Hleð......

Lög SDS

Félagslög SDS

 

I kafli.

1.grein.

Nafn félagsins og hlutverk.

Félagið heitir Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu, skammstafað SDS, og er heimili þess og varnaþing heimili hið sama og formanns á viðkomandi tíma. 

 

2.grein.

Félagið er stéttarfélag starfsmanna sveitar og bæjarfélaga í Dala- og Snæfellsnessýslu, og eftir því sem við getur átt, annarra er taka laun eftir samningum sem SDS hefur gert við sveitar og bæjarfélög og aðra opinbera aðila sem starfa í almanna þágu.

 

Hlutverk félagsins er:

 

 1. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.
 2. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar. Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
 3. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

 

II kafli.

3.grein

Félagsaðild.

Rétt til inngöngu í félagið hafa allir þeir opinberir starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningi SDS og sveitar og bæjarfélaga, fjármálaráðuneytis eða annarra þeirra sem falið hafa þessum aðilum samningsumboð fyrir sína hönd.  Ennfremur geta starfmenn sjálfseignastofnanna í lögsagnarumdæmi Dala og Snæfellsnessýslu öðlast félagsréttindi, ef þær stofnanir vinna í almenningsþágu, að mati félagsstjórnar. Stjórninni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessari grein.

 

4.grein.

Úrsögn

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg tilkynning til stjórnar og öðlast hún gildi þegar liðnir eru þrír mánuðir frá því að tilkynning berst stjórn félagsins, enda sé félagsmaður þá skuldlaus við félagið. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur, heldur frestast gildistaka hennar þar til verkfalli lýkur.

 

5.grein.

Starfslok:

Þegar félagsmaður lætur af starfi á samningssvæði SDS, missir hann samtímis öll félagsréttindi. Félagmaður sem lætur af starfi vegna aldurs eða veikinda og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta heldur öllum félagsréttindum SDS en skal vera gjaldfrjáls.

Einnig skal sá sem verður atvinnulaus, þegar starfi innan samningssviðs félagins lýkur, halda félagsréttindum þann tíma sem atvinnuleysi hans varir. Atvinnulausir greiði félagsgjald, en stjórn félagsins er heimilt að fella það niður að hluta eða

öllu leyti.

 

III.kafli

6.grein

Stjórn og stjórnarstörf:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum; Formanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnendum og 2 varamönnum. Kosið er til 2ja ára í senn. Við kosningu skal ávallt leitast við að hafa sem jöfnust hlutföll á félagssvæðinu.

Formann skal kjósa sérstaklega á 3ja ára fresti, en meðstjórnendur skulu kosnir þannig að tveir eru kjörnir ár hvert og varamenn.

 

7.grein

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund og kýs varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur. Ef þrír stjórnarmenn krefjast þess skriflega að haldinn sé stjórnarfundur til þess að taka fyrir eitthvert tiltekið mál, skal formaður verða við beiðni innan þriggja sólahringa. Sinni formaður ekki slíkri kröfu innan hins tilgreinda frests, er þeim heimilt að til fundarins með eins sólahrings fyrirvara.

 

8.grein

Ef stjórnarmaður gengur úr félaginu eða hættir stjórnarstörfum, skal varamaður taka sæti hans. Ef fleiri en tveir stjórnarmenn gana úr stjórn skal stjórnin skipa stjórnarmenn og varamenn í þeirra stað til bráðabirgða til næsta aðalfundar þegar stjórnarkjör skal fara fram.

 

9.grein

Stjórnin fer með ákvörðunarvald í málefnum félagsins milli aðalfunda og annast framkvæmd ákvarðana aðal og félagsfunda og þeirrar stefnu sem þar hefur verið mótuð. Stjórnin skal hlíta lögum þessum og sjá um að þeim sé framfylgt og hafa hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Stjórnin tekur ákvarðanir um ráðningu starfsmanna félagsins og semur um ráðningarkjör við þá.

 

10.grein

Halda skal gjörðarbók um það sem fjallað er um á fundum stjórnar.

 

 

11.grein

Verkaskipti 

Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórn og nefndir og er formaður samninganefndar. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans og er honum jafnframt til aðstoðar við lausn mála. Ritari heldur gjörðabók og færir í hana fundargerðir stjórnar og annarra funda á vegum stjórnar. Ritari er varaformanni til aðstoðar í forföllum formanns. Gjaldkeri sér um öll þau mál sem snúa að fjárhag félagsins. Hann leggur fram reikninga félagsins á aðalfundum, sem hafa verið samþykktir af stjórn og löggiltum endurskoðanda.

 

IV.kafli

12.grein

Nefndir.

Stjórn skipar í uppstillinganefnd þrjá félagsmenn og einn til vara. Nefndin skal annast tilnefningar til kjörs stjórnar, endurskoðenda og annarra nefnda. Kosning skal vera bundin framboðslista og vera í samræmi við 6.gr. þessara laga.

Stjórnin leggur fram samþykktan lista uppstillinganefndar þremur vikum fyrir aðalfund.

 

13.grein.

Orlofsnefnd

Í orlofsnefnd SDS skulu sitja 5 fulltrúar og tveir til vara sem starfa samkvæmt stefnu og verksviði félagsins. Nefndarmenn skulu kosnir á aðalfundi samkvæmt lögum félagsins til þriggja ára í senn. 

 

14.grein

Starfsmenntunarsjóður

Í starfsmenntunarsjóð SDS skulu sitja 5 fulltrúar og tveir til vara sem starfa samkvæmt stefnu og verksviði félagsins. Nefndarmenn skulu kosnir á aðalfundi samkvæmt lögum félagsins til þriggja ára í senn.

 

15.grein.

Stjórnin skipar í lagabreytinganefnd þrjá félagsmenn og einn til vara, til þriggja ára í senn.

Nefndin skal sjá um endurskoðun á lögum félagsins.

 

IV.kafli.

16.grein.

Fundir

Félagsfundi skal boða með minnst tveggja daga fyrirvara, nema brýn nauðsyn beri til annars að dómi stjórnar sem boðar til fundarins. Auglýsa skal fundinn á vinnustöðum og í fjölmiðlum eða á annan hátt. Jafnan skal tilgreina fundarefni í fundarboðinu. Takist ekki að ljúka fundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsfundar svo fljótt sem kostur er og eigi síðar en innan sjö daga. Sé boðað til fundar samkvæmt lögum þessum telst hann löglegur.

Félagsmenn geta krafist þess að fundur verði haldinn í félaginu og er stjórninni skylt að taka það til greina, ef 1/3 hluti félagsmanna krefst þess og tilgreinir fundarefni.

 

17.grein.

Aðalfundur skal auglýsa með tveggja vikna fyrirvara á vinnustöðum eða í fjölmiðlum eða á annan hátt.

Jafnframt skal auglýsa eftir öðrum listum til stjórnar og fulltrúaráðskjörs og skal hann hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Rétt til að bera fram lista við kjör stjórnar og fulltrúaráðs hefur hver fullgildur félagmaður, þó er framboðslisti ekki löglegur nema hann sé studdur af minnst 1/3 fullgildum félagsmönnum.

 

Aðalfundur skal haldinn fyrir maílok ár hvert. Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsaðalfundar eigi síðar en innan 20 daga. Heimild er að boða til aukaaðalfundar ef stjórn félagsins telur ástæðu til. Skal það þá gert með minnst tíu daga fyrirvara.

 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

 

 1. kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.
 2. skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu starfstímabili.
 3. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. skýrsla orlofsnefndar.
 5. skýrsla starfsmenntunarsjóðs
 6. tillögur stjórnar um félagsgjöld, gjald úr orlofssjóði til rekstrar félagsins og aðrar þær tillögur sem stjórnin kann að leggja fram.
 7. tillögur til lagabreytinga sem stjórnin eða aðrir hafa lagt fram.
 8. kosning formanns á þriggja ára fresti.
 9. kosning meðstjórnenda og varamanna í stjórn til tveggja ára.

j.kosning orlofsnefndar til þriggja ára í senn.

k.kosning í starfsendurmenntunarsjóð til þriggja ára í senn.

 1. kosning fulltrúa á þing BSRB þriðja hvert ár.
 2. önnur mál sem getið er sérstaklega í fundarboði, s.s. kjaramál eða annað.
 3. önnur mál.

 

18.grein.

Fundum skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum BSRB.

Afl atkvæða ræður, en mál fellur á jöfnum atkvæðum.

Falli atkvæði jöfn í kosningu gildir hlutkestisreglan.

 

V.kafli.

19.grein.

Fjármál

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins greiða félagmenn mánaðarlega félagsgjald til þess, samkvæmt ákvörðun aðalfundar og skal miðað við hundraðshluta allra launa.

Í félagsgjaldinu er innifalið árgjald til BSRB

samkvæmt ákvörðun bandalagsins.

  

VI.kafli.

20.grein.

Deild eftirlaunaþega 

Heimilt er að hafa innan félagsins deild eftirlaunaþega. Starfsvið deildarinnar þarf að hljóta staðfestingu stjórnar félagsins.

 

VII.kafli.

21.grein.

Trúnaðarmenn

Stjórn félagsins skal sjá um að félagsmenn kjósi trúnaðarmenn á vinnustöðum samkvæmt því sem heimilað er í lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna og í samkomulagi um trúnaðarmenn við vinnuveitendur.

Félagsstjórn setur trúnaðarmönnum starfsreglur. Trúnaðarmenn sem kjörnir eru mynda ásamt stjórn og varastjórn trúnaðarmannaráð.

 

VIII.kafli.

22.grein.

Verkföll og aðrar vinnudeilur

Stjórn fjallar um tillögur að boðun til verkfalls þeirra félagmanna sem rétt hafa til þátttöku í þeim. Skal ákvörðun um verkfall tekin með þeim hætti sem mælt er fyrir í lögum nr.94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

 

IX.kafli.

23.grein.

 Átaks-og vinnudeilusjóður 

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur félagsmönnum sem kosin er á aðalfundi á þriggja ára fresti. Í stjórn sjóðsins eru formaður, ritari og gjaldkeri. Stjórnin skipar sjálf með sér verkum.

  

X.kafli.

25.grein.

Lagabreytingar 

Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi. Heimilt er þó á aðalfundi að ákveða að vísa þeim tillögum til lagabreytinga, sem mikla þýðingu hafa, til samþykktar eða synjunar félagsins fjórtán dögum fyrir aðalfund. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi þarf að samþykkja þær með 2/3 hlutum greiddra atkvæða.

 

XI.kafli.

26.grein.

Slit félagsins

Leysist félagið upp eða verði lagt niður, þarfnast sá gjörningur tveggja aðalfundarsamþykkta og staðfestingar 2/3 hluta greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Fyrir fyrri aðalfundinn skal leggja fram tillögu um hvað verði um eignir félagsins er því er slitið.

 

XII.kafli.

27.grein.

Gildistími

Lögin öðlast gildi við samþykkt þeirra á aðalfundi.

 

Lög þessi voru endurskoðuð og samþykkt á aðalfundi SDS 14.apríl 2018

 

 

 

Upp