Úthlutunar og vinnureglur stjórnar starfsmenntunarsjóðs SDS
Umsækjandi sem hefur verið félagi í a.m.k. 6 mánuði eða hefur greitt 3.500 kr. í sjóðinn á rétt á úthlutun, svo fremi sem hann uppfyllir eftirfarandi skilyrði.
starfstengdanámið. Tekið verði tillit til ferða-og upphaldkostnaðar, svo fremi stjórnin telji þennan kostnað ekki ofmetinn eða af einhverjum ástæðum óþarflega/óeðlilega háan, í því sambandi skal tekið mið af ákvörðun Ríkisskattstjóra um dagpeninga vegna gistingar- og fæðiskostnaðar á ferðalögum innanlands. Greiddur verður bílastyrkur sem nemur 75% af almennu gjaldi.
Einnig skal stjórnin, áður en samþykkur styrkur er greiddur út, afla sér upplýsinga um og taka tillit til þess hvort launagreiðandi, hefur veitt umsækjanda styrk til náms sem þegar hefur verið styrkt að fullu af einhverjum öðrum aðilum.
4.Hver umsækjandi/félagsmaður í SDS fái aldrei hærri styrk úr sjóðnum en nemur hámarsstyrk, þ.e. 100.000,-kr., á tveggja ára tímabili ( 24mán.). Stjórnin haldi nákvæma skrá yfir styrkveitingar og styrkþega. Vegna vísindasjóðs / háskólamenntaðir félagsmenn fá greitt að hámarki 145.000 kr. ári eða að hámarki 280.000 kr. á tveggja ára tímabili.
(Tilvísun í 3.gr. og 4.gr.)
Dæmi: fjarnám tekur 4 ár, styrkþegi á þá ekki rétt á styrk úr starfsmenntunarsjóði í 4 ár eftir á náminu lýkur.
Styrkur til námskeiðahalds erlendis er einungis veittur á þriggja ára fresti og er þá tekið fullt tillit til styrksréttinda umsækjanda hvað áður greiddum styrkjum á 2.ára tímabili varðar.
Um framkvæmd á greiðslum úr sjóðnum er vísað til 7. greinar í Reglugerðar fyrir stafsmenntunarsjóð SDS.
Reglur þessar taki gildi frá og með 1.janúar 2019 og getur stjórn sjóðsins breytt þeim án sérstaks fyrirvara ef þörf þykir.
Endurskoðað af sjóðstjórn SDS 5.desember 2018
og samþykkt.
F.h. sjóðsstjórnar, Helga Hafsteinsdóttir
formaður sjóðsstjórnar.