði.

Að starfsmenn eigi, án verulegs kostnaðar, kost á námskeiðum sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna. Ef störf eru lögð niður vegna tækni eða skipulagsbreytinga, eiga starfsmenn, án tilkostnaðar, kost á endurhæfingarmenntun sem gerir þeim mögulegt að taka að sér önnur störf með óbreyttum tekjumöguleikum.

3.grein.

Í starfsmenntunarsjóð SDS skulu sitja 5 fulltrúar og tveir til vara sem starfa samkvæmt stefnu og verksviði félagsins. Nefndarmenn skulu kosnir á aðalfundi samkvæmt lögum félagsins til þriggja ára í senn. 

Stjórnin skal skipa með sér verkum, halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar.

Til þess að samþykki sé lögmæt þarf meirihluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.

4.grein.

Tekjur sjóðsins eru:

Framlag bæjar-og sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum, er nemur 0,40% af heildarlaunum, vegna háskólamenntaðra félagsmanna nemur 1,5% af dagvinnulaunum og framlag frá ríkissjóð 0,22% af heildarlaunum félagsmanna SDS , eða í samræmi við gildandi kjarasamning hverju sinni. Skil á framlagi til sjóðsins skulu vera mánaðarleg og í samræmi við samkomulag um skil á félagsgjöldum samkvæmt kjarasamningi. Tekjur sjóðsins skal einungis varið í samræmi við markmið hans sbr.2.gr.

5.grein.

Sjóðsstjórn er meðal annars heimilt að veita félögum fjárstyrk úr sjóðnum til eftirtalinna viðfangsefna, enda samrýmist þau markmiðum þeim sem að er stefnt í:

  1. Einstaka sjóðsfélaga til:
  2. a) Að sækja námskeið eða nám innanlands og erlendis.

b)Rannsókna eða ákveðinna verkefna sem teljast til endurmenntunar þeirra.

  1. Starfsmannafélags SDS til námskeiðshalds á vegum félagsins eða samstarfi við aðra. 

6.grein.

Þeir sem óska eftir styrk úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn þar af lútandi, þar sem fram komi lýsing á því námi eða verkefni sem styrkurinn skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að stunda námið eða verkefnið, og aðrar þær upplýsingar er sjóðsstjórn kann að telja nauðsynlegar. Á grundvelli þeirra tekur sjóðsstjórn ákvörðun sem lýtur að væntanlegum kostnaði umsækjanda. Þá getur sjóðsstjórn veitt styrk vegna kostnaðar sem þegar hefur verið stofnað til innan viðkomandi reikningsárs, telji hún slíkt nauðsynlegt vegna ástæðna. Úthlutun styrkja úr sjóðnum skal að jafnaði fara fram á 6-8 vikna fresti.

7.grein.

Gjaldkeri félagsins greiðir úr sjóðnum eftir fyrirmælum sjóðsstjórnar og gefur jafnframt upp stöðu sjóðsins þegar óskað er eftir af sjóðsstjórn eða stjórn félagsins.                            Greiðslur úr sjóðnum má aðeins inna af hendi þegar:

  1. Fyrir liggur staðfesting á námi styrkþega, reikningar eða viðurkenning námskeiðs- haldara.
  2. Tveir stjórnarmenn , hafa samþykkt þær með áritun sinni t.d. á umsókn eða reikninga.
  3. Sjóðsstjórn átelur sér rétt til að breyta út frá þessum úthlutunarreglum, með tillits til stöðu sjóðsins hverju sinni.

8.grein.

Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðunaraðila og lagðir fyrir aðalfund. Bókhald sjóðsins skal vera hjá gjaldkera SDS.

 

Endurskoðað á fundi sjóðsstjórnar Starfsmenntunarsjóðs SDS 5.desember 2018 

 og samþykkt.

 

 

F.h. sjóðsstjórnar;

Helga Hafsteinsdóttir

formaður sjóðsstjórnar.

Upp